Innlent

Líkamsárás í Lækjargötu: Karlmaður handtekinn



Karlmaður er í haldi lögreglunnar, grunaður um að hafa ráðist á mann í Lækjargötunni í morgun. Sá sem ráðist var á var fluttur á slysadeild og honum haldið sofandi í öndunarvél um stund. Hann er nú kominn úr öndunarvél en er undir eftirliti á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Lögreglan segir að vitni hafi gefið sig fram til lögreglunnar og það hafi leitt til þess að meintur árásarmaður fannst. Hann var yfirheyrður síðdegis.






Tengdar fréttir

Árás í Lækjargötu: Maðurinn úr öndunarvél

Maðurinn sem ráðist var á í Lækjargötu á fimmta tímanum í nótt er kominn úr öndunarvél en er ennþá til eftirlits á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×