Innlent

Gunnsteinn aftekur þreifingar við Vinstri græna

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Gunnsteinn Sigurðsson
Gunnsteinn Sigurðsson Mynd/Stefán

„Þetta er bara bull og vitleysa," segir Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, aðspurður hvort þreifingar hafi farið fram við Vinstri-græna um meirihlutasamstarf flokkanna í bænum. Bæjarfulltrúi Vinstri grænna sagði svo vera í samtali við fréttastofu fyrr í dag.

„Það er ekki rétt. Ég fullyrði það," segir Gunnsteinn hins vegar. Hann aftekur að þreifingar um hugsanlegt samstarf hafi farið fram við aðra flokka.

Ómar Stefánsson, oddviti Framsóknar, sagðist í samtali við fréttastofu vera orðinn óþolinmóður að bíða eftir hugmyndum sjálfstæðismanna um framtíð samstarfsins.

Gunnsteinn segist búast við að Gunnar Birgisson muni spjalla við Ómar síðar í dag, en sagðist ekki vita hversu lengi Ómar þyrfti að bíða í viðbót.

Aðspurður hvort meirihlutasamstarf Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hangi á bláþræði segir Gunnsteinn ekki telja það. Hann sé bæði bjartsýnn á að meirihlutinn haldi og voni að svo verði.






Tengdar fréttir

Rætt við VG um nýjan meirihluta í Kópavogi

Það ræðst í kvöld hvort framhald verður á meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi. Sjálfstæðismenn hafa þegar sett í sig samband við Vinstri græna um mögulegt meirihlutasamstarf.

Ómari leiðist biðin eftir Sjálfstæðismönnum

„Ég er að verða pirraður hérna bara á meðan ég tala við þig," sagði Ómar Stefánsson, oddviti Framsóknarmanna í Kópavogi, en hann er að eigin sögn orðinn óþolinmóður að bíða eftir hugmyndum Sjálfstæðisflokksins um framtíð meirihlutasamstarfsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×