Innlent

Brennuvargur hættur í slökkviliðinu

Vestmannaeyjar. Mynd/ Sigurður Bogi Sævarsson
Vestmannaeyjar. Mynd/ Sigurður Bogi Sævarsson
Slökkviliðsmaðurinn sem hefur játað aðild að íkveikju í Vestmannaeyjum síðastliðinn miðvikudag hefur óskað eftir því að verða leystur frá skyldum sem slökkviliðsmaður og meðlimur i Björgunarfélagi Vestmannaeyja.

Það var á aðfararnótt miðvikudagsins sem kveikt var í hópferðabíl sem gjöreyðilagðist og húsnæði Björgunarfélags Vestmannaeyja. Þrír menn hafa játað aðild að málinu. Einn þeirra var bæði starfsmaður slökkviliðsins og meðlimur í Björgunarfélaginu. Annar stundaði nýliðaþjálfun hjá Björgunarfélaginu og hafði sótt nokkrar æfingar hjá slökkviliðinu til að kynnast starfinu, en hafði ekki aldur til að starfa með því. Þriðji einstaklingurinn tengist hvorki slökkviliiðinu né Björgunarfélaginu á nokkurn hátt, eftir því sem kemur fram í yfirlýsingunni sem birt er á Eyjar.net.

Í tilkynningunni segjast forsvarsmenn Slökkviliðs Vestmannaeyja og Björgunarfélags Vestmannaeyja harma að þeir einstaklingar, sem nú hafi játað aðild sína að brunanum, skuli hafa brugðist því mikla trausti sem borið var til þeirra í störfum sínum. Það sé von félaganna að umræddir atburðir hafi ekki rýrt traust almennings á slökkviliðinu og Björgunarfélaginu. Mikilvægt sé að viðhalda góðu samstarfi við fyrirtæki og einstaklinga og vonist félögin til þess að sá mikli velvilji sem félögunum hafi verið sýndur undanfarin ár haldist óbreyttur.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×