Innlent

Mótmælt við Héraðsdóm Reykjavíkur

Héraðsdómur Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur

Um fjörutíu til fimmtíu manns komu saman til mótmælafundar fyrir framan Héraðsdóm Reykjavíkur á fjórða tímanum í dag. Vildi hópurinn vekja athygli á því að í þessari viku átti að senda fimm hælisleitendur aftur til Grikklands.

Rauði krossinn og Sameinuðu Þjóðirnar hafi ásakað Grikkland fyrir að brjóta á mannréttindum í búðum hælisleitenda og verði þetta látið viðgangast sé nær öruggt að mennirnir verði sendir aftur til heimalanda sinna og beint út í opinn dauðann.



Í lok ársins 2007 þurftu 67 milljónir manna að yfirgefa heimili sín vegna stríðs og náttúruhamfara. Fæstir njóta nokkurrar verndar né hafa fastan stað til að búa á.



Á fundinum var athygli vakin á því að Ísland tekur á móti fæstum hælisleitendum hlutfallslega af öllum löndum heims. Frá árinu 1990 til 2007 sóttu 603 um hæli á Íslandi. Aðeins einum varð að ósk sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×