Innlent

Handteknir með landabrugg, gaskúta og fallhlíf í bílnum

Mennirnir reyndust vera með fallhlíf í bílnum.
Mennirnir reyndust vera með fallhlíf í bílnum.

Lögreglan á Selfossi handtók fjóra menn sem voru á fer í bifreið á Suðurlandsvegi í Ölfusi í síðustu viku. Í bifreiðinni fundust nokkrir gaskútar sem vöktu grunsemdir lögreglumannnanna, en fyrr um morguninn hafði lögreglu borist tilkynning um þjófnað á gaskúti frá heimili á Selfossi.

Þegar lögreglan leitaði betur í bifreiðinni kom í ljós að auk gaskútanna voru mennirnir með fallhlíf meðferðis ásamt nokkrum hálfslítra gosflöskum sem innihéldu landabrugg.

Mennirnir voru færðir á lögreglustöðina þar sem þeir voru yfirheyrðir vegna meints þjófnaðar og brots á áfengislögum. Málið telst upplýst og því komið til ákæruvalds til frekari meðhöndlunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×