Innlent

Sjö mótmælendur handteknir í Kópavogi

Sjö manns voru handteknir þegar hópur fólks mótmælti fyrir utan heimili Hauks Guðmundssonar, forstjóra útlendingastofnunnar, eftir hádegi í dag. Fólkið er enn í haldi lögreglunnar, en það var að mótmæla meðferð íslenskra stjórnvalda á málum hælisleitenda hér á landi.

Það voru á þriðja tug manna sem mótmæltu og var bæði um að ræða Íslendinga og útlendinga. Segir lögreglan að fólkið hafi ekki sinnt fyrirmælum um að víkja af svæðinu. Þá segir lögreglan að ekki sé hægt að líða það þegar að sótt sé að heimilum fólks.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×