Innlent

Eins og að draga skemmdar tennur úr óviljugu barni

Indefence hópurinn.
Indefence hópurinn.

Ólafur Elíasson, einn af forsvarsmönnum Indefence hópsins, segir að eftir fjölmarga fundi með þingmönnum í dag hafi komið í ljós að ekki liggi fyrir nein trúverðug áætlun um það hvernig Íslendingar getið staðið undir þeim skuldbindingum sem lagðar eru á þjóðina með Icesavesamningunum. Hann segir það algjörlega óhugsandi að einhver þingmaður geti samþykkt ríkisábyrgðina án þess að sjá slíka áætlun.

Í tilkynningu sem hópurinn sendi frá sér í morgun er þess krafist að ríkisstjórnin birti öll fylgiskjöl og útreikninga um greiðsluþol þjóðarinnar.

„Það hlýtur að vera algjört lykilatriði að ríkisstjórnin birti þá efnahagsleguútreikninga til næstu fimmtán ára sem hljóta að hafa legið á borðinu þegar skrifað var undir þessa skuldbindingu," segir Ólafur.

Hann segir að fundir þeirra með fjölmörgum þingmönnum í dag hafi staðfest þann ótta að þingmenn hafi ekki verið upplýstir um neina slíka áætlun.

„Það er algjörlega óhugsandi að þingmenn geti skrifað undir svona lán án þess að fara í greiðslumat," segir Ólafur og kvartar undan því að erfitt sé að fá upplýsingar um málið hjá ríkisstjórninni.

„Það að draga upplýsingar út úr ríkisstjórninni, er eins og að draga skemmdar tennur út úr óviljugu barni," segir Ólafur að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×