Fleiri fréttir Erfiðara að nálgast harðari efni Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi segist eiga vona á aðgerðir lögreglu er varða upprætingu á kannabisræktunum muni skila sér á næstunni í minna framboði á markaði. Samkvæmt nýjustu verðkönnun SÁÁ hefur grammið af kannabis staðið í stað síðustu þrjá mánuði og kostar um 3.400 krónur en amfetamín hefur snarhækkað í verði. Þórarinn segir að amfetamínið hafi hækkað í janúar sem sé óeðlilegt þar sem yfirleitt hafi það gerst í kringum jólin. 6.4.2009 15:13 Yfir 900 umsóknir vegna greiðsluerfiðleika Fyrstu þrjá mánuði þessa árs hafa 942 umsóknir vegna greiðsluerfiðleika borist til Íbúðalánasjóðs. Úrræði vegna greiðsluvanda geta verið af ýmsum toga, t.d. skuldbreyting vanskila, frestun á greiðslum og lenging lána, að fram kemur í tilkynningu frá sjóðnum. 6.4.2009 14:57 Ólafur Ragnar sendir forseta Ítalíu samúðarkveðjur Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur í dag sent forseta Ítalíu Giorgio Napolitano samúðarkveðjur sínar og íslensku þjóðarinnar vegna hörmunganna sem orðið hafa í kjölfar jarðskjálftanna í Abruzzo. 6.4.2009 13:56 Tillögu Þorgerðar hafnað Tillaga Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, um að stjórnarskrárfrumvarpið yrði sett aftur fyrir mikilvægari mál á dagskrá Alþingis var felld í dag. Þorgerður taldi brýnt að ræða frumvarp Össur Skarphéðinssonar, iðnaðarráðherra, um heimild til samninga um fyrirhugað álver í Helguvík. 31 þingmenn voru andsnúnir tillögu Þorgerðar en 20 greiddu atkvæði með henni. 12 voru fjarstaddir. 6.4.2009 13:36 Landsbjörg í viðbragðsstöðu vegna jarðskjálftans á Ítalíu Rétt fyrir klukkan 2 í nótt bárust boð frá jarðvísindastofnun Bandaríkjanna um að jarðskjálfti upp á 6.3 á Richter hefði riðið yfir miðhluta Ítalíu. Jarðskjálftinn var mjög grunnt undir borginni L‘Aquila sem er um 90 km norðaustur af Róm. Stjórnendur Íslensku Alþjóðasveitarinnar vöktuðu ástandið frá fyrstu mínútum og öfluðu upplýsinga í gegnum fjölmiðla og tengiliði innan Sameinuðu þjóðanna. 6.4.2009 13:24 Kókaín og sterar í húsleit á Akureyri Í gærmorgun framkvæmdi lögreglan á Akureyri húsleit í íbúð hjá karlmanni á fimmtugsaldri og fundust þar um 15 grömm af kókaíni og lítilræði af sterum. Manninum var sleppt og lokinni yfirheyrslu og telst málið upplýst. Einn karlmaður á þrítugsaldri sem var gestkomandi í íbúðinni reyndist svo hafa einn neysluskammt af fíkniefnum á sér. 6.4.2009 13:18 Nagladekkjum fækkað um fjórðung frá 2001 42% bifreiða í Reykjavík voru á nagladekkjum í marsmánuði. Svifryk fór fjórum sinnum yfir heilsuverndarmörk í marsmánuði. Notkun nagla er bönnuð eftir 15. apríl. 6.4.2009 12:51 Allir nema Álfheiður eiga hlut í Smugunni Allir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs fyrir utan Álfheiði Ingadóttur eiga hlut í vefmiðlinum Smugunni. Meirihluti þeirra á hlut í Friðarhúsi, húsnæði Samtaka hernaðarandstæðinga. Formaður flokksins á 200 þúsund krónu hlut í Efnalaug Suðurlands. 6.4.2009 12:51 Samningar við Breta vegna hryðjuverkalaganna í góðum farvegi Utanríkisráðherra segir að samningar við Breta vegna hryðjuverkalaganna séu í góðum farvegi og vonandi þurfi Íslendingar ekki að taka á sig neinn skell vegna Icesave. Þingmaður Framsóknarflokksins segir utanríkisstefnu Samfylkingarinnar bara felast í því að mala. 6.4.2009 12:15 Algjörlega gjörsamlega óskiljanlegt Illugi Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði það algjörlega gjörsamlega óskiljanlegt hvernig ríkisstjórnin þráast við. Þessi orð lét Illugi falla í umræðum um fundarstjórn forseta sem nú fer fram á Alþingi. Hart er tekist á og vilja sjálfstæðismenn fresta umræðum um stjórnarskrá og afgreiða mál er snerta fyrirtæki og heimili í landinu eins og þeir orða það. 6.4.2009 11:45 Belginn skilaði af sér seint í gærkvöldi Gilles Romain Chaterine Classens, 21 árs gamall Belgi sem gripinn var í Leifsstöð í síðustu viku er búinn að skila af sér fíkniefnum sem hann hafði innvortis. Efnunum skilaði Belginn af sér seint í gærkvöldi en hann notaði meðal annars laxerolíu til þess að auðvelda sér verkið. Ekki liggur fyrir hversu mikið af efnum maðurinn hafði innvortis, en það mun liggja fyrir seinna í dag. 6.4.2009 10:40 Lægstu launin í iðnaði - hæst í fjármálaþjónustu Regluleg laun á almennum vinnumarkaði voru að meðaltali 324 þúsund krónur á mánuði árið 2008. Regluleg laun fullvinnandi launamanna voru 355 þúsund krónur að meðaltali og regluleg heildarlaun, það er regluleg laun ásamt yfirvinnu, voru 393 þúsund krónur. Greiddar stundir fullvinnandi launamanna voru að meðaltali 44,7 stundir á viku. Heildarlaun fullvinnandi launamanna voru 454 þúsund krónur að meðaltali á mánuði. Í heildarlaunum eru regluleg heildarlaun að viðbættum ýmsum greiðslum sem ekki eru gerðar upp á hverju útborgunartímabili svo sem desemberuppbót og afkomutengdar greiðslur. 6.4.2009 10:23 Segir álver í Helguvík vinna gegn fjölbreyttri atvinnustefnu Álfheiður Ingadóttir þingmaður Vinstri grænna leggst eindregið gegn samþykkt frumvarps um heimild til samninga um álver í Helguvík. Í nefndaráliti Álfheiðar í iðnaðarnefnd bendir hún meðal annars á óvissu um efnahaglseg áhrif þess sem og umhverfisáhrifin. Hún segir þau hvorki hafa verið mtein fyrir tengdar framkvæmdir né fyrir þá 360 þúsund tonna framleiðslu sem samningurinn gerir ráð fyrir, heldur aðeins fyrir 250 þúsund tonna álver. Þá segir Álfheiður að aðeins liggi fyrir heimildir fyrir losun sem svarar 150 þúsund tonna framleiðslu þannig að væntingar um fjölda nýrra starfa og arðsemi framkvæmdarinnar séu ekki byggðar á raunhæfum forsendum. 6.4.2009 10:10 Skíðamenn streyma til Akureyrar um páskana Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri er opið í dag frá klukkan 10 til sjö. Gott veður er í fjallinu, logn og hiti við frostmark. Fjöldi fólks er komið í bæinn til þess að stunda skíðin um páskana að því er segir í tilkynningu frá reksrtraraðila fjallsins. 6.4.2009 10:06 Íslenskir karlmenn verða elstir í heiminum Árið 2008 dóu 1.986 einstaklingar með lögheimili á Íslandi, 981 karl og 1.005 konur. Dánartíðni var því 6,2 látnir á hverja 1.000 íbúa. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. Eins og annars staðar í heiminum er meðalævilengd íslenskra karla styttri en kvenna. Íslenskir karlar geta nú vænst þess að verða 79,6 ára gamlir en konur 83,0 ára. 6.4.2009 09:12 Óku á járnplötur á Hellisheiði Tveir bílar skemmdust nokkuð á Hellisheiðinni í gærkvöldi þegar þeir óku á stórar járnplötur sem virðast hafa dottið af flutningabíl. Bílarnir óku á plöturnar með þeim afleiðingum að þeir rispuðust töluvert en enginn slasaðist í ákeyrslunum. 6.4.2009 07:19 Össur neitaði að vera á ljósmynd með Brown Össur Skarphéðinsson neitaði að láta mynda sig með Gordon Brown forsætisráðherra Breta á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem lauk í gær. Á bloggsíðu sinni lýsir Össur því þegar hann gekk í flasið á Brown þar sem hann var að láta mynda sig með Sarkozy Frakklandsforseta og Steve Harper, forsætisráðherra Kanadamanna. 6.4.2009 07:18 Eldur í gaskút í Breiðholti Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að Asparfelli á níunda tímanum í gærkvöldi vegna elds á fimmtu hæð. Svo virðist vera sem kviknað hafi í gaskút á svölum hússins. 6.4.2009 07:15 Amfetamínverð snarhækkar en kannabis stendur í stað Þrátt fyrir tíðar fréttir af því að lögregla hafi verið að uppræta kannabisverksmiðjur síðustu vikurnar hefur verðið á grammi af maríjuana ekki hækkað að neinu marki samkvæmt verðkönnun SÁÁ en þar er verð á algengustu fíkniefnum kannað mánaðarlega hjá þeim sem skrá sig í áfengis- og fíkniefnameðferð. 6.4.2009 07:07 Talið að kviknað hafi í gaskút Slökkviliðið var kallað að Asparfelli á níunda tímanum vegna elds á fimmtu hæð. Svo virðist vera sem gaskútur hafi sprungið á svölum hússins. Slökkviliðsmenn eru á leiðinni en frekari upplýsingar hafa ekki fengist. 5.4.2009 20:51 Brennuvargur hættur í slökkviliðinu Maðurinn sem hefur játað aðild að íkveikju í Vestmannaeyjum síðastliðinn miðvikudag hefur óskað eftir því að verða leystur frá skyldum sem slökkviliðsmaður og meðlimur i Björgunarfélagi Vestmannaeyja. 5.4.2009 19:40 Framsóknarmenn styðja ekki frumvarp fjármálaráðherra Framsóknarmenn ætla ekki að styðja frumvarp fjármálaráðherra um stofnun sérstaks hlutafélags sem á að taka yfir og endurskipuleggja gjaldþrota fyrirtæki. Þeir segja frumvarpið vera meingallað og auki hættu á spillingu. 5.4.2009 18:27 Líkamsárás í Lækjargötu: Karlmaður handtekinn Karlmaður er í haldi lögreglunnar, grunaður um að hafa ráðist á mann í Lækjargötunni í morgun, með þeim afleiðingum að honum var haldið sofandi í öndunarvél um stund. Árásarþolinn er nú kominn úr öndunarvél en er á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi til eftirlits. Lögreglan segir að vitni hafi gefið sig fram til lögreglunnar og það hafi leitt til þess að meintur árásarmaður fannst. 5.4.2009 17:19 Sjö mótmælendur handteknir í Kópavogi Sjö manns voru handteknir þegar hópur fólks mótmælti fyrir utan heimili Hauks Guðmundssonar, forstjóra útlendingastofnunnar, eftir hádegi í dag. Fólkið er enn í haldi lögreglunnar. 5.4.2009 17:12 Viðbúnaður í Keflavík vegna farþegaþotu Þyrlur Landhelgisgæslunnar voru settar í viðbragðsstöðu í dag þegar tilkynning barst um að reykur væri í flugstjórnarklefa erlendar farþegaþotu sem flaug yfir Atlantshaf. Hátt í þriðja hundrað manns voru um borð í vélinni. 5.4.2009 16:11 Obama og Össur ræddu um jarðhitavinnslu Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Barack Obama Bandaríkjaforseti ræddu um nánara samstarf ríkjanna tveggja á sviði jarðhitavinnslu á leiðtogafundi NATO um helgina. 5.4.2009 17:34 Vinnsla á Drekasvæðinu hugsanlega öll neðansjávar Olía- og gasvinnsla af Drekasvæðinu yrði hugsanlega öll neðansjávar og fjarstýrt úr landi og án borpalla á yfirborði sjávar. 5.4.2009 19:16 Kærir RÚV til lögreglunnar Ástþór Magnússon hefur kært fréttastofu og yfirstjórn Ríkisútvarpsins til lögreglunnar fyrir kosningaspjöll gegn Lýðræðishreyfingunni, stjórnmálaflokki Ástþórs. Segir Ástþór að RÚV hafi logið um og afskræmt svar Lýðræðishreyfingarinnar með vísvitandi og meiðandi hætti þegar flutt var frétt undir fyrirsögninni „Skattahækkanir líklegar". 5.4.2009 16:49 Harðar deilur um hagsmunatengsl í Framsóknarflokknum Hart var deilt um tengsl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar við fyrirtækið Kögun í þættinum Sprengisandi í morgun. Þar ræddu þau Sigmundur Davíð, Tryggvi Þór Herbertsson og Ólína Þorvarðardóttir um 20% flata niðurfellingu á skuldum. Ólína sagði að tortryggni gætti í samfélaginu vegna 5.4.2009 16:25 Árás í Lækjargötu: Maðurinn úr öndunarvél Maðurinn sem ráðist var á í Lækjargötu á fimmta tímanum í nótt er kominn úr öndunarvél en er ennþá til eftirlits á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. 5.4.2009 13:43 Eignaumsýslufélag gæti skaðað íslenskt atvinnulíf Stofnun sérstaks eignaumsýslufélags á vegum ríkisins gæti skaðað íslenskt atvinnulíf að mati aðila vinnumarkaðarins. Samkvæmt frumvarpi fjármálaráðherra er félaginu ætlað að kaupa og endurskipuleggja þjóðhagslega mikilvæg fyriræki sem bankarnir hafa tekið yfir vegna greiðsluerfiðleika. Sjálfstæðismenn óttast að þetta bjóði upp á spillingu. 5.4.2009 12:02 Par braust inn í Þelamerkurskóla Lögreglan á Akureyri handtók rétt fyrir klukkan fimm í nótt par sem hafði brotist inn í Þelamerkurskóla. Karlinn er á fertugsaldri en konan á þrítugsaldri en þau voru bæði í annarlegu ástandi að sögn lögreglu og verða yfirheyrð síðar í dag. Það voru starfsmenn skólans sem gerðu lögreglunni viðvart eftir að þeir urður varir við mannaferðir. 5.4.2009 09:52 Haldið sofandi í öndunarvél eftir líkamsárás Maður á þrítugsaldri liggur sofandi í öndunarvél eftir að ráðist var á hann í Lækjargötunni á fimmta tímanum í nótt. 5.4.2009 09:07 Valgerður sat sinn síðasta þingfund Valgerður Sverrisdóttir, þingmaður framsóknarflokks, sat sinn síðasta þingfund á Alþingi í dag. Sjálfstæðismenn færðu Valgerði blómvönd í tilefni dagsins og þá bauð þingflokkur framsóknarmanna upp á kaffi og hnallþóru henni til heiðurs. Valgerður sat í tæp 22 ár á þingi. Hún var iðnaðar- og viðskiptaráðherra frá 1999 til 2006 og síðar utanríkisráðherra. 4.4.2009 18:38 Vill berjast fyrir aðildarsamningi við ESB „Ég ákvað að taka sæti á lista Samfylkingarinnar til þess að berjast fyrir aðildarsamningi við Evrópusambandið," segir Baldur Þórhallsson. Baldur skipar sjötta sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann hefur hingað til verið betur þekktur sem fræðimaður á sviði stjórnmála fremur en þátttakandi. 4.4.2009 19:00 TF - EIR aðstoðar skíðamann Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-EIR var kölluð út til að aðstoða mann í gönguskíðahópi sem fékk aðsvif og sjóntruflanir. Hópurinn var 4.4.2009 18:49 Drekinn þarf 70-80 dollara olíuverð Olíuverð þyrfti að vera milli sjötíu og áttatíu dollarar tunnan og mikil olía að finnast til að menn ráðist í uppbyggingu á Drekasvæðinu, að mati sérfræðinga í Noregi. Minnst átta ár eru í að olíuvinnsla geti verið komin þar á fullt. 4.4.2009 18:51 Kristbjörg komin í lag Kristbjörg HF-177 er farin að draga net að nýju, en eins og fréttastofa greindi frá fyrr í dag varð skipið aflvana og voru því þyrlur Landhelgisgæslunnar og bátur frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu send til aðstoðar. Fimmtán manns eru í skipinu. 4.4.2009 16:55 Össuri líst vel á nýjan framkvæmdastjóra NATO Barack Obama, Bandaríkjaforseti, vill koma til Íslands. Þetta sagði hann í samtali við Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra en þeir eru báðir staddir á leiðtogafundi NATO í Strassborg. Össur segir að Obama verði boðið formlega í heimsókn. 4.4.2009 15:44 Kosið verði til stjórnlagaþings og sveitastjórna á sama tíma Gert er ráð fyrir að kosningar til stjórnlagaþings fari fram samhliða sveitastjórnarkosningum 2010. Þingið starfi frá 17 júní 2010 til 17 júní 2011. 4.4.2009 15:00 Viðamikil björgunaraðgerð vegna aflvana báts Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Oddur V. Gíslason úr Grindavík, var kallað út rétt eftir klukkan eitt vegna aflvana skips sem rak í átt að Krísuvíkurbjargi. Um fimm mínútum síðar lét björgunarskipið úr höfn 4.4.2009 14:01 Kenna atvinnulausum iðnaðarmönnum að varðveita gömul hús Reykjavíkurborg mun leita samstarfs við ríkisvaldið, Vinnumálastofnun, Samtök iðnaðarins og aðra vegna sérstaks atvinnuátaksverkefnis til að hefja uppbyggingu og endurgerð sögufrægra eldri húsa í Reykjavík. 4.4.2009 13:14 Blaðamannafélagið undrast afstöðu FME gagnvart blaðamönnum Blaðamannafélag Íslands undrast að Fjármálaeftirlitið skuli telja það til forgangsverkefna að beina spjótum sínum að blaðamönnum sem eru að reyna að varpa ljósi á bankahrunið. Þetta kemur fram í ályktun sem félagið hefur sent frá sér. 4.4.2009 12:38 Þurfa að brúa allt að 55 milljarða gat Ríkisstjórnin þarf brúa 35 til 55 milljarða króna fjárlagagat á næsta ári til að standast áætlanir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Fjármálaráðherra boðar skattahækkanir og niðurskurð. 4.4.2009 12:30 Háskólinn þarf meira fjármagn fyrir sumarnám Háskóli Íslands getur ekki orðið við óskum stúdenta um sumarnám að verulegu leyti nema til komi auknar fjárveitingar til Háskólans. Málið var rætt á fundi háskólaráðs á fimmtudag og þar lýstu fulltrúar í háskólaráði ríkum vilja til þess að finna farsæla og skjóta lausn á málinu. 4.4.2009 11:04 Sjá næstu 50 fréttir
Erfiðara að nálgast harðari efni Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi segist eiga vona á aðgerðir lögreglu er varða upprætingu á kannabisræktunum muni skila sér á næstunni í minna framboði á markaði. Samkvæmt nýjustu verðkönnun SÁÁ hefur grammið af kannabis staðið í stað síðustu þrjá mánuði og kostar um 3.400 krónur en amfetamín hefur snarhækkað í verði. Þórarinn segir að amfetamínið hafi hækkað í janúar sem sé óeðlilegt þar sem yfirleitt hafi það gerst í kringum jólin. 6.4.2009 15:13
Yfir 900 umsóknir vegna greiðsluerfiðleika Fyrstu þrjá mánuði þessa árs hafa 942 umsóknir vegna greiðsluerfiðleika borist til Íbúðalánasjóðs. Úrræði vegna greiðsluvanda geta verið af ýmsum toga, t.d. skuldbreyting vanskila, frestun á greiðslum og lenging lána, að fram kemur í tilkynningu frá sjóðnum. 6.4.2009 14:57
Ólafur Ragnar sendir forseta Ítalíu samúðarkveðjur Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur í dag sent forseta Ítalíu Giorgio Napolitano samúðarkveðjur sínar og íslensku þjóðarinnar vegna hörmunganna sem orðið hafa í kjölfar jarðskjálftanna í Abruzzo. 6.4.2009 13:56
Tillögu Þorgerðar hafnað Tillaga Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, um að stjórnarskrárfrumvarpið yrði sett aftur fyrir mikilvægari mál á dagskrá Alþingis var felld í dag. Þorgerður taldi brýnt að ræða frumvarp Össur Skarphéðinssonar, iðnaðarráðherra, um heimild til samninga um fyrirhugað álver í Helguvík. 31 þingmenn voru andsnúnir tillögu Þorgerðar en 20 greiddu atkvæði með henni. 12 voru fjarstaddir. 6.4.2009 13:36
Landsbjörg í viðbragðsstöðu vegna jarðskjálftans á Ítalíu Rétt fyrir klukkan 2 í nótt bárust boð frá jarðvísindastofnun Bandaríkjanna um að jarðskjálfti upp á 6.3 á Richter hefði riðið yfir miðhluta Ítalíu. Jarðskjálftinn var mjög grunnt undir borginni L‘Aquila sem er um 90 km norðaustur af Róm. Stjórnendur Íslensku Alþjóðasveitarinnar vöktuðu ástandið frá fyrstu mínútum og öfluðu upplýsinga í gegnum fjölmiðla og tengiliði innan Sameinuðu þjóðanna. 6.4.2009 13:24
Kókaín og sterar í húsleit á Akureyri Í gærmorgun framkvæmdi lögreglan á Akureyri húsleit í íbúð hjá karlmanni á fimmtugsaldri og fundust þar um 15 grömm af kókaíni og lítilræði af sterum. Manninum var sleppt og lokinni yfirheyrslu og telst málið upplýst. Einn karlmaður á þrítugsaldri sem var gestkomandi í íbúðinni reyndist svo hafa einn neysluskammt af fíkniefnum á sér. 6.4.2009 13:18
Nagladekkjum fækkað um fjórðung frá 2001 42% bifreiða í Reykjavík voru á nagladekkjum í marsmánuði. Svifryk fór fjórum sinnum yfir heilsuverndarmörk í marsmánuði. Notkun nagla er bönnuð eftir 15. apríl. 6.4.2009 12:51
Allir nema Álfheiður eiga hlut í Smugunni Allir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs fyrir utan Álfheiði Ingadóttur eiga hlut í vefmiðlinum Smugunni. Meirihluti þeirra á hlut í Friðarhúsi, húsnæði Samtaka hernaðarandstæðinga. Formaður flokksins á 200 þúsund krónu hlut í Efnalaug Suðurlands. 6.4.2009 12:51
Samningar við Breta vegna hryðjuverkalaganna í góðum farvegi Utanríkisráðherra segir að samningar við Breta vegna hryðjuverkalaganna séu í góðum farvegi og vonandi þurfi Íslendingar ekki að taka á sig neinn skell vegna Icesave. Þingmaður Framsóknarflokksins segir utanríkisstefnu Samfylkingarinnar bara felast í því að mala. 6.4.2009 12:15
Algjörlega gjörsamlega óskiljanlegt Illugi Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði það algjörlega gjörsamlega óskiljanlegt hvernig ríkisstjórnin þráast við. Þessi orð lét Illugi falla í umræðum um fundarstjórn forseta sem nú fer fram á Alþingi. Hart er tekist á og vilja sjálfstæðismenn fresta umræðum um stjórnarskrá og afgreiða mál er snerta fyrirtæki og heimili í landinu eins og þeir orða það. 6.4.2009 11:45
Belginn skilaði af sér seint í gærkvöldi Gilles Romain Chaterine Classens, 21 árs gamall Belgi sem gripinn var í Leifsstöð í síðustu viku er búinn að skila af sér fíkniefnum sem hann hafði innvortis. Efnunum skilaði Belginn af sér seint í gærkvöldi en hann notaði meðal annars laxerolíu til þess að auðvelda sér verkið. Ekki liggur fyrir hversu mikið af efnum maðurinn hafði innvortis, en það mun liggja fyrir seinna í dag. 6.4.2009 10:40
Lægstu launin í iðnaði - hæst í fjármálaþjónustu Regluleg laun á almennum vinnumarkaði voru að meðaltali 324 þúsund krónur á mánuði árið 2008. Regluleg laun fullvinnandi launamanna voru 355 þúsund krónur að meðaltali og regluleg heildarlaun, það er regluleg laun ásamt yfirvinnu, voru 393 þúsund krónur. Greiddar stundir fullvinnandi launamanna voru að meðaltali 44,7 stundir á viku. Heildarlaun fullvinnandi launamanna voru 454 þúsund krónur að meðaltali á mánuði. Í heildarlaunum eru regluleg heildarlaun að viðbættum ýmsum greiðslum sem ekki eru gerðar upp á hverju útborgunartímabili svo sem desemberuppbót og afkomutengdar greiðslur. 6.4.2009 10:23
Segir álver í Helguvík vinna gegn fjölbreyttri atvinnustefnu Álfheiður Ingadóttir þingmaður Vinstri grænna leggst eindregið gegn samþykkt frumvarps um heimild til samninga um álver í Helguvík. Í nefndaráliti Álfheiðar í iðnaðarnefnd bendir hún meðal annars á óvissu um efnahaglseg áhrif þess sem og umhverfisáhrifin. Hún segir þau hvorki hafa verið mtein fyrir tengdar framkvæmdir né fyrir þá 360 þúsund tonna framleiðslu sem samningurinn gerir ráð fyrir, heldur aðeins fyrir 250 þúsund tonna álver. Þá segir Álfheiður að aðeins liggi fyrir heimildir fyrir losun sem svarar 150 þúsund tonna framleiðslu þannig að væntingar um fjölda nýrra starfa og arðsemi framkvæmdarinnar séu ekki byggðar á raunhæfum forsendum. 6.4.2009 10:10
Skíðamenn streyma til Akureyrar um páskana Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri er opið í dag frá klukkan 10 til sjö. Gott veður er í fjallinu, logn og hiti við frostmark. Fjöldi fólks er komið í bæinn til þess að stunda skíðin um páskana að því er segir í tilkynningu frá reksrtraraðila fjallsins. 6.4.2009 10:06
Íslenskir karlmenn verða elstir í heiminum Árið 2008 dóu 1.986 einstaklingar með lögheimili á Íslandi, 981 karl og 1.005 konur. Dánartíðni var því 6,2 látnir á hverja 1.000 íbúa. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. Eins og annars staðar í heiminum er meðalævilengd íslenskra karla styttri en kvenna. Íslenskir karlar geta nú vænst þess að verða 79,6 ára gamlir en konur 83,0 ára. 6.4.2009 09:12
Óku á járnplötur á Hellisheiði Tveir bílar skemmdust nokkuð á Hellisheiðinni í gærkvöldi þegar þeir óku á stórar járnplötur sem virðast hafa dottið af flutningabíl. Bílarnir óku á plöturnar með þeim afleiðingum að þeir rispuðust töluvert en enginn slasaðist í ákeyrslunum. 6.4.2009 07:19
Össur neitaði að vera á ljósmynd með Brown Össur Skarphéðinsson neitaði að láta mynda sig með Gordon Brown forsætisráðherra Breta á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem lauk í gær. Á bloggsíðu sinni lýsir Össur því þegar hann gekk í flasið á Brown þar sem hann var að láta mynda sig með Sarkozy Frakklandsforseta og Steve Harper, forsætisráðherra Kanadamanna. 6.4.2009 07:18
Eldur í gaskút í Breiðholti Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að Asparfelli á níunda tímanum í gærkvöldi vegna elds á fimmtu hæð. Svo virðist vera sem kviknað hafi í gaskút á svölum hússins. 6.4.2009 07:15
Amfetamínverð snarhækkar en kannabis stendur í stað Þrátt fyrir tíðar fréttir af því að lögregla hafi verið að uppræta kannabisverksmiðjur síðustu vikurnar hefur verðið á grammi af maríjuana ekki hækkað að neinu marki samkvæmt verðkönnun SÁÁ en þar er verð á algengustu fíkniefnum kannað mánaðarlega hjá þeim sem skrá sig í áfengis- og fíkniefnameðferð. 6.4.2009 07:07
Talið að kviknað hafi í gaskút Slökkviliðið var kallað að Asparfelli á níunda tímanum vegna elds á fimmtu hæð. Svo virðist vera sem gaskútur hafi sprungið á svölum hússins. Slökkviliðsmenn eru á leiðinni en frekari upplýsingar hafa ekki fengist. 5.4.2009 20:51
Brennuvargur hættur í slökkviliðinu Maðurinn sem hefur játað aðild að íkveikju í Vestmannaeyjum síðastliðinn miðvikudag hefur óskað eftir því að verða leystur frá skyldum sem slökkviliðsmaður og meðlimur i Björgunarfélagi Vestmannaeyja. 5.4.2009 19:40
Framsóknarmenn styðja ekki frumvarp fjármálaráðherra Framsóknarmenn ætla ekki að styðja frumvarp fjármálaráðherra um stofnun sérstaks hlutafélags sem á að taka yfir og endurskipuleggja gjaldþrota fyrirtæki. Þeir segja frumvarpið vera meingallað og auki hættu á spillingu. 5.4.2009 18:27
Líkamsárás í Lækjargötu: Karlmaður handtekinn Karlmaður er í haldi lögreglunnar, grunaður um að hafa ráðist á mann í Lækjargötunni í morgun, með þeim afleiðingum að honum var haldið sofandi í öndunarvél um stund. Árásarþolinn er nú kominn úr öndunarvél en er á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi til eftirlits. Lögreglan segir að vitni hafi gefið sig fram til lögreglunnar og það hafi leitt til þess að meintur árásarmaður fannst. 5.4.2009 17:19
Sjö mótmælendur handteknir í Kópavogi Sjö manns voru handteknir þegar hópur fólks mótmælti fyrir utan heimili Hauks Guðmundssonar, forstjóra útlendingastofnunnar, eftir hádegi í dag. Fólkið er enn í haldi lögreglunnar. 5.4.2009 17:12
Viðbúnaður í Keflavík vegna farþegaþotu Þyrlur Landhelgisgæslunnar voru settar í viðbragðsstöðu í dag þegar tilkynning barst um að reykur væri í flugstjórnarklefa erlendar farþegaþotu sem flaug yfir Atlantshaf. Hátt í þriðja hundrað manns voru um borð í vélinni. 5.4.2009 16:11
Obama og Össur ræddu um jarðhitavinnslu Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Barack Obama Bandaríkjaforseti ræddu um nánara samstarf ríkjanna tveggja á sviði jarðhitavinnslu á leiðtogafundi NATO um helgina. 5.4.2009 17:34
Vinnsla á Drekasvæðinu hugsanlega öll neðansjávar Olía- og gasvinnsla af Drekasvæðinu yrði hugsanlega öll neðansjávar og fjarstýrt úr landi og án borpalla á yfirborði sjávar. 5.4.2009 19:16
Kærir RÚV til lögreglunnar Ástþór Magnússon hefur kært fréttastofu og yfirstjórn Ríkisútvarpsins til lögreglunnar fyrir kosningaspjöll gegn Lýðræðishreyfingunni, stjórnmálaflokki Ástþórs. Segir Ástþór að RÚV hafi logið um og afskræmt svar Lýðræðishreyfingarinnar með vísvitandi og meiðandi hætti þegar flutt var frétt undir fyrirsögninni „Skattahækkanir líklegar". 5.4.2009 16:49
Harðar deilur um hagsmunatengsl í Framsóknarflokknum Hart var deilt um tengsl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar við fyrirtækið Kögun í þættinum Sprengisandi í morgun. Þar ræddu þau Sigmundur Davíð, Tryggvi Þór Herbertsson og Ólína Þorvarðardóttir um 20% flata niðurfellingu á skuldum. Ólína sagði að tortryggni gætti í samfélaginu vegna 5.4.2009 16:25
Árás í Lækjargötu: Maðurinn úr öndunarvél Maðurinn sem ráðist var á í Lækjargötu á fimmta tímanum í nótt er kominn úr öndunarvél en er ennþá til eftirlits á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. 5.4.2009 13:43
Eignaumsýslufélag gæti skaðað íslenskt atvinnulíf Stofnun sérstaks eignaumsýslufélags á vegum ríkisins gæti skaðað íslenskt atvinnulíf að mati aðila vinnumarkaðarins. Samkvæmt frumvarpi fjármálaráðherra er félaginu ætlað að kaupa og endurskipuleggja þjóðhagslega mikilvæg fyriræki sem bankarnir hafa tekið yfir vegna greiðsluerfiðleika. Sjálfstæðismenn óttast að þetta bjóði upp á spillingu. 5.4.2009 12:02
Par braust inn í Þelamerkurskóla Lögreglan á Akureyri handtók rétt fyrir klukkan fimm í nótt par sem hafði brotist inn í Þelamerkurskóla. Karlinn er á fertugsaldri en konan á þrítugsaldri en þau voru bæði í annarlegu ástandi að sögn lögreglu og verða yfirheyrð síðar í dag. Það voru starfsmenn skólans sem gerðu lögreglunni viðvart eftir að þeir urður varir við mannaferðir. 5.4.2009 09:52
Haldið sofandi í öndunarvél eftir líkamsárás Maður á þrítugsaldri liggur sofandi í öndunarvél eftir að ráðist var á hann í Lækjargötunni á fimmta tímanum í nótt. 5.4.2009 09:07
Valgerður sat sinn síðasta þingfund Valgerður Sverrisdóttir, þingmaður framsóknarflokks, sat sinn síðasta þingfund á Alþingi í dag. Sjálfstæðismenn færðu Valgerði blómvönd í tilefni dagsins og þá bauð þingflokkur framsóknarmanna upp á kaffi og hnallþóru henni til heiðurs. Valgerður sat í tæp 22 ár á þingi. Hún var iðnaðar- og viðskiptaráðherra frá 1999 til 2006 og síðar utanríkisráðherra. 4.4.2009 18:38
Vill berjast fyrir aðildarsamningi við ESB „Ég ákvað að taka sæti á lista Samfylkingarinnar til þess að berjast fyrir aðildarsamningi við Evrópusambandið," segir Baldur Þórhallsson. Baldur skipar sjötta sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann hefur hingað til verið betur þekktur sem fræðimaður á sviði stjórnmála fremur en þátttakandi. 4.4.2009 19:00
TF - EIR aðstoðar skíðamann Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-EIR var kölluð út til að aðstoða mann í gönguskíðahópi sem fékk aðsvif og sjóntruflanir. Hópurinn var 4.4.2009 18:49
Drekinn þarf 70-80 dollara olíuverð Olíuverð þyrfti að vera milli sjötíu og áttatíu dollarar tunnan og mikil olía að finnast til að menn ráðist í uppbyggingu á Drekasvæðinu, að mati sérfræðinga í Noregi. Minnst átta ár eru í að olíuvinnsla geti verið komin þar á fullt. 4.4.2009 18:51
Kristbjörg komin í lag Kristbjörg HF-177 er farin að draga net að nýju, en eins og fréttastofa greindi frá fyrr í dag varð skipið aflvana og voru því þyrlur Landhelgisgæslunnar og bátur frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu send til aðstoðar. Fimmtán manns eru í skipinu. 4.4.2009 16:55
Össuri líst vel á nýjan framkvæmdastjóra NATO Barack Obama, Bandaríkjaforseti, vill koma til Íslands. Þetta sagði hann í samtali við Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra en þeir eru báðir staddir á leiðtogafundi NATO í Strassborg. Össur segir að Obama verði boðið formlega í heimsókn. 4.4.2009 15:44
Kosið verði til stjórnlagaþings og sveitastjórna á sama tíma Gert er ráð fyrir að kosningar til stjórnlagaþings fari fram samhliða sveitastjórnarkosningum 2010. Þingið starfi frá 17 júní 2010 til 17 júní 2011. 4.4.2009 15:00
Viðamikil björgunaraðgerð vegna aflvana báts Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Oddur V. Gíslason úr Grindavík, var kallað út rétt eftir klukkan eitt vegna aflvana skips sem rak í átt að Krísuvíkurbjargi. Um fimm mínútum síðar lét björgunarskipið úr höfn 4.4.2009 14:01
Kenna atvinnulausum iðnaðarmönnum að varðveita gömul hús Reykjavíkurborg mun leita samstarfs við ríkisvaldið, Vinnumálastofnun, Samtök iðnaðarins og aðra vegna sérstaks atvinnuátaksverkefnis til að hefja uppbyggingu og endurgerð sögufrægra eldri húsa í Reykjavík. 4.4.2009 13:14
Blaðamannafélagið undrast afstöðu FME gagnvart blaðamönnum Blaðamannafélag Íslands undrast að Fjármálaeftirlitið skuli telja það til forgangsverkefna að beina spjótum sínum að blaðamönnum sem eru að reyna að varpa ljósi á bankahrunið. Þetta kemur fram í ályktun sem félagið hefur sent frá sér. 4.4.2009 12:38
Þurfa að brúa allt að 55 milljarða gat Ríkisstjórnin þarf brúa 35 til 55 milljarða króna fjárlagagat á næsta ári til að standast áætlanir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Fjármálaráðherra boðar skattahækkanir og niðurskurð. 4.4.2009 12:30
Háskólinn þarf meira fjármagn fyrir sumarnám Háskóli Íslands getur ekki orðið við óskum stúdenta um sumarnám að verulegu leyti nema til komi auknar fjárveitingar til Háskólans. Málið var rætt á fundi háskólaráðs á fimmtudag og þar lýstu fulltrúar í háskólaráði ríkum vilja til þess að finna farsæla og skjóta lausn á málinu. 4.4.2009 11:04