Fleiri fréttir Vildu ræða utanríkismálaskýrslu á NATO afmæli Nokkrar umræður sköpuðust í þinginu í dag undir liðnum störf þingsins vegna þess að 60 ár eru liðin í dag frá því að Íslendingar ákváðu að ganga í Atlantshafsbandalagið, NATO. Ekkert var þó minnst á það í dagskrá þingsins fyrir daginn í dag. 30.3.2009 15:57 Steingrímur vonast til að gengið styrkist Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagðist á þingi í dag vonast til þess að gengið íslensku krónunnar fari að styrkjast á ný á næstunni. Bjarni Benediktsson, nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins spurði ráðherrann hvaða skýring væri á því að krónan væri að gefa eftir, sem væri mikið áhyggjuefni. 30.3.2009 15:48 Óðinn valdi Þorgerði besta ræðumanninn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir alþingismaður var ræðumaður nýafstaðins landsfundar Sjálfstæðisflokksins, að mati Óðins, félags launþega í Sjálfstæðisflokknum. Í öðru sæti var Davíð Oddsson og í þriðja sæti var Kristján Þór Júlíusson. 30.3.2009 15:43 Rannsókn á Hummer-ákeyrslu á lokastigi Maðurinn, sem ekið var á á Hverfisgötu í janúar, er enn meðvitundarlaus. Hann varð fyrir Hummer-jeppa sem er í eigu athafnamannsins Ásgeirs Davíðssonar, einatt kenndum við Goldfinger. Rannsókn málsins er á lokastigi að sögn lögreglu. 30.3.2009 15:29 Handteknir með landabrugg, gaskúta og fallhlíf í bílnum Lögreglan á Selfossi handtók fjóra menn sem voru á fer í bifreið á Suðurlandsvegi í Ölfusi í síðustu viku. Í bifreiðinni fundust nokkrir gaskútar sem vöktu grunsemdir lögreglumannnanna, en fyrr um morguninn hafði lögreglu borist tilkynning um þjófnað á gaskúti frá heimili á Selfossi. 30.3.2009 14:35 Litháar á drekkhlöðnum bíl játuðu innbrot Litháarnir tveir sem lögreglan á Selfossi handtók í liðinni viku játuðu að hafa brotist inn í sumarbústað í nágrenni Flúða. Alls brutust þeir inn í níu sumarbústaði. Lögreglan varð var við mennina í síðustu viku en það vakti ahygli þeirra hversu sigin afturendi bílsins var. 30.3.2009 14:20 Vilja að strætó verði nemendum að kostnaðarlausu Stúdentaráð Háskóla Íslands hvetur sveitarfélög landsins til að bjóða námsmönnum öllum frítt í strætó. Markmið þess að bjóða námsmönnum gjaldfrjálsar strætóferðir er minni umferð einkabíla í borginni, aukin áhersla á notkun almenningssamgangna, umhverfisvernd og aukinn sparnaður fyrir stúdenta. 30.3.2009 12:33 60 ár frá átökunum á Austurvelli Samtök hernaðarandstæðinga standa fyrir útifundi á Austurvelli klukkan fimm í dag í tilefni af því að 60 ár eru liðin frá því Alþingi samþykkti þingsályktunartillögu um inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið. 30.3.2009 12:10 Fimmtug kona beit lögregluþjón Fimmtug kona hefur verið ákærð fyrir að bíta í vinstri þumal lögreglumanns og klórað hann í andlitið í ágúst 2007. Konan hafði verið handtekinn og var færð í fangamóttöku lögreglunnar við Hverfisgötuna í Reykjavík. 30.3.2009 12:03 Barnshafandi kona var föst í bíl á Oddskarði Björgunarsveitirnar Gerpir frá Neskaupsstað og Brimrún frá Eskifirði voru kallaðar út um klukkan 4:30 í nótt vegna konu sem sat föst í bíl á Oddskarði, Eskifjarðarmegin, en hún var á leið á sjúkrahús til að fæða barn. Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að björgunarsveitarbíll frá Eskifirði með lækni innanborðs hafi verið sendur af stað og var hann kominn að bíl konunnar um klukkustund síðar og var ekið með hana áleiðis til Neskaupsstaðar. Eftir þónokkra svaðilför fæddist lítil stúlka á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupsstað. 30.3.2009 12:00 Sterar og kannabis á Akureyri Síðastliðið laugardagskvöld framkvæmdi lögreglan á Akureyri húsleit hjá karlmanni á þrítugsaldri. Hjá honum fundust 70 grömm af kannabisefnum og tæki og tól til fíkniefnaneyslu. 30.3.2009 11:11 Fyrrverandi gjaldkeri ÍA ákærður fyrir fjárdrátt Þorvarður B. Magnússon, fyrrverandi gjaldkeri Íþróttabandalags Akraness, hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt. Þorvarður er grunaður um að hafa dregið sér og notað heimildarlaust í eigin þágu sex milljónir og fimmhundruð 30.3.2009 11:00 Óvissustig í Ólafsfirði og Siglufirði og á Vestfjörðum Snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands í samráði við lögreglustjórann á Akureyri hefur ákveðið að setja á óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfirði og Siglufirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. 30.3.2009 09:54 Mikil aðsókn í sundlaugar Hafnafjarðar Mikil aðsókn hefur verið að sundlaugum Hafnarfjarðarbæjar það sem af er árinu 2009. Fyrstu tvo mánuði ársins höfðu um 41 þúsund fleiri gestir sótt laugarnar en á sama tíma árið 2008 en alls hafa 69 þúsund gestir synt í laugum bæjarins í janúar og febrúar. Inni í þessum tölum eru ekki skólabörn né sundfólk á vegum Sundfélags Hafnarfjarðar og Fjarðar. 30.3.2009 09:53 Fimm bíla árekstur við Leirvogsá Enginn slasaðist þegar fimm bílar lentu í árekstri við Leirvogsá á Kjalarnesi í gærkvöldi. Þar var vonskuveður og flughálka og lokaði lögregla veginum um tíma. Víða er orðin ófærð á norðanverðu landinu og á Vestfjörðum og veðurspáin er slæm. 30.3.2009 07:03 Þáðu átta boðsferðir á tveimur árum Starfsmenn lífeyrissjóðsins Stafa fóru í átta boðsferðir á árunum 2006-2007. Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar fór í ferð til Moskvu haustið 2007 á vegum Glitnis og Lífeyrissjóður bænda sendi mann í sömu ferð. 30.3.2009 06:30 Meirihluti vill stjórnlagaþing 60,8 prósent segjast telja að kjósa eigi til stjórnlagaþings í haust. 39,2 prósent eru því mótfallin. Stuðningur við stjórnlagaþing er meiri meðal kvenna en karla. 68,1 prósent kvenna er fylgjandi kosningum til stjórnlagaþings, en 54,6 prósent karla. Þá er aðeins munur á afstöðu eftir búsetu, en íbúar á landsbyggðinni eru heldur hlynntari stjórnlagaþingi en íbúar höfuðborgarsvæðisins. 30.3.2009 06:15 Orð Davíðs dæma sig sjálf Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, segir niðrandi ummæli Davíðs Oddssonar, fyrrverandi seðlabankastjóra, um Svein Harald Øygard seðlabankastjóra dæma sig sjálf. 30.3.2009 06:00 Hafa upprætt 5.000 kannabisplöntur í ár Frá því um áramót hefur lögreglan lagt hald á um fimm þúsund kannabisplöntur víða um höfuðborgarsvæðið. 30.3.2009 05:00 Atvinnulausir fá ekki bætur í námi Atvinnulausir eiga engan rétt til atvinnuleysisbóta meðan þeir eru í fullu námi þar sem reglur Vinnumálastofnunar kveða á um að fólk á atvinnuleysisbótum verði að vera virkt í atvinnuleit. Ef þeir eru í fullu námi teljast þeir ekki virkir í atvinnuleit. Atvinnulausir verða því að sækja um námslán ætli þeir að vera í fullu námi. Atvinnulausir geta hins vegar tekið eitt til tvö námskeið meðan þeir eru á bótum og eru þá virkir í atvinnuleit.f 30.3.2009 04:00 Samið verði við ESB eins fljótt og hægt er „Við viljum sambærileg kjör fyrir íslenskan almenning og þar sem best gerist í Evrópu. Besta leiðin að þessu markmiði er að leita samninga við Evrópusambandið um fulla aðild og upptöku evru eins fljótt og kostur er." 30.3.2009 04:00 Skattahækkanir óráð í endurreisnarstarfinu Bjarni Benediktsson, nýr formaður Sjálfstæðisflokksins, segir skattahækkanir ekki lausn á efnahagsvanda þjóðarinnar. 30.3.2009 03:45 Hreinsun hafin á ný í höfninni Síldveiði hófst að nýju í höfninni í Vestmannaeyjum í gær til að hreinsa höfnina. Samkvæmt rannsókn Hafrannsóknastofnunar eru allt að 90 prósent af síldinni sýkt. 30.3.2009 03:30 Ákvörðun um sumarannir í vikulokin „Það er vinna í gangi á öllum fræðasviðum og niðurstöður varðandi það hvað við getum boðið stúdentum upp á í sumar ættu að liggja fyrir í lok þessarar viku," segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands (HÍ). Samkvæmt könnun Stúdentaráðs HÍ gætu þúsundir háskólanema verið án atvinnu í sumar. 30.3.2009 03:00 Lækka lífeyri um tíu prósent Nokkrir lífeyrissjóðir munu að öllum líkindum skerða réttindi í vor, vegna slæmrar stöðu í kjölfar bankahrunsins. Þeir eru Gildi, Sameinaði lífeyrissjóðurinn, Almenni lífeyrissjóðurinn, Stafir, Lífeyrissjóður Vestfirðinga og Festa. Almennt munu þeir skerða réttindin um tíu prósent. 30.3.2009 02:45 Dæmdur menntaskólakennari hættur Menntaskólakennarinn Björgvin Þórisson sem í síðustu viku var dæmdur fyrir að hafa barnaklám í fórum sínum hefur verið veitt lausn frá störfum við skólann. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Margréti Friðriksdóttur skólameistara Menntaskólans í Kópavogi þar sem Björgvin kenndi. 29.3.2009 20:23 Framkvæmdarstýra VG: Kannast ekki við styrk frá Geira á Goldfinger Drífa Snædal framkvæmdarstýra VG segist ekki sjá nein merki þess að Vinstrihreyfingin grænt framboð hafi nokkurn tímann þegið styrk frá Geira á Goldfinger eða fyrirtækjum tengdum honum. Geiri sagði í samtali við Vísi í morgun að hann hefði styrkt alla stjórnmálaflokkana fjárhagslega á síðustu árum. 29.3.2009 20:00 Vesturlandsvegur um Kjalarnes lokaður Tímabundin lokun á Vesturlandsvegi við Kjalarnes verður nú framkvæmd vegna veðurs og færðar. Lokunin nær frá Leirvogstungu-hringtorgi að Hvalfjarðargöngum. Ekkert ferðaveður er á þessum slóðum og er fólk beðið um að fylgjast vel með upplýsingum um færð og veður áður en haldið er að stað. 29.3.2009 20:26 Óásættanlegt að heimilin beri allan skaða hrunsins Sigrún Elsa Smáradóttir var fyrsti flutningsmaður tillögu um almennar aðgerðir vegna verðtryggðra lána heimilanna á landsfundi Samfylkingarinnar um helgina. Tillagan var samþykkt í dag og segist Sigrún Elsa fagna þeirri niðurstöðu. Hún segir óumdeilt að efnahagshrunið hafi verið ófyrrisjáanlegt fyrir allan almenning 29.3.2009 20:46 Vilja Sjálfstæðisflokkinn áfram í stjórnarandstöðu Samfylkingin vill fleiri konur í lykilstöður, að ríkið eigi ráðandi hlut í einum banka, fækka ráðuneytum og Sjálfstæðisflokkinn áfram í stjórnarandstöðu eftir kosningar. Þetta kom fram í stefnuræðu Jóhönnu Sigurðardóttur nýs formanns flokksins nú síðdegis. Tillaga um að skipta tjóni vegna verðbólgu milli skuldara og lánveitenda var samþykkt. 29.3.2009 18:24 Síldveiði hafin að nýju í Vestmannaeyjahöfn Síldveiði er nú hafin að nýju í í höfninni í Vestmannaeyjum en talið er að allt að 90% af síldinni sé sýkt. Sótt var um leyfi hjá sjávarútvegsráðuneytinu til þess að hreinsa upp síldina því að lokinni rannsókn Hafró var talið að um 90% síldarinnar myndi drepast. Lítið annað er því í stöðunni en að hreinsa síldina upp því af henni kemur mikil mengun. 29.3.2009 17:45 Þorgerður hlaut 80,6% atkvæða í varaformanninn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins með 80,6% greiddra atkvæða fyrir stundu. Alls greiddu 1618 atkvæði. Auðir seðlar voru 92 og ógildir 9. 29.3.2009 17:16 Mótmælt við Héraðsdóm Reykjavíkur Um fjörutíu til fimmtíu manns komu saman til mótmælafundar fyrir framan Héraðsdóm Reykjavíkur á fjórða tímanum í dag. Vildi hópurinn vekja athygli á því að í þessari viku átti að senda fimm hælisleitendur aftur til Grikklands. 29.3.2009 16:51 Slæm færð við Húsavík - óvissustig á Vestfjörðum Lögreglan á Húsavík vill koma þeim skilaboðum til vegfarenda að veður og færð eru tekin að spillast víða í umdæminu. Í Köldukinn eru akstursskilyrði slæm sem og í Ljósavatnsskarði vegna snjókófs. Þá hafa ökumenn einnig lent í vandræðum vegna þessa á Tjörnesi. 29.3.2009 16:28 Munstrar sig í áhöfn Bjarna Ben Kristján Þór Júlíusson óskaði Bjarna Benediktssyni innilega til hamingju með kosninguna í formannsstól Sjálfstæðisflokksins í ræðu sem hann hélt eftir að ljóst var að sá síðarnefndi var kjörinn formaður. Hann sagði að nú væru ekki nema sjö sólarhringar síðan hann tilkynnti um framboð sitt og sá tími sem liðinn sé síðan þá hafi verið ævintýri líkastur. Hann sagði það kannski hljóma væmið en í hans augum væri Sjálfstæðisflokkinn hluti af fjölskyldu sinni. 29.3.2009 16:17 Bjarni Ben kosinn formaður Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson var rétt í þessu kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í Laugardalshöll. Bjarni sigraði Kristján Þór Júlíusson nokkkuð örugglega en hann hlaut 58% greiddra atkvæða á móti 40,4% sem Kristján hlaut. Alls voru 1705 atkvæði greidd en auðir seðlar voru 5 og ógildir 2. Bjarni er níundi formaður Sjálfstæðisflokksins. 29.3.2009 16:03 Lögreglan upprætir kannabisræktun í Úlfarsárdal Fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu upprætti fyrir stundu kannabisræktun í Úlfarsárdal í Reykjavík. Umfang ræktunarinnar er mikið og plönturnar nokkuð stórar samkvæmt heimildum fréttastofu. 29.3.2009 13:59 Snjóflóðahætta á Vestfjörðum Lýst hefur verið yfir óvissustigi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. Veðurstofan spáir stormi, norðlægri átt 15-20 m/s og sums staðar jafnvel 15-25 m/s, á norðanverðu landinu fram á morgundaginn. 29.3.2009 13:31 Ummæli Davíðs ómakleg og óverðskulduð Geir. H. Haarde formaður Sjálfstæðisflokksins sagði á landsfundi Sjálfstæðiflokksins í morgun að ummæli Davíðs Oddssonar í gær í garð Endurreisnarnefndar flokksins og formanns hennar væru ómakleg og óverðskulduð. Geir kvaddi sér óvænt hljóðs til þess að mótmæla ummælum Davíðs. Þetta kemur fram á Eyjunni 29.3.2009 12:46 Vilja ekki afnema verðtrygginguna Samfylkingin greiðir nú atkvæði um stefnumál sín á lokadegi landsfundar í Smáranum. Endurreisnarnefnd landsfundar vill að dregið verði úr vægi verðtryggingar í lánaviðskiptum - en ekki að hún verði afnumin. Umhverfishópurinn leggur til að kvótar verði innkallaðir í Auðlindasjóð á næstu tuttugu árum. 29.3.2009 12:14 Útskrifast af gjörgæslu í dag Llíðan konunnar sem slasaðist við Skessuhorn í gær er sögð góð eftir atvikum. Hún útskrifast frá gjörgæsludeild í dag og fer á aðra deild. Konan var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús um klukkan tíu í gærkvöld. 29.3.2009 12:02 Geiri á Goldfinger segist hafa styrkt alla flokka - líka VG Ásgeir Davíðsson, betur þekktur sem Geiri á Goldfinger, segist hafa styrkt alla stjórnmálaflokka undanfarin ár. Mikið hefur verið rætt um 300 þúsund króna styrkt Baltic sem er fyrirtæki Geira til Sjálfstæðisflokksins. Hann segist hinsvegar hafa styrkt alla flokka og meira að segja Vinstri græna. Geiri er staddur í Tælandi en ætlar að fá upplýsingar frá endurskoðanda um styrki til stjórnmálaflokkanna þegar hann kemur heim. 29.3.2009 11:50 Greiðir fyrir klámmyndaáhorf eiginmannsins Innanríkisráðherra Bretlands segir að hún muni endurgreiða kostnað sem hlaust af því að eiginmaður hennar horfði á klámmyndir á leigurás í sjónvarpinu sem er á heimili þeirra. 29.3.2009 09:53 Rólegt hjá helstu lögregluembættum landsins Nóttin virðist hafa verið róleg hjá helstu lögregluembættum landsins. Einn var þó stöðvaður á Akranesi grunaður um ölvun við akstur og fimm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu 29.3.2009 09:33 Hálka víða um land Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að víða um land sé hálka. Þar segir frá hálkublettum á Reykjanesi og Kjalarnesi auk þess sem hálka og snjóþekja sé víða á Suðurlandi. 29.3.2009 09:10 Sjá næstu 50 fréttir
Vildu ræða utanríkismálaskýrslu á NATO afmæli Nokkrar umræður sköpuðust í þinginu í dag undir liðnum störf þingsins vegna þess að 60 ár eru liðin í dag frá því að Íslendingar ákváðu að ganga í Atlantshafsbandalagið, NATO. Ekkert var þó minnst á það í dagskrá þingsins fyrir daginn í dag. 30.3.2009 15:57
Steingrímur vonast til að gengið styrkist Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagðist á þingi í dag vonast til þess að gengið íslensku krónunnar fari að styrkjast á ný á næstunni. Bjarni Benediktsson, nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins spurði ráðherrann hvaða skýring væri á því að krónan væri að gefa eftir, sem væri mikið áhyggjuefni. 30.3.2009 15:48
Óðinn valdi Þorgerði besta ræðumanninn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir alþingismaður var ræðumaður nýafstaðins landsfundar Sjálfstæðisflokksins, að mati Óðins, félags launþega í Sjálfstæðisflokknum. Í öðru sæti var Davíð Oddsson og í þriðja sæti var Kristján Þór Júlíusson. 30.3.2009 15:43
Rannsókn á Hummer-ákeyrslu á lokastigi Maðurinn, sem ekið var á á Hverfisgötu í janúar, er enn meðvitundarlaus. Hann varð fyrir Hummer-jeppa sem er í eigu athafnamannsins Ásgeirs Davíðssonar, einatt kenndum við Goldfinger. Rannsókn málsins er á lokastigi að sögn lögreglu. 30.3.2009 15:29
Handteknir með landabrugg, gaskúta og fallhlíf í bílnum Lögreglan á Selfossi handtók fjóra menn sem voru á fer í bifreið á Suðurlandsvegi í Ölfusi í síðustu viku. Í bifreiðinni fundust nokkrir gaskútar sem vöktu grunsemdir lögreglumannnanna, en fyrr um morguninn hafði lögreglu borist tilkynning um þjófnað á gaskúti frá heimili á Selfossi. 30.3.2009 14:35
Litháar á drekkhlöðnum bíl játuðu innbrot Litháarnir tveir sem lögreglan á Selfossi handtók í liðinni viku játuðu að hafa brotist inn í sumarbústað í nágrenni Flúða. Alls brutust þeir inn í níu sumarbústaði. Lögreglan varð var við mennina í síðustu viku en það vakti ahygli þeirra hversu sigin afturendi bílsins var. 30.3.2009 14:20
Vilja að strætó verði nemendum að kostnaðarlausu Stúdentaráð Háskóla Íslands hvetur sveitarfélög landsins til að bjóða námsmönnum öllum frítt í strætó. Markmið þess að bjóða námsmönnum gjaldfrjálsar strætóferðir er minni umferð einkabíla í borginni, aukin áhersla á notkun almenningssamgangna, umhverfisvernd og aukinn sparnaður fyrir stúdenta. 30.3.2009 12:33
60 ár frá átökunum á Austurvelli Samtök hernaðarandstæðinga standa fyrir útifundi á Austurvelli klukkan fimm í dag í tilefni af því að 60 ár eru liðin frá því Alþingi samþykkti þingsályktunartillögu um inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið. 30.3.2009 12:10
Fimmtug kona beit lögregluþjón Fimmtug kona hefur verið ákærð fyrir að bíta í vinstri þumal lögreglumanns og klórað hann í andlitið í ágúst 2007. Konan hafði verið handtekinn og var færð í fangamóttöku lögreglunnar við Hverfisgötuna í Reykjavík. 30.3.2009 12:03
Barnshafandi kona var föst í bíl á Oddskarði Björgunarsveitirnar Gerpir frá Neskaupsstað og Brimrún frá Eskifirði voru kallaðar út um klukkan 4:30 í nótt vegna konu sem sat föst í bíl á Oddskarði, Eskifjarðarmegin, en hún var á leið á sjúkrahús til að fæða barn. Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að björgunarsveitarbíll frá Eskifirði með lækni innanborðs hafi verið sendur af stað og var hann kominn að bíl konunnar um klukkustund síðar og var ekið með hana áleiðis til Neskaupsstaðar. Eftir þónokkra svaðilför fæddist lítil stúlka á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupsstað. 30.3.2009 12:00
Sterar og kannabis á Akureyri Síðastliðið laugardagskvöld framkvæmdi lögreglan á Akureyri húsleit hjá karlmanni á þrítugsaldri. Hjá honum fundust 70 grömm af kannabisefnum og tæki og tól til fíkniefnaneyslu. 30.3.2009 11:11
Fyrrverandi gjaldkeri ÍA ákærður fyrir fjárdrátt Þorvarður B. Magnússon, fyrrverandi gjaldkeri Íþróttabandalags Akraness, hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt. Þorvarður er grunaður um að hafa dregið sér og notað heimildarlaust í eigin þágu sex milljónir og fimmhundruð 30.3.2009 11:00
Óvissustig í Ólafsfirði og Siglufirði og á Vestfjörðum Snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands í samráði við lögreglustjórann á Akureyri hefur ákveðið að setja á óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfirði og Siglufirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. 30.3.2009 09:54
Mikil aðsókn í sundlaugar Hafnafjarðar Mikil aðsókn hefur verið að sundlaugum Hafnarfjarðarbæjar það sem af er árinu 2009. Fyrstu tvo mánuði ársins höfðu um 41 þúsund fleiri gestir sótt laugarnar en á sama tíma árið 2008 en alls hafa 69 þúsund gestir synt í laugum bæjarins í janúar og febrúar. Inni í þessum tölum eru ekki skólabörn né sundfólk á vegum Sundfélags Hafnarfjarðar og Fjarðar. 30.3.2009 09:53
Fimm bíla árekstur við Leirvogsá Enginn slasaðist þegar fimm bílar lentu í árekstri við Leirvogsá á Kjalarnesi í gærkvöldi. Þar var vonskuveður og flughálka og lokaði lögregla veginum um tíma. Víða er orðin ófærð á norðanverðu landinu og á Vestfjörðum og veðurspáin er slæm. 30.3.2009 07:03
Þáðu átta boðsferðir á tveimur árum Starfsmenn lífeyrissjóðsins Stafa fóru í átta boðsferðir á árunum 2006-2007. Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar fór í ferð til Moskvu haustið 2007 á vegum Glitnis og Lífeyrissjóður bænda sendi mann í sömu ferð. 30.3.2009 06:30
Meirihluti vill stjórnlagaþing 60,8 prósent segjast telja að kjósa eigi til stjórnlagaþings í haust. 39,2 prósent eru því mótfallin. Stuðningur við stjórnlagaþing er meiri meðal kvenna en karla. 68,1 prósent kvenna er fylgjandi kosningum til stjórnlagaþings, en 54,6 prósent karla. Þá er aðeins munur á afstöðu eftir búsetu, en íbúar á landsbyggðinni eru heldur hlynntari stjórnlagaþingi en íbúar höfuðborgarsvæðisins. 30.3.2009 06:15
Orð Davíðs dæma sig sjálf Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, segir niðrandi ummæli Davíðs Oddssonar, fyrrverandi seðlabankastjóra, um Svein Harald Øygard seðlabankastjóra dæma sig sjálf. 30.3.2009 06:00
Hafa upprætt 5.000 kannabisplöntur í ár Frá því um áramót hefur lögreglan lagt hald á um fimm þúsund kannabisplöntur víða um höfuðborgarsvæðið. 30.3.2009 05:00
Atvinnulausir fá ekki bætur í námi Atvinnulausir eiga engan rétt til atvinnuleysisbóta meðan þeir eru í fullu námi þar sem reglur Vinnumálastofnunar kveða á um að fólk á atvinnuleysisbótum verði að vera virkt í atvinnuleit. Ef þeir eru í fullu námi teljast þeir ekki virkir í atvinnuleit. Atvinnulausir verða því að sækja um námslán ætli þeir að vera í fullu námi. Atvinnulausir geta hins vegar tekið eitt til tvö námskeið meðan þeir eru á bótum og eru þá virkir í atvinnuleit.f 30.3.2009 04:00
Samið verði við ESB eins fljótt og hægt er „Við viljum sambærileg kjör fyrir íslenskan almenning og þar sem best gerist í Evrópu. Besta leiðin að þessu markmiði er að leita samninga við Evrópusambandið um fulla aðild og upptöku evru eins fljótt og kostur er." 30.3.2009 04:00
Skattahækkanir óráð í endurreisnarstarfinu Bjarni Benediktsson, nýr formaður Sjálfstæðisflokksins, segir skattahækkanir ekki lausn á efnahagsvanda þjóðarinnar. 30.3.2009 03:45
Hreinsun hafin á ný í höfninni Síldveiði hófst að nýju í höfninni í Vestmannaeyjum í gær til að hreinsa höfnina. Samkvæmt rannsókn Hafrannsóknastofnunar eru allt að 90 prósent af síldinni sýkt. 30.3.2009 03:30
Ákvörðun um sumarannir í vikulokin „Það er vinna í gangi á öllum fræðasviðum og niðurstöður varðandi það hvað við getum boðið stúdentum upp á í sumar ættu að liggja fyrir í lok þessarar viku," segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands (HÍ). Samkvæmt könnun Stúdentaráðs HÍ gætu þúsundir háskólanema verið án atvinnu í sumar. 30.3.2009 03:00
Lækka lífeyri um tíu prósent Nokkrir lífeyrissjóðir munu að öllum líkindum skerða réttindi í vor, vegna slæmrar stöðu í kjölfar bankahrunsins. Þeir eru Gildi, Sameinaði lífeyrissjóðurinn, Almenni lífeyrissjóðurinn, Stafir, Lífeyrissjóður Vestfirðinga og Festa. Almennt munu þeir skerða réttindin um tíu prósent. 30.3.2009 02:45
Dæmdur menntaskólakennari hættur Menntaskólakennarinn Björgvin Þórisson sem í síðustu viku var dæmdur fyrir að hafa barnaklám í fórum sínum hefur verið veitt lausn frá störfum við skólann. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Margréti Friðriksdóttur skólameistara Menntaskólans í Kópavogi þar sem Björgvin kenndi. 29.3.2009 20:23
Framkvæmdarstýra VG: Kannast ekki við styrk frá Geira á Goldfinger Drífa Snædal framkvæmdarstýra VG segist ekki sjá nein merki þess að Vinstrihreyfingin grænt framboð hafi nokkurn tímann þegið styrk frá Geira á Goldfinger eða fyrirtækjum tengdum honum. Geiri sagði í samtali við Vísi í morgun að hann hefði styrkt alla stjórnmálaflokkana fjárhagslega á síðustu árum. 29.3.2009 20:00
Vesturlandsvegur um Kjalarnes lokaður Tímabundin lokun á Vesturlandsvegi við Kjalarnes verður nú framkvæmd vegna veðurs og færðar. Lokunin nær frá Leirvogstungu-hringtorgi að Hvalfjarðargöngum. Ekkert ferðaveður er á þessum slóðum og er fólk beðið um að fylgjast vel með upplýsingum um færð og veður áður en haldið er að stað. 29.3.2009 20:26
Óásættanlegt að heimilin beri allan skaða hrunsins Sigrún Elsa Smáradóttir var fyrsti flutningsmaður tillögu um almennar aðgerðir vegna verðtryggðra lána heimilanna á landsfundi Samfylkingarinnar um helgina. Tillagan var samþykkt í dag og segist Sigrún Elsa fagna þeirri niðurstöðu. Hún segir óumdeilt að efnahagshrunið hafi verið ófyrrisjáanlegt fyrir allan almenning 29.3.2009 20:46
Vilja Sjálfstæðisflokkinn áfram í stjórnarandstöðu Samfylkingin vill fleiri konur í lykilstöður, að ríkið eigi ráðandi hlut í einum banka, fækka ráðuneytum og Sjálfstæðisflokkinn áfram í stjórnarandstöðu eftir kosningar. Þetta kom fram í stefnuræðu Jóhönnu Sigurðardóttur nýs formanns flokksins nú síðdegis. Tillaga um að skipta tjóni vegna verðbólgu milli skuldara og lánveitenda var samþykkt. 29.3.2009 18:24
Síldveiði hafin að nýju í Vestmannaeyjahöfn Síldveiði er nú hafin að nýju í í höfninni í Vestmannaeyjum en talið er að allt að 90% af síldinni sé sýkt. Sótt var um leyfi hjá sjávarútvegsráðuneytinu til þess að hreinsa upp síldina því að lokinni rannsókn Hafró var talið að um 90% síldarinnar myndi drepast. Lítið annað er því í stöðunni en að hreinsa síldina upp því af henni kemur mikil mengun. 29.3.2009 17:45
Þorgerður hlaut 80,6% atkvæða í varaformanninn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins með 80,6% greiddra atkvæða fyrir stundu. Alls greiddu 1618 atkvæði. Auðir seðlar voru 92 og ógildir 9. 29.3.2009 17:16
Mótmælt við Héraðsdóm Reykjavíkur Um fjörutíu til fimmtíu manns komu saman til mótmælafundar fyrir framan Héraðsdóm Reykjavíkur á fjórða tímanum í dag. Vildi hópurinn vekja athygli á því að í þessari viku átti að senda fimm hælisleitendur aftur til Grikklands. 29.3.2009 16:51
Slæm færð við Húsavík - óvissustig á Vestfjörðum Lögreglan á Húsavík vill koma þeim skilaboðum til vegfarenda að veður og færð eru tekin að spillast víða í umdæminu. Í Köldukinn eru akstursskilyrði slæm sem og í Ljósavatnsskarði vegna snjókófs. Þá hafa ökumenn einnig lent í vandræðum vegna þessa á Tjörnesi. 29.3.2009 16:28
Munstrar sig í áhöfn Bjarna Ben Kristján Þór Júlíusson óskaði Bjarna Benediktssyni innilega til hamingju með kosninguna í formannsstól Sjálfstæðisflokksins í ræðu sem hann hélt eftir að ljóst var að sá síðarnefndi var kjörinn formaður. Hann sagði að nú væru ekki nema sjö sólarhringar síðan hann tilkynnti um framboð sitt og sá tími sem liðinn sé síðan þá hafi verið ævintýri líkastur. Hann sagði það kannski hljóma væmið en í hans augum væri Sjálfstæðisflokkinn hluti af fjölskyldu sinni. 29.3.2009 16:17
Bjarni Ben kosinn formaður Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson var rétt í þessu kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í Laugardalshöll. Bjarni sigraði Kristján Þór Júlíusson nokkkuð örugglega en hann hlaut 58% greiddra atkvæða á móti 40,4% sem Kristján hlaut. Alls voru 1705 atkvæði greidd en auðir seðlar voru 5 og ógildir 2. Bjarni er níundi formaður Sjálfstæðisflokksins. 29.3.2009 16:03
Lögreglan upprætir kannabisræktun í Úlfarsárdal Fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu upprætti fyrir stundu kannabisræktun í Úlfarsárdal í Reykjavík. Umfang ræktunarinnar er mikið og plönturnar nokkuð stórar samkvæmt heimildum fréttastofu. 29.3.2009 13:59
Snjóflóðahætta á Vestfjörðum Lýst hefur verið yfir óvissustigi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. Veðurstofan spáir stormi, norðlægri átt 15-20 m/s og sums staðar jafnvel 15-25 m/s, á norðanverðu landinu fram á morgundaginn. 29.3.2009 13:31
Ummæli Davíðs ómakleg og óverðskulduð Geir. H. Haarde formaður Sjálfstæðisflokksins sagði á landsfundi Sjálfstæðiflokksins í morgun að ummæli Davíðs Oddssonar í gær í garð Endurreisnarnefndar flokksins og formanns hennar væru ómakleg og óverðskulduð. Geir kvaddi sér óvænt hljóðs til þess að mótmæla ummælum Davíðs. Þetta kemur fram á Eyjunni 29.3.2009 12:46
Vilja ekki afnema verðtrygginguna Samfylkingin greiðir nú atkvæði um stefnumál sín á lokadegi landsfundar í Smáranum. Endurreisnarnefnd landsfundar vill að dregið verði úr vægi verðtryggingar í lánaviðskiptum - en ekki að hún verði afnumin. Umhverfishópurinn leggur til að kvótar verði innkallaðir í Auðlindasjóð á næstu tuttugu árum. 29.3.2009 12:14
Útskrifast af gjörgæslu í dag Llíðan konunnar sem slasaðist við Skessuhorn í gær er sögð góð eftir atvikum. Hún útskrifast frá gjörgæsludeild í dag og fer á aðra deild. Konan var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús um klukkan tíu í gærkvöld. 29.3.2009 12:02
Geiri á Goldfinger segist hafa styrkt alla flokka - líka VG Ásgeir Davíðsson, betur þekktur sem Geiri á Goldfinger, segist hafa styrkt alla stjórnmálaflokka undanfarin ár. Mikið hefur verið rætt um 300 þúsund króna styrkt Baltic sem er fyrirtæki Geira til Sjálfstæðisflokksins. Hann segist hinsvegar hafa styrkt alla flokka og meira að segja Vinstri græna. Geiri er staddur í Tælandi en ætlar að fá upplýsingar frá endurskoðanda um styrki til stjórnmálaflokkanna þegar hann kemur heim. 29.3.2009 11:50
Greiðir fyrir klámmyndaáhorf eiginmannsins Innanríkisráðherra Bretlands segir að hún muni endurgreiða kostnað sem hlaust af því að eiginmaður hennar horfði á klámmyndir á leigurás í sjónvarpinu sem er á heimili þeirra. 29.3.2009 09:53
Rólegt hjá helstu lögregluembættum landsins Nóttin virðist hafa verið róleg hjá helstu lögregluembættum landsins. Einn var þó stöðvaður á Akranesi grunaður um ölvun við akstur og fimm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu 29.3.2009 09:33
Hálka víða um land Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að víða um land sé hálka. Þar segir frá hálkublettum á Reykjanesi og Kjalarnesi auk þess sem hálka og snjóþekja sé víða á Suðurlandi. 29.3.2009 09:10