Innlent

Ökufantur og ofbeldiseggur í gæsluvarðhald

Dómarar úrskurðuðu tvo menn í gæsluvarðhald í kvöld. Annar maðurinn var sá sem ók eins og óður maður á lögreglubifreiðar við Skógarhlíð og Hverfisgötu.

Sá maður hugðist drepa lögregluþjóna en hann sakaði þá um að hafa gert sig að öryrkja og ekki hafa aðstoðað sig þegar hann lenti í þjófnaði.

Hinn maðurinn er pólsku að uppruna en býr á Íslandi. Hann hafði sig mestan frammi í líkamsárás í austurborg Reykjavíkur. Þá á hann að hafa misþyrmt ásamt fjórum öðrum manni í heimahúsi.

Maðurinn slasaðist alvarlega og var fluttur á spítala meðal annars með höfuðáverka.

Báðir mennirnir verða í gæsluvarðhaldi til 29. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×