Innlent

Amfetamínverð snarhækkar en kannabis stendur í stað

Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi.
Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi.

Þrátt fyrir tíðar fréttir af því að lögregla hafi verið að uppræta kannabisverksmiðjur síðustu vikurnar hefur verðið á grammi af maríjuana ekki hækkað að neinu marki samkvæmt verðkönnun SÁÁ en þar er verð á algengustu fíkniefnum kannað mánaðarlega hjá þeim sem skrá sig í áfengis- og fíkniefnameðferð.

Gramm af kannabis kostar um það bil 3.400 krónur og hefur nær staðið í stað síðustu þrjá mánuði. Amfetamín hefur hins vegar snarhækkað í verði og kostar það nú samkvæmt könnun SÁÁ 6.980 krónur grammið en það er 1.300 króna hækkun frá síðustu mælingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×