Innlent

Eldur í gaskút í Breiðholti

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að Asparfelli á níunda tímanum í gærkvöldi vegna elds á fimmtu hæð. Svo virðist vera sem kviknað hafi í gaskút á svölum hússins. Slökkviliðsmenn náðu strax að skrúfa fyrir gaskútinn og slökkva eldinn. Eldurinn barst ekki inn í íbúðina og reykskemmdir voru sömuleiðis litlar. Enginn slasaðist við atvikið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×