Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2025 11:29 Donald Trump og þeir Narendra Modi og Xi Jinping. EPA og AP Leiðtogar Kína og Indlands, tveggja fjölmennustu ríkja heims, hétu því í morgun að verða félagar en ekki andstæðingar. Bæði ríkin hafa verið beitt umfangsmiklum tollum af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna en ráðamenn í Kína hafa einnig áhuga á því að draga úr áhrifum Bandaríkjanna í Asíu. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, og Xi Jinping, forseti Kína, funduðu á hliðarlínum ráðstefnu sem stendur nú yfir í Tianjin í Kína. Vladimír Pútin, forseti Rússlands, er einnig á ráðstefnunni auk rúmlega tuttugu annarra þjóðarleiðtoga sem eru flestir frá Mið-Asíu. Eftir fund þeirra sögðu Modi og Xi að samband ríkjanna færi batnandi, eftir langvarandi deilur sem snúið hafa meðal annars um landamæri ríkjanna í Himalæjafjöllum. Indland og Kína búa yfir tveimur af stærstu hagkerfum heims og nái ráðamenn ríkjanna að leysa deilurnar þeirra á milli gæti það reynst báðum ríkjum mjög hagstætt. Tollar Trumps á Indland hafa aukið á áhyggjur þar að Indverjar hafi sett of mörg af sínum eggjum í körfu Bandaríkjanna, ef svo má segja, og Xi sér tækifæri til að víkka gjánna milli Indlands og Bandaríkjanna. Samkvæmt frétt BBC lýsti Xi ríkjunum sem félögum og sagði að réttast væri fyrir bæði ríkin að vera vinir. Það yrði hagstæðast til lengri tíma. Modi sagði andrúmsloft friðar og stöðugleika ríkja milli þeirra. Vináttan sem endaði Modi og Trump hafa á undanförnum árum átt í mjög góðu sambandi þeirra á milli en það hefur breyst verulega á undanförnum mánuðum og þá sérstaklega eftir að Trump setti samtals fimmtíu prósenta toll á vörur frá Indlandi. Þá sagði Trump að það væri vegna kaupa Indverja á olíu frá Rússlandi. Trump er þó sagður reiður út í Modi af persónulegri ástæðum. Eftir að til átaka kom milli Indlands og Pakistan í sumar hefur Trump margsinnis lýst því yfir að hann hafi bundið enda á átökin, sem voru þau nýjustu í áratugalöngum og oft blóðugum deilum ríkjanna. New York Times segir að þegar Trump og Modi töluðu saman í síma þann 17. júní hafi Trump enn einu sinni minnst á það hve stoltur hann væri að hafa bundið enda á átökin. Þá nefndi hann að Pakistanar ætluðu að tilnefna hann til friðarverðlauna Nóbels og gaf þannig í skyn að Modi ætti einnig að gera það. Því mótmælti Modi og sagði að aðkoma Bandaríkjanna hefði haft lítil áhrif á átökin. Þau hefðu verið stöðvuð með beinum viðræðum Indverja og Pakistana. Sjá einnig: „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Samkvæmt heimildum NYT mótmælti Trump því ekki en tók ummælin nærri sér og hefur sambandið þeirra á milli súrnað verulega síðan, samhliða viðræðum um viðskipti milli ríkjanna. Trump hætti nýverið við ferðalag til Indlands og beitti umfangsmiklum tollum gegn Indlandi, eins og áður hefur komið fram, en Bandaríkin eru stærsta viðskiptafyrirtæki Indlands. Mörg bandarísk fyrirtæki hafa fært útibú sín frá Kína til Indlands á undanförnum árum. Þetta hefur leitt til mikillar reiði í garð Trumps Indlandi. Kína Indland Bandaríkin Rússland Donald Trump Nóbelsverðlaun Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Fleiri fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ Sjá meira
Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, og Xi Jinping, forseti Kína, funduðu á hliðarlínum ráðstefnu sem stendur nú yfir í Tianjin í Kína. Vladimír Pútin, forseti Rússlands, er einnig á ráðstefnunni auk rúmlega tuttugu annarra þjóðarleiðtoga sem eru flestir frá Mið-Asíu. Eftir fund þeirra sögðu Modi og Xi að samband ríkjanna færi batnandi, eftir langvarandi deilur sem snúið hafa meðal annars um landamæri ríkjanna í Himalæjafjöllum. Indland og Kína búa yfir tveimur af stærstu hagkerfum heims og nái ráðamenn ríkjanna að leysa deilurnar þeirra á milli gæti það reynst báðum ríkjum mjög hagstætt. Tollar Trumps á Indland hafa aukið á áhyggjur þar að Indverjar hafi sett of mörg af sínum eggjum í körfu Bandaríkjanna, ef svo má segja, og Xi sér tækifæri til að víkka gjánna milli Indlands og Bandaríkjanna. Samkvæmt frétt BBC lýsti Xi ríkjunum sem félögum og sagði að réttast væri fyrir bæði ríkin að vera vinir. Það yrði hagstæðast til lengri tíma. Modi sagði andrúmsloft friðar og stöðugleika ríkja milli þeirra. Vináttan sem endaði Modi og Trump hafa á undanförnum árum átt í mjög góðu sambandi þeirra á milli en það hefur breyst verulega á undanförnum mánuðum og þá sérstaklega eftir að Trump setti samtals fimmtíu prósenta toll á vörur frá Indlandi. Þá sagði Trump að það væri vegna kaupa Indverja á olíu frá Rússlandi. Trump er þó sagður reiður út í Modi af persónulegri ástæðum. Eftir að til átaka kom milli Indlands og Pakistan í sumar hefur Trump margsinnis lýst því yfir að hann hafi bundið enda á átökin, sem voru þau nýjustu í áratugalöngum og oft blóðugum deilum ríkjanna. New York Times segir að þegar Trump og Modi töluðu saman í síma þann 17. júní hafi Trump enn einu sinni minnst á það hve stoltur hann væri að hafa bundið enda á átökin. Þá nefndi hann að Pakistanar ætluðu að tilnefna hann til friðarverðlauna Nóbels og gaf þannig í skyn að Modi ætti einnig að gera það. Því mótmælti Modi og sagði að aðkoma Bandaríkjanna hefði haft lítil áhrif á átökin. Þau hefðu verið stöðvuð með beinum viðræðum Indverja og Pakistana. Sjá einnig: „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Samkvæmt heimildum NYT mótmælti Trump því ekki en tók ummælin nærri sér og hefur sambandið þeirra á milli súrnað verulega síðan, samhliða viðræðum um viðskipti milli ríkjanna. Trump hætti nýverið við ferðalag til Indlands og beitti umfangsmiklum tollum gegn Indlandi, eins og áður hefur komið fram, en Bandaríkin eru stærsta viðskiptafyrirtæki Indlands. Mörg bandarísk fyrirtæki hafa fært útibú sín frá Kína til Indlands á undanförnum árum. Þetta hefur leitt til mikillar reiði í garð Trumps Indlandi.
Kína Indland Bandaríkin Rússland Donald Trump Nóbelsverðlaun Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Fleiri fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ Sjá meira