Innlent

Össur neitaði að vera á ljósmynd með Brown

Össur Skarphéðinsson, utanríkis- og iðnaðarráðherra.
Össur Skarphéðinsson, utanríkis- og iðnaðarráðherra.

Össur Skarphéðinsson neitaði að láta mynda sig með Gordon Brown forsætisráðherra Breta á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem lauk í gær. Á bloggsíðu sinni lýsir Össur því þegar hann gekk í flasið á Brown þar sem hann var að láta mynda sig með Sarkozy Frakklandsforseta og Steve Harper, forsætisráðherra Kanadamanna.

Össur segir að Brown hafi viljað fá hann með á myndina sem hann hafi aftekið með öllu en tilkynnt honum að þeir þyrftu að ræða saman, væntanlega um Icesave málið.

Að sögn Össurar bætti Brown því þá við að líklega yrði slík ljósmynd hvorugum þeirra til framdráttar. Síðan hafi forsætisráðherrann rokið í burtu „eins og títuprjónn hefði stungist í viðkvæman líkamshluta," eins og Össsur orðaði það, og hittust þeir ekki meira á ráðstefnunni.

Blogg Össurar má lesa hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×