Innlent

Kristbjörg komin í lag

Kristbjörg HF-177 er farin að draga net að nýju, en eins og fréttastofa greindi frá fyrr í dag varð skipið aflvana og voru því þyrlur Landhelgisgæslunnar og bátur frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu send til aðstoðar. Fimmtán manns eru í skipinu. Þær upplýsingar fengust hjá áhöfn Kristbjargar að ein olíudælan hafi bilað og því hafi skipið orðið aflvana. Búið sé að bæta úr því sem olli biluninni.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×