Rayo Vallecano stöðvaði full­komna byrjun Börsunga

Heimamenn fagna jöfnunarmarki kvöldsins.
Heimamenn fagna jöfnunarmarki kvöldsins. Angel Martinez/Getty Images

Eftir tvo sigra í fyrstu tveimur leikjum spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu þurftu Spánarmeistarar Barcelona að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Rayo Vallecano í kvöld.

Fyrir leik bjuggust kannski flestir við því að Börsungar myndu hafa nokkra yfirburði í leiknum, en sú varð hins vegar ekki raunin.

Heimamenn í Rayo Vallecano fengu nóg af hættulegum færum í kvöld, en það voru þó Börsungar sem urðu fyrri til að brjóta ísinn þegar Lamine Yamal skoraði af vítapunktinum á 40. mínútu.

Staðan því 0-1 þegar flautað var til hálfleiks, en Fran Pérez jafnaði metin fyrir heimamenn þegar rétt rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka.

Þrátt fyrir ágætis færi á báða bóga á síðustu mínútum leiksins tókst hvorugu liðinu að finna sigurmark og niðurstaðan varð 1-1 jafntefli.

Börsungar eru því með sjö stig eftir þrjá leiki á tímabilinu, en Rayo Vallecano er með fjögur.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira