Innlent

Lækjarhvammsræningi áfram í gæsluvarðhaldi

Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms.
Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms. Mynd/ Valli
Maður sem braust inn á heimili í Lækjarhvammi í Hafnarfirði í lok maí og réðist 17 ára dreng þar bjó hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í Hæstarétti. Tveimur dögum áður en maðurinn braust inn í Hafnarfirði hafði honum verið sleppt úr haldi vegna innbrots á Barðaströnd.

Sautján ára piltur sem bjó í húsinu að Lækjarhvammi var sofandi í herberginu sínu vaknaði við umgang. Þegar hann kom fram gekk hann í flasið á manni sem var að setja tölvur og fleiri muni í poka.

Drengurinn reyndi að tala við og róa manninn. Þjófurinn réðst þá að drengnum, sló og sparkaði í hann og skipaði honum að halda sig í jörðinni og hélt svo iðju sinni áfram. Þegar færi gafst tók drengurinn á rás og tókst með snarræði tvisvar sinnum að skella hurðum á hendur þjófsins þegar hann var í þann mund að ná honum. Hann komst svo í nálægt hús þar sem hringt var á lögreglu.

Þjófurinn komst undan með fartölvu. Hann og vitorðsmaður hans voru handteknir stuttu síðar í nágrenninu grunaðir um að vera viðriðnir að minnsta kosti fimm önnur innbrot.

Manninum er gert að sæta gæsluvarðhaldi til 29. júní.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×