Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Ólafur Þór Jónsson skrifar 31. ágúst 2025 18:32 Simon Tibbling reyndist hetja Framara. Fram vann dramatískan 2-1 sigur er liðið tók á móti toppliði Vals í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Sigurmarkið kom ekki fyrr en í uppbótartíma. Blíðskaparveður tók á móti áhorfendum á Lambhagavellinum í kvöld. Sólin skein og vindurinn fór eins hægt og hægt er í dalnum. Heimamenn tóku vel á móti toppliði Vals. Fyrir leikinn var að ljóst að Fram var í þeirri stöðu að leikur kvöldsins var mikilvægur uppá hvort liðið ætlaði sér að berjast um sæti í efri hluta deildarinnar eða í fallslag. Það var mjög ljóst á upphafs mínútum leiksins að Fram ætlaði sér hluti. Þeim gekk hinsvegar illa í fyrri hálfleik að skapa sér afgerandi færi. Valsarar voru yfirvegaðir og sköpuðu sér færri en hættulegri færi hinu megin á vellinum. Það bar árangur á 24. mínútu þegar Aron Jóhannsson fékk boltann frá Adam Ægi á vítateigshorninu og átti snoturt skot í fjærhornið. Boltinn söng í netinu og Valsarar komnir yfir. Fram hóf seinni hálfleik að miklum krafti sem endaði með því að Fram jafnaði leikinn á 59. Mínútu. Freyr Sigurðsson fór illa með Marius Lundemo á hægri kantinum, keyrði inná völlinn og lagði boltann fyrir Simon Tibbling sem skoraði örugglega. Liðin skiptust á að skapa sér færi en nokkuð jafnræði var á liðunum. Þegar klukkan sló 90 mínútur fékk Fram víti. Sigurður Egill fékk skot Freys Sigurðarsonar í hendina og Gunnar Oddur dómari benti á punktinn. Simon Tibbling skoraði af öryggi úr vítinu og kom Fram yfir á síðustu stundu. Valur náði ekki að jafna þrátt fyrir tilraunir í lokin. Fyrsti sigur Fram síðan í byrjun júlí staðreynd og þeir stökkva uppí 6. Sæti. Atvikið Undir lok fyrri hálfleik komst Tryggvi Hrafn innfyrir vörn Fram, einn gegn markverði. Hann fékk ekki að klára færið þar sem aðstoðardómari 2 flaggaði rangstöðu. Endursyningin sýndi og staðfesti að Tryggvi var langt frá því að vera rangstæður. Valsarar voru þar mögulega rændir marki til að koma forystunni í tvö mörk sem hefði verið mikilvægt fyrir það sem kom í seinni hálfleik. Stjörnur og skúrkar Maður leiksins var Freyr Sigurðsson hjá Fram. Hann á stoðsendingu í marki Fram og átti geggjaðar rispur á hægri kantinum allan leikinn þar sem Lundemo lét oftar en ekki illa út. Viktor Freyr markvörður Fram var einnig öflugur og varði vel undir lok leiks. Hjá Val var Hólmar Örn öflugur, skallaði allt frá og var öruggur í sínum aðgerðum. Jónatan Ingi og Tryggvi Hrafn komust í ákaflega lítinn takt við leikinn í dag og áttu slappan leik. Stemmning og umgjörð Eins og áður segir var veðrið eins og best verður á kosið í (næstum) september. Umgjörðin var frábær, Fram með allt uppá 10. Fínasta stemmning var í stúkunni og í raun bara kjöraðstæður fyrir flottan fótbolta. Dómarar leiksins (3/10) Gunnar Oddur var með lítil tök á leiknum. Línan var útum allt, stundum flautað mikið og stundum fékk leikurinn full mikið að flæða. Auk þess dæmdi aðstoðardómari ranglega rangstöðu í fyrri hálfleik þegar Valsarar sluppu innfyrir vörn Fram. Vítið sem Fram fékk var líklega réttur dómur en Valur vildi líka víti í uppbótartímanum sem var umdeilt. Slök frammistaða dómaratríósins í dag. Besta deild karla Fram Valur
Fram vann dramatískan 2-1 sigur er liðið tók á móti toppliði Vals í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Sigurmarkið kom ekki fyrr en í uppbótartíma. Blíðskaparveður tók á móti áhorfendum á Lambhagavellinum í kvöld. Sólin skein og vindurinn fór eins hægt og hægt er í dalnum. Heimamenn tóku vel á móti toppliði Vals. Fyrir leikinn var að ljóst að Fram var í þeirri stöðu að leikur kvöldsins var mikilvægur uppá hvort liðið ætlaði sér að berjast um sæti í efri hluta deildarinnar eða í fallslag. Það var mjög ljóst á upphafs mínútum leiksins að Fram ætlaði sér hluti. Þeim gekk hinsvegar illa í fyrri hálfleik að skapa sér afgerandi færi. Valsarar voru yfirvegaðir og sköpuðu sér færri en hættulegri færi hinu megin á vellinum. Það bar árangur á 24. mínútu þegar Aron Jóhannsson fékk boltann frá Adam Ægi á vítateigshorninu og átti snoturt skot í fjærhornið. Boltinn söng í netinu og Valsarar komnir yfir. Fram hóf seinni hálfleik að miklum krafti sem endaði með því að Fram jafnaði leikinn á 59. Mínútu. Freyr Sigurðsson fór illa með Marius Lundemo á hægri kantinum, keyrði inná völlinn og lagði boltann fyrir Simon Tibbling sem skoraði örugglega. Liðin skiptust á að skapa sér færi en nokkuð jafnræði var á liðunum. Þegar klukkan sló 90 mínútur fékk Fram víti. Sigurður Egill fékk skot Freys Sigurðarsonar í hendina og Gunnar Oddur dómari benti á punktinn. Simon Tibbling skoraði af öryggi úr vítinu og kom Fram yfir á síðustu stundu. Valur náði ekki að jafna þrátt fyrir tilraunir í lokin. Fyrsti sigur Fram síðan í byrjun júlí staðreynd og þeir stökkva uppí 6. Sæti. Atvikið Undir lok fyrri hálfleik komst Tryggvi Hrafn innfyrir vörn Fram, einn gegn markverði. Hann fékk ekki að klára færið þar sem aðstoðardómari 2 flaggaði rangstöðu. Endursyningin sýndi og staðfesti að Tryggvi var langt frá því að vera rangstæður. Valsarar voru þar mögulega rændir marki til að koma forystunni í tvö mörk sem hefði verið mikilvægt fyrir það sem kom í seinni hálfleik. Stjörnur og skúrkar Maður leiksins var Freyr Sigurðsson hjá Fram. Hann á stoðsendingu í marki Fram og átti geggjaðar rispur á hægri kantinum allan leikinn þar sem Lundemo lét oftar en ekki illa út. Viktor Freyr markvörður Fram var einnig öflugur og varði vel undir lok leiks. Hjá Val var Hólmar Örn öflugur, skallaði allt frá og var öruggur í sínum aðgerðum. Jónatan Ingi og Tryggvi Hrafn komust í ákaflega lítinn takt við leikinn í dag og áttu slappan leik. Stemmning og umgjörð Eins og áður segir var veðrið eins og best verður á kosið í (næstum) september. Umgjörðin var frábær, Fram með allt uppá 10. Fínasta stemmning var í stúkunni og í raun bara kjöraðstæður fyrir flottan fótbolta. Dómarar leiksins (3/10) Gunnar Oddur var með lítil tök á leiknum. Línan var útum allt, stundum flautað mikið og stundum fékk leikurinn full mikið að flæða. Auk þess dæmdi aðstoðardómari ranglega rangstöðu í fyrri hálfleik þegar Valsarar sluppu innfyrir vörn Fram. Vítið sem Fram fékk var líklega réttur dómur en Valur vildi líka víti í uppbótartímanum sem var umdeilt. Slök frammistaða dómaratríósins í dag.
Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki
Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Íslenski boltinn