Innlent

Síldveiði hafin að nýju í Vestmannaeyjahöfn

Kap Ve fékk nokkur hundruð tonn í höfninni í Vestmannaeyjum um miðjan mánuðinn.
Kap Ve fékk nokkur hundruð tonn í höfninni í Vestmannaeyjum um miðjan mánuðinn. MYND/ÓSKAR

Síldveiði er nú hafin að nýju í í höfninni í Vestmannaeyjum en talið er að allt að 90% af síldinni sé sýkt. Sótt var um leyfi hjá sjávarútvegsráðuneytinu til þess að hreinsa upp síldina því að lokinni rannsókn Hafró var talið að um 90% síldarinnar myndi drepast. Lítið annað er því í stöðunni en að hreinsa síldina upp því af henni kemur mikil mengun.

Menn eru hræddir við svartfuglabyggðina sem er í ysta kletti og innan hafnar. Sýkta síldin gæti skaðað fuglalífið.

Ekki er langt síðan síld var veidd í höfninni í eyjum og vakt nokkra athygli. Þá töldu menn að 75% af síldinni væri sýkt en sú tala hefur því hækkað. Þá voru um 550 tonn hreinsuð upp úr höfninni og sú síld notuð í bræðslu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×