Fleiri fréttir Sakar skilanefndina um að vinna fyrir MP Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri Kaupþings segir skilanefnd SPRON starfa eins og markaðsdeild fyrir MP Banka. Fyrrverandi viðskiptavinur fékk tölvupóst frá SPRON með hvatningu um að skrá sig í viðskipti á vefsíðu 4.4.2009 07:00 Funduðu án foreldra fórnarlambsins Skólastjóri Hamraskóla í Grafarvogi fundaði í gær með foreldrum bekkjarsystkina drengs sem orðið hefur fyrir alvarlegu einelti í skólanum frá áramótum. Á fundinum var einnig yfirkennari skólans og fulltrúi menntasviðs Reykjavíkurborgar. Foreldrum drengsins var hins vegar ekki boðið á fundinn. Faðir drengsins, sem ekki vill láta nafns síns getið sonar síns vegna, segir að sér þyki afar undarlegt að hafa ekki fengið að sitja fundinn. Hann hafi rætt við fulltrúa menntasviðs, sem var á fundinum, og hann hafi tekið í sama streng. 4.4.2009 06:45 Léttskýjað og létt lund um páska Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur segir von á hæglátu páskaveðri en þó ekki sérlega hlýju þar sem við siglum í næstu viku í kaldara loft eftir að hafa notið vorviðrisdaga. 4.4.2009 06:30 Engir enn sótt um aðlögun Enn hefur enginn sótt um greiðsluaðlögun til Héraðsdóms Reykjavíkur á grundvelli nýrra laga sem Alþingi samþykkti á þriðjudag. Eins og komið hefur fram telur dómsmálaráðuneytið að umsækjendur um greiðsluaðlögun byggða á þessum tilteknum lögum verði á bilinu 100 til 200. 4.4.2009 06:30 Sleppa við að taka samræmdu prófin Samræmd próf verða ekki haldin í tíunda bekk í vor og sleppur því árgangurinn sem nú er í tíunda bekk alfarið við samræmd próf. Framhaldsskólarnir hafa ekki lengur samræmdar einkunnir til að fara eftir við val inn í skólana. 4.4.2009 06:30 Félög mega kaupa einbýlishúsalóðir Þrátt fyrir að nýjar reglur um lóðaúthlutanir séu ekki enn tilbúnar verður komið til móts við lóðaumsækjendur í Reykjavík með gildistöku nokkurra undantekningaákvæða frá núverandi úthlutunarreglum. 4.4.2009 06:15 Krónan rúin trausti Viðskiptaráð segir gjaldeyrishöftin stefna þjóðinni inn á braut einangrunar. Sársaukafullt getur reynst að brjótast undan þeim, segir framkvæmdastjórinn. Ráðið telur haftastefnuna ekki duga til að koma í veg fyrir fjármagnsflótta. 4.4.2009 06:00 Byggingarlóð fyrir landskika Hjón sem eiga 1.750 fermetra spildu í Úlfarsárdal fá henni skipt í byggingarlóð fyrir einbýlishús. Spilda hjónanna er nokkuð austan við íbúðarbyggðina sem Reykjavíkurborg hefur skipulagt og geta þau því ekki reist einbýlishús á sinni lóð. 4.4.2009 06:00 Kynning með plokkfisksveislu „Það ber að hneigja sig og beygja fyrir fyrirtækjum sem gleyma ekki mikilvægi menningarstarfsemi á tímum sem þessum,“ segir Jón Þór Þorleifsson, skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður sem verður haldin á Ísafirði í sjötta sinn um næstu helgi. 4.4.2009 05:30 Tveir hafa sagt sig úr stjórninni Veruleg uppstokkun á sér stað á stjórn Íslenskrar ættleiðingar þessa dagana. Formaður félagsins náði ekki endurkjöri á aðalfundi sem haldinn var nýlega. Þá hafa tveir stjórnarmenn sagt sig úr stjórn og öllum trúnaðarstörfum fyrir félagið. Annar stjórnarmaðurinn segir af sér þar sem hún sér sér ekki fært að starfa innan hinnar nýju stjórnar, samkvæmt fundargerð félagsins, og telur sig ekki njóta trausts félagsmanna, hinn segir af sér af persónulegum ástæðum. 4.4.2009 05:00 Langholtskirkju gefnar 17 milljónir króna Langholtssöfnuði verða gefnar eftir 16,7 milljónir af 49,8 milljóna eftirstöðvum skuldar við Reykjavíkurborg. Borgarráð staðfesti samkomulag þess efnis á fimmtudaginn. 4.4.2009 05:00 Samræmd úrræði í greiðsluerfiðleikum Hætt hefur verið við að koma fasteignaveðlánum í skjól hjá Íbúðalánasjóði. Í staðinn er búið að samræma úrræði fyrir fólk í greiðsluerfiðleikum. Unnið er að samræmingu vegna myntkörfulána og verður hún kynnt á næstu dögum. 4.4.2009 04:45 Gæludýrin fá nýtt heimili Í Garðheimum geta dýravinir orðið sér úti um gæludýr um helgina en Dýrahjálp Íslands stendur þar fyrir Ættleiðingardögum. 4.4.2009 04:45 Fáir fengu þúsundir milljarða Útlán til hundrað stærstu skuldara föllnu viðskiptabankanna var um helmingur heildarútlána þeirra. Því er ljóst að um 300 aðilar hafa fengið að láni þúsundir milljarða í því ljósi að heildareignir bankanna, sem að stórum hluta eru útlán, námu tífaldri landsframleiðslu þegar mest var. Rannsóknarnefnd Alþingis vinnur nú að frekari greiningu á útlánum bankanna og þróun þessara lána með tilliti til trygginga og í hvað verið var að lána. 4.4.2009 04:30 Málningu skvett á hús Hannesar Rauðri málningu var í gær skvett á hús Hannesar Smárasonar á Fjölnisvegi. Sjálfur var Hannes ekki heima þegar spjöllin voru unnin en starfslið hans kallaði skjótt til málara til að lagfæra skemmdirnar. 4.4.2009 04:30 LÍÚ mun bregðast við með aðgerðum Framkvæmdastjóri LÍÚ trúir ekki að stjórnarflokkarnir láti verða af hugmyndum sínum um afturköllun aflaheimilda. Geri þeir það grípi útvegsmenn til aðgerða. Samfylkingin hefur ekki útfært hugmyndir sínar en vill ná sátt um kerfið. 4.4.2009 04:30 700 fleiri konur á kjörskránni Á kjörskrá vegna alþingiskosninganna í apríl eru 227.896 kjósendur, þar af eru konur 114.295 en karlar 113.601. Konur eru því 694 eða 0,6 prósentum fleiri en karlar, að því er fram kemur í tölum frá Hagstofunni. Í kosningunum 2007 voru 221.330 á kjörskrá. Fjölgunin nemur 3,0 prósentum. 4.4.2009 04:15 Segir forseta Alþingis taka við fyrirmælum frá Jóhönnu Björn Bjarnason heldur áfram að gagnrýna Guðbjart Hannesson, forseta Alþingis, og segir hann ósjálfstæðan og hafa sýnt að hann eigi ekki síðasta orðið sem forseti heldur Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. 3.4.2009 23:01 Brennuvargarnir í Eyjum játuðu Þrír menn sem hafa verið í haldi lögreglunnar í Vestmannaeyjum vegna rútubruna í fyrrinótt hafa allir játað aðild að íkveikjunni. Einn mannanna er í Slökkviliði Vestmannaeyja og annar hefur sótt um inngöngu þar. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. 3.4.2009 22:34 Nagladekk óleyfileg eftir 15. apríl Nagladekk eru óleyfileg undir bifreiðum eftir 15. apríl 2009. Nagladekk spæna upp malbik hundrað sinnum hraðar en önnur dekk og eru áhrifamikill valdur að svifryksmengun í Reykjavík, að fram kemur í tilkynningu frá Umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar. 3.4.2009 22:13 21 sjálfstæðismaður vill ræða stjórnarskrárfrumvarpið Frumvarp um breytingar á stjórnarskránni er enn til umræðu á Alþingi en þingfundur hófst klukkan 11 í morgun. Málið var rætt fram yfir miðnætti í gær og lauk þingfundi ekki fyrir enn á þriðja tímanum í nótt. 21 sjálfstæðismaður auk Kristins H. Gunnarssonar eru nú á mælendaskrá og bíða þess að taka til máls. 3.4.2009 21:35 Ástþór: Rifist um plástra sem passa á meiddið „Ég verð að segja það í fyrsta lagi þá líður mér hérna eins og ég sé kominn á Borgarspítala og nýbúið sé að draga mig úr einhverjum rústum eftir stóran jarðskjálfta og hjúkkurnar á sjúkrastofunni eru að rífast um það um það hvaða plástrar passi á meiddið,“ sagði Ástþór Magnússon, talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar. 3.4.2009 21:11 „Bíðið bara þangað til græningjarnir koma líka til Íslands“ Olíuútboð Íslendinga eykur þrýsting á ríkisstjórn Noregs að leyfa olíuleit á norska hluta Jan Mayen-svæðisins. Andstaða er innan norsku stjórnarflokkanna gegn nýjum vinnslusvæðum á norðurslóðum. 3.4.2009 19:30 300 aðilar fengur 4000 milljarða að láni Um 300 hundruð aðilar fengu yfir 4000 milljarða króna að láni hjá stóru bönkunum þremur. Lán til þessara aðila nema gervöllum skatttekjum ríkisins í meira en áratug. 3.4.2009 18:33 „Öll svona mál eru gríðarlega viðkvæm“ Eineltismál eru í ólestri í Hamraskóla þar sem sex ára drengur var nýlega stunginn og barinn. Þetta segir móðir drengs sem beittur var einelti í skólanum í mörg ár. Meðal annars af starfsmanni skólans sem áminntur var fyrir að beita son hennar ofbeldi. 3.4.2009 19:12 Sjö bændur á framboðslista Frjálslyndra Búið er að samþykja framboðslista Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi. Sem fyrr mun formaður flokksins, Guðjónar Arnar Kristjánsson, leiða framboðið í kjördæminu. Athygli vekur að sjö bændur eiga sæti á framboðslistanum en 18 frambjóðendur skipa listann. 3.4.2009 17:50 Fullveldissinnar hætta við framboð L-listi fullveldissinna hefur ákveðið að bjóða ekki fram í komandi alþingiskosningum eins og ætlunin var að gera. Í tilkynningu frá L-listanum kemur fram að ákvörðun þessa efnis hafi verið tekin á fundi í dag. Hreyfingin muni hinsvegar starfa áfram sem frjáls framboðs- og sjálfstæðishreyfing. 3.4.2009 16:57 Heilbrigðisráðuneytið og Hrafnista undirrita samkomulag Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, og Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistuheimilanna, undirrituðu í dag samning um rekstur 20 rýma fyrir aldraða sem þurfa svokallaða skammtímavistun og um rekstur 30 dagdeildarrýma. Gildistími samningsins er fimm ár. 3.4.2009 15:38 Forstjóri FME: Löngu hættur að hugsa um Hafskipsmálið Gunnar Þ. Andersen nýráðinn forstjóri Fjármálaeftirlitsins rak útibú Cosmos dótturfyrirtækis Hafskipa í New York fyrir rúmum tuttugu árum síðan. Hann segir aðspurður um aðkomu sína að Hafskipsmálinu að það sé gamalt mál sem hann sé löngu hættur að hugsa um. Honum líkaði þó ekki starfið hjá Hafskipum og sagði upp. „Það samræmdist ekki upplifinu minni af siðferði," segir Gunnar sem var hjá Landsbankanum þegar Björgólfur Guðmundsson keypti bankann. Þá sagði hann líka upp störfum. Nú er Gunnar hinsvegar orðinn forstjóri Fjármálaeftirlitsins sem hann segir mikinn heiður en um leið mikla áskorun. 3.4.2009 15:26 Karen komin í leitirnar Karen Lind Sigurpálsdóttir, stúlkan sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gær er fundin. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fannst Karen í Hveragerði, heil á húfi. 3.4.2009 15:19 Bryndís Hlöðversdóttir stjórnarformaður í Landsvirkjun Á aðalfundi Landsvirkjunar sem fram fór í dag var kjörin ný stjórn fyrirtækisins til eins árs og verður Bryndís Hlöðversdóttir, aðstoðarrektor Háskólans á Bifröst formaður stjórnar. Hún tekur við af Ingimundi Sigurpálssyni sem verður almennur stjórnarmaður. 3.4.2009 15:09 Ekið á barn á Sundlaugarveginum Ekið var á barn á þriðja tímanum í dag á Sundlaugarvegi í Reykjavík. Barnið var flutt á slysadeild til aðhlynningar en óvíst er um hvort meiðsl þess eru alvarleg. Nokkrar tafir urðu á umferð á svæðinu vegna slyssins. 3.4.2009 14:34 Olíufélögin dæmd til þess að greiða Vestmannaeyjabæ 10 milljónir Ker, Skeljungur og Olíuverzlun Íslands voru í morgun dæmd til þess að greiða Vestmannaeyjabæ 10 milljónir króna í bætur vegna tjóns er hlaust af útboði vegna eldsneytiskaupa í apríl 1997, vegna samráðs olíufélaganna við gerð tilboða. Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestamannaeyjum fagnar niðurstöðu héraðsdóms og segir þá sem stýrðu þessum brotum hafa grafið undan trausti fólks á starfsemi viðskiptalífsins. 3.4.2009 14:34 Smíði gæsluvélarinnar gengið ævintýralega vel Ný flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF kemur til landsins þann 9. júlí og er það nokkuð á undan áætlun að því er fram kemur í tikynningu. Smíðin hefur gengið ævintýralega vel. 3.4.2009 13:17 Tapaði fyrir skattstjóra - áfrýjar til Hæstaréttar Borgar Þór Einarsson lögfræðingur tapaði í dag máli gegn skattstjóranum í Reykjavík. Borgar stefndi skattstjóra og krafðist þess að viðurkennt yrði með dómi að skattsjóranum í Reykjavík væri óheimilt að leggja fram til sýnis álagningaskrá þar sem tilgreindir eru þeir skattar sem lagðir hafa verið á sig samkvæmt lögum um tekjuskatt. 3.4.2009 13:12 Litháískir amfetamínbræður í gæsluvarðhald Litháískir bræður voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær vegna innflutnings á fíkniefnum. Mennirnir voru stöðvaðir í Leifsstöð í fyrrakvöld en talið er að þeir hafi verið með um 2-300 grömm af amfetamíni innvortis. 3.4.2009 12:13 Samkomulag um samræmingu úrræða Undirritað hefur verið samkomulag milli stjórnvalda og allra lánveitenda fasteignaveðlána hér á landi um samræmingu úrræða fyrir einstaklinga og heimili sem eru í greiðsluerfiðleikum vegna fasteignaveðlána. 3.4.2009 12:00 Belginn talinn hafa náð að losa handjárnin Gilles Romain Chaterine Classens, 21 árs gamall Belgi sem slapp frá lögreglunni á Suðurnesjum í gær er talinn hafa náð að losa handjárn sem hann var í þegar lögregla flutti hann á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í myndatöku. Belginn var handtekinn í Leifsstöð grunaður um að hafa fíkniefni innvortis. Hann játaði brot sitt en slapp þegar flytja átti hann í svokallaða gegnumlýsingu. Gilles var á flótta í tólf tíma en var síðan handtekinn í morgun. 3.4.2009 11:55 Gunnar Þ. Andersen nýr forstjóri FME Gunnar Þ. Andersen, framkvæmdastjóri, hefur verið ráðinn forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Starfsfólki stofnunarinnar var kynnt þessi ákvörðun viðskiptaráðherra fyrir stundu. Gunnar hefur starfað hjá Tryggingastofnun ríkisins frá 2006, fyrst sem forstöðumaður eftirlits en nú síðast sem framkvæmdastjóri Þróunar- og greiningarsviðs og staðgengill forstjóra. 3.4.2009 11:23 Segir brjálað að gera á fasteignamarkaðnum Í síðasta mánuði voru gerðir 149 kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu sem er töluverð aukning frá því sem verið hefur. Þar af var fasteignasalan Remax Lind með 32 samninga sem er 30% aukning á milli mánaða. Hannes Steindórsson sölumaður fasteigna hjá Remax Lind segir apríl hafa byrjað af krafti og í raun sé brjálað að gera. Verðin hafa farið niður og markaðurinn er að átta sig á því. 3.4.2009 11:01 Lýðræðishreyfingin býður Magnús Ólafsson velkominn Ekki er farið í manngreinarálit hjá xP Lýðræðishreyfingunni. Hjá xP eru allir velkomnir. Það eru síðan kjósendur sjálfir sem velja sína þingmenn af lista xP í persónukjöri og engin önnur uppröðun fer fram á listum Lýðræðishreyfingarinnar. 3.4.2009 09:28 Níu í fangageymslum eftir erilsama nótt Óvenjumikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og fram á nótt vegna ölvunar og óspekta og gista níu manns fangageymslur. Fleiri voru teknir úr umferð tímabundið, en sleppt þegar þeir höfðu róast. 3.4.2009 07:19 Tekinn á 150 á Sæbraut Lögregla stöðvaði 19 ára ökumann í nótt, eftir að hann hafði mælst á liðlega 150 kílómetra hraða á Sæbraut, þar sem hámarkshraði er 60 kílómetrar á klukkustund. Hann stöðvaði bílinn ekki alveg strax, en dró úr hraða og nam loks staðar á Reykjanesbraut í Kópavogi. 3.4.2009 07:16 Sluppu ómeiddir úr bílveltu Tveir ungir menn sluppu ómeiddir þegar bíll þeirra valt heila veltu út af Ólafsfjarðarvegi, á móts við Hofteig, á ellefta tímanum í gærkvöldi. Hálka og krapi var á veginum þegar óhappið varð. Að sögn lögreglu voru þeir heppnir að sleppa ómeiddir miðað við ástand bílsins eftir veltuna. 3.4.2009 07:14 Belginn gripinn í miðbæ Keflavíkur Lögreglumenn á Suðurnesjum fundu rétt um sexleytið í morgun belgískan karlmann, sem leitað hefur verið síðan hann slapp úr höndum lögreglunnar á sjönda tímanum í gærkvöldi. Þá var verið að flytja hann á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til gegnumlýsingar vegna gruns um að hann væri að smygla fíkniefnum innvortis. 3.4.2009 07:10 Sjá næstu 50 fréttir
Sakar skilanefndina um að vinna fyrir MP Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri Kaupþings segir skilanefnd SPRON starfa eins og markaðsdeild fyrir MP Banka. Fyrrverandi viðskiptavinur fékk tölvupóst frá SPRON með hvatningu um að skrá sig í viðskipti á vefsíðu 4.4.2009 07:00
Funduðu án foreldra fórnarlambsins Skólastjóri Hamraskóla í Grafarvogi fundaði í gær með foreldrum bekkjarsystkina drengs sem orðið hefur fyrir alvarlegu einelti í skólanum frá áramótum. Á fundinum var einnig yfirkennari skólans og fulltrúi menntasviðs Reykjavíkurborgar. Foreldrum drengsins var hins vegar ekki boðið á fundinn. Faðir drengsins, sem ekki vill láta nafns síns getið sonar síns vegna, segir að sér þyki afar undarlegt að hafa ekki fengið að sitja fundinn. Hann hafi rætt við fulltrúa menntasviðs, sem var á fundinum, og hann hafi tekið í sama streng. 4.4.2009 06:45
Léttskýjað og létt lund um páska Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur segir von á hæglátu páskaveðri en þó ekki sérlega hlýju þar sem við siglum í næstu viku í kaldara loft eftir að hafa notið vorviðrisdaga. 4.4.2009 06:30
Engir enn sótt um aðlögun Enn hefur enginn sótt um greiðsluaðlögun til Héraðsdóms Reykjavíkur á grundvelli nýrra laga sem Alþingi samþykkti á þriðjudag. Eins og komið hefur fram telur dómsmálaráðuneytið að umsækjendur um greiðsluaðlögun byggða á þessum tilteknum lögum verði á bilinu 100 til 200. 4.4.2009 06:30
Sleppa við að taka samræmdu prófin Samræmd próf verða ekki haldin í tíunda bekk í vor og sleppur því árgangurinn sem nú er í tíunda bekk alfarið við samræmd próf. Framhaldsskólarnir hafa ekki lengur samræmdar einkunnir til að fara eftir við val inn í skólana. 4.4.2009 06:30
Félög mega kaupa einbýlishúsalóðir Þrátt fyrir að nýjar reglur um lóðaúthlutanir séu ekki enn tilbúnar verður komið til móts við lóðaumsækjendur í Reykjavík með gildistöku nokkurra undantekningaákvæða frá núverandi úthlutunarreglum. 4.4.2009 06:15
Krónan rúin trausti Viðskiptaráð segir gjaldeyrishöftin stefna þjóðinni inn á braut einangrunar. Sársaukafullt getur reynst að brjótast undan þeim, segir framkvæmdastjórinn. Ráðið telur haftastefnuna ekki duga til að koma í veg fyrir fjármagnsflótta. 4.4.2009 06:00
Byggingarlóð fyrir landskika Hjón sem eiga 1.750 fermetra spildu í Úlfarsárdal fá henni skipt í byggingarlóð fyrir einbýlishús. Spilda hjónanna er nokkuð austan við íbúðarbyggðina sem Reykjavíkurborg hefur skipulagt og geta þau því ekki reist einbýlishús á sinni lóð. 4.4.2009 06:00
Kynning með plokkfisksveislu „Það ber að hneigja sig og beygja fyrir fyrirtækjum sem gleyma ekki mikilvægi menningarstarfsemi á tímum sem þessum,“ segir Jón Þór Þorleifsson, skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður sem verður haldin á Ísafirði í sjötta sinn um næstu helgi. 4.4.2009 05:30
Tveir hafa sagt sig úr stjórninni Veruleg uppstokkun á sér stað á stjórn Íslenskrar ættleiðingar þessa dagana. Formaður félagsins náði ekki endurkjöri á aðalfundi sem haldinn var nýlega. Þá hafa tveir stjórnarmenn sagt sig úr stjórn og öllum trúnaðarstörfum fyrir félagið. Annar stjórnarmaðurinn segir af sér þar sem hún sér sér ekki fært að starfa innan hinnar nýju stjórnar, samkvæmt fundargerð félagsins, og telur sig ekki njóta trausts félagsmanna, hinn segir af sér af persónulegum ástæðum. 4.4.2009 05:00
Langholtskirkju gefnar 17 milljónir króna Langholtssöfnuði verða gefnar eftir 16,7 milljónir af 49,8 milljóna eftirstöðvum skuldar við Reykjavíkurborg. Borgarráð staðfesti samkomulag þess efnis á fimmtudaginn. 4.4.2009 05:00
Samræmd úrræði í greiðsluerfiðleikum Hætt hefur verið við að koma fasteignaveðlánum í skjól hjá Íbúðalánasjóði. Í staðinn er búið að samræma úrræði fyrir fólk í greiðsluerfiðleikum. Unnið er að samræmingu vegna myntkörfulána og verður hún kynnt á næstu dögum. 4.4.2009 04:45
Gæludýrin fá nýtt heimili Í Garðheimum geta dýravinir orðið sér úti um gæludýr um helgina en Dýrahjálp Íslands stendur þar fyrir Ættleiðingardögum. 4.4.2009 04:45
Fáir fengu þúsundir milljarða Útlán til hundrað stærstu skuldara föllnu viðskiptabankanna var um helmingur heildarútlána þeirra. Því er ljóst að um 300 aðilar hafa fengið að láni þúsundir milljarða í því ljósi að heildareignir bankanna, sem að stórum hluta eru útlán, námu tífaldri landsframleiðslu þegar mest var. Rannsóknarnefnd Alþingis vinnur nú að frekari greiningu á útlánum bankanna og þróun þessara lána með tilliti til trygginga og í hvað verið var að lána. 4.4.2009 04:30
Málningu skvett á hús Hannesar Rauðri málningu var í gær skvett á hús Hannesar Smárasonar á Fjölnisvegi. Sjálfur var Hannes ekki heima þegar spjöllin voru unnin en starfslið hans kallaði skjótt til málara til að lagfæra skemmdirnar. 4.4.2009 04:30
LÍÚ mun bregðast við með aðgerðum Framkvæmdastjóri LÍÚ trúir ekki að stjórnarflokkarnir láti verða af hugmyndum sínum um afturköllun aflaheimilda. Geri þeir það grípi útvegsmenn til aðgerða. Samfylkingin hefur ekki útfært hugmyndir sínar en vill ná sátt um kerfið. 4.4.2009 04:30
700 fleiri konur á kjörskránni Á kjörskrá vegna alþingiskosninganna í apríl eru 227.896 kjósendur, þar af eru konur 114.295 en karlar 113.601. Konur eru því 694 eða 0,6 prósentum fleiri en karlar, að því er fram kemur í tölum frá Hagstofunni. Í kosningunum 2007 voru 221.330 á kjörskrá. Fjölgunin nemur 3,0 prósentum. 4.4.2009 04:15
Segir forseta Alþingis taka við fyrirmælum frá Jóhönnu Björn Bjarnason heldur áfram að gagnrýna Guðbjart Hannesson, forseta Alþingis, og segir hann ósjálfstæðan og hafa sýnt að hann eigi ekki síðasta orðið sem forseti heldur Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. 3.4.2009 23:01
Brennuvargarnir í Eyjum játuðu Þrír menn sem hafa verið í haldi lögreglunnar í Vestmannaeyjum vegna rútubruna í fyrrinótt hafa allir játað aðild að íkveikjunni. Einn mannanna er í Slökkviliði Vestmannaeyja og annar hefur sótt um inngöngu þar. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. 3.4.2009 22:34
Nagladekk óleyfileg eftir 15. apríl Nagladekk eru óleyfileg undir bifreiðum eftir 15. apríl 2009. Nagladekk spæna upp malbik hundrað sinnum hraðar en önnur dekk og eru áhrifamikill valdur að svifryksmengun í Reykjavík, að fram kemur í tilkynningu frá Umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar. 3.4.2009 22:13
21 sjálfstæðismaður vill ræða stjórnarskrárfrumvarpið Frumvarp um breytingar á stjórnarskránni er enn til umræðu á Alþingi en þingfundur hófst klukkan 11 í morgun. Málið var rætt fram yfir miðnætti í gær og lauk þingfundi ekki fyrir enn á þriðja tímanum í nótt. 21 sjálfstæðismaður auk Kristins H. Gunnarssonar eru nú á mælendaskrá og bíða þess að taka til máls. 3.4.2009 21:35
Ástþór: Rifist um plástra sem passa á meiddið „Ég verð að segja það í fyrsta lagi þá líður mér hérna eins og ég sé kominn á Borgarspítala og nýbúið sé að draga mig úr einhverjum rústum eftir stóran jarðskjálfta og hjúkkurnar á sjúkrastofunni eru að rífast um það um það hvaða plástrar passi á meiddið,“ sagði Ástþór Magnússon, talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar. 3.4.2009 21:11
„Bíðið bara þangað til græningjarnir koma líka til Íslands“ Olíuútboð Íslendinga eykur þrýsting á ríkisstjórn Noregs að leyfa olíuleit á norska hluta Jan Mayen-svæðisins. Andstaða er innan norsku stjórnarflokkanna gegn nýjum vinnslusvæðum á norðurslóðum. 3.4.2009 19:30
300 aðilar fengur 4000 milljarða að láni Um 300 hundruð aðilar fengu yfir 4000 milljarða króna að láni hjá stóru bönkunum þremur. Lán til þessara aðila nema gervöllum skatttekjum ríkisins í meira en áratug. 3.4.2009 18:33
„Öll svona mál eru gríðarlega viðkvæm“ Eineltismál eru í ólestri í Hamraskóla þar sem sex ára drengur var nýlega stunginn og barinn. Þetta segir móðir drengs sem beittur var einelti í skólanum í mörg ár. Meðal annars af starfsmanni skólans sem áminntur var fyrir að beita son hennar ofbeldi. 3.4.2009 19:12
Sjö bændur á framboðslista Frjálslyndra Búið er að samþykja framboðslista Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi. Sem fyrr mun formaður flokksins, Guðjónar Arnar Kristjánsson, leiða framboðið í kjördæminu. Athygli vekur að sjö bændur eiga sæti á framboðslistanum en 18 frambjóðendur skipa listann. 3.4.2009 17:50
Fullveldissinnar hætta við framboð L-listi fullveldissinna hefur ákveðið að bjóða ekki fram í komandi alþingiskosningum eins og ætlunin var að gera. Í tilkynningu frá L-listanum kemur fram að ákvörðun þessa efnis hafi verið tekin á fundi í dag. Hreyfingin muni hinsvegar starfa áfram sem frjáls framboðs- og sjálfstæðishreyfing. 3.4.2009 16:57
Heilbrigðisráðuneytið og Hrafnista undirrita samkomulag Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, og Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistuheimilanna, undirrituðu í dag samning um rekstur 20 rýma fyrir aldraða sem þurfa svokallaða skammtímavistun og um rekstur 30 dagdeildarrýma. Gildistími samningsins er fimm ár. 3.4.2009 15:38
Forstjóri FME: Löngu hættur að hugsa um Hafskipsmálið Gunnar Þ. Andersen nýráðinn forstjóri Fjármálaeftirlitsins rak útibú Cosmos dótturfyrirtækis Hafskipa í New York fyrir rúmum tuttugu árum síðan. Hann segir aðspurður um aðkomu sína að Hafskipsmálinu að það sé gamalt mál sem hann sé löngu hættur að hugsa um. Honum líkaði þó ekki starfið hjá Hafskipum og sagði upp. „Það samræmdist ekki upplifinu minni af siðferði," segir Gunnar sem var hjá Landsbankanum þegar Björgólfur Guðmundsson keypti bankann. Þá sagði hann líka upp störfum. Nú er Gunnar hinsvegar orðinn forstjóri Fjármálaeftirlitsins sem hann segir mikinn heiður en um leið mikla áskorun. 3.4.2009 15:26
Karen komin í leitirnar Karen Lind Sigurpálsdóttir, stúlkan sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gær er fundin. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fannst Karen í Hveragerði, heil á húfi. 3.4.2009 15:19
Bryndís Hlöðversdóttir stjórnarformaður í Landsvirkjun Á aðalfundi Landsvirkjunar sem fram fór í dag var kjörin ný stjórn fyrirtækisins til eins árs og verður Bryndís Hlöðversdóttir, aðstoðarrektor Háskólans á Bifröst formaður stjórnar. Hún tekur við af Ingimundi Sigurpálssyni sem verður almennur stjórnarmaður. 3.4.2009 15:09
Ekið á barn á Sundlaugarveginum Ekið var á barn á þriðja tímanum í dag á Sundlaugarvegi í Reykjavík. Barnið var flutt á slysadeild til aðhlynningar en óvíst er um hvort meiðsl þess eru alvarleg. Nokkrar tafir urðu á umferð á svæðinu vegna slyssins. 3.4.2009 14:34
Olíufélögin dæmd til þess að greiða Vestmannaeyjabæ 10 milljónir Ker, Skeljungur og Olíuverzlun Íslands voru í morgun dæmd til þess að greiða Vestmannaeyjabæ 10 milljónir króna í bætur vegna tjóns er hlaust af útboði vegna eldsneytiskaupa í apríl 1997, vegna samráðs olíufélaganna við gerð tilboða. Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestamannaeyjum fagnar niðurstöðu héraðsdóms og segir þá sem stýrðu þessum brotum hafa grafið undan trausti fólks á starfsemi viðskiptalífsins. 3.4.2009 14:34
Smíði gæsluvélarinnar gengið ævintýralega vel Ný flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF kemur til landsins þann 9. júlí og er það nokkuð á undan áætlun að því er fram kemur í tikynningu. Smíðin hefur gengið ævintýralega vel. 3.4.2009 13:17
Tapaði fyrir skattstjóra - áfrýjar til Hæstaréttar Borgar Þór Einarsson lögfræðingur tapaði í dag máli gegn skattstjóranum í Reykjavík. Borgar stefndi skattstjóra og krafðist þess að viðurkennt yrði með dómi að skattsjóranum í Reykjavík væri óheimilt að leggja fram til sýnis álagningaskrá þar sem tilgreindir eru þeir skattar sem lagðir hafa verið á sig samkvæmt lögum um tekjuskatt. 3.4.2009 13:12
Litháískir amfetamínbræður í gæsluvarðhald Litháískir bræður voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær vegna innflutnings á fíkniefnum. Mennirnir voru stöðvaðir í Leifsstöð í fyrrakvöld en talið er að þeir hafi verið með um 2-300 grömm af amfetamíni innvortis. 3.4.2009 12:13
Samkomulag um samræmingu úrræða Undirritað hefur verið samkomulag milli stjórnvalda og allra lánveitenda fasteignaveðlána hér á landi um samræmingu úrræða fyrir einstaklinga og heimili sem eru í greiðsluerfiðleikum vegna fasteignaveðlána. 3.4.2009 12:00
Belginn talinn hafa náð að losa handjárnin Gilles Romain Chaterine Classens, 21 árs gamall Belgi sem slapp frá lögreglunni á Suðurnesjum í gær er talinn hafa náð að losa handjárn sem hann var í þegar lögregla flutti hann á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í myndatöku. Belginn var handtekinn í Leifsstöð grunaður um að hafa fíkniefni innvortis. Hann játaði brot sitt en slapp þegar flytja átti hann í svokallaða gegnumlýsingu. Gilles var á flótta í tólf tíma en var síðan handtekinn í morgun. 3.4.2009 11:55
Gunnar Þ. Andersen nýr forstjóri FME Gunnar Þ. Andersen, framkvæmdastjóri, hefur verið ráðinn forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Starfsfólki stofnunarinnar var kynnt þessi ákvörðun viðskiptaráðherra fyrir stundu. Gunnar hefur starfað hjá Tryggingastofnun ríkisins frá 2006, fyrst sem forstöðumaður eftirlits en nú síðast sem framkvæmdastjóri Þróunar- og greiningarsviðs og staðgengill forstjóra. 3.4.2009 11:23
Segir brjálað að gera á fasteignamarkaðnum Í síðasta mánuði voru gerðir 149 kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu sem er töluverð aukning frá því sem verið hefur. Þar af var fasteignasalan Remax Lind með 32 samninga sem er 30% aukning á milli mánaða. Hannes Steindórsson sölumaður fasteigna hjá Remax Lind segir apríl hafa byrjað af krafti og í raun sé brjálað að gera. Verðin hafa farið niður og markaðurinn er að átta sig á því. 3.4.2009 11:01
Lýðræðishreyfingin býður Magnús Ólafsson velkominn Ekki er farið í manngreinarálit hjá xP Lýðræðishreyfingunni. Hjá xP eru allir velkomnir. Það eru síðan kjósendur sjálfir sem velja sína þingmenn af lista xP í persónukjöri og engin önnur uppröðun fer fram á listum Lýðræðishreyfingarinnar. 3.4.2009 09:28
Níu í fangageymslum eftir erilsama nótt Óvenjumikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og fram á nótt vegna ölvunar og óspekta og gista níu manns fangageymslur. Fleiri voru teknir úr umferð tímabundið, en sleppt þegar þeir höfðu róast. 3.4.2009 07:19
Tekinn á 150 á Sæbraut Lögregla stöðvaði 19 ára ökumann í nótt, eftir að hann hafði mælst á liðlega 150 kílómetra hraða á Sæbraut, þar sem hámarkshraði er 60 kílómetrar á klukkustund. Hann stöðvaði bílinn ekki alveg strax, en dró úr hraða og nam loks staðar á Reykjanesbraut í Kópavogi. 3.4.2009 07:16
Sluppu ómeiddir úr bílveltu Tveir ungir menn sluppu ómeiddir þegar bíll þeirra valt heila veltu út af Ólafsfjarðarvegi, á móts við Hofteig, á ellefta tímanum í gærkvöldi. Hálka og krapi var á veginum þegar óhappið varð. Að sögn lögreglu voru þeir heppnir að sleppa ómeiddir miðað við ástand bílsins eftir veltuna. 3.4.2009 07:14
Belginn gripinn í miðbæ Keflavíkur Lögreglumenn á Suðurnesjum fundu rétt um sexleytið í morgun belgískan karlmann, sem leitað hefur verið síðan hann slapp úr höndum lögreglunnar á sjönda tímanum í gærkvöldi. Þá var verið að flytja hann á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til gegnumlýsingar vegna gruns um að hann væri að smygla fíkniefnum innvortis. 3.4.2009 07:10