Barnshafandi kona var föst í bíl á Oddskarði 30. mars 2009 12:00 Björgunarsveitirnar Gerpir frá Neskaupsstað og Brimrún frá Eskifirði voru kallaðar út um klukkan 4:30 í nótt vegna konu sem sat föst í bíl á Oddskarði, Eskifjarðarmegin, en hún var á leið á sjúkrahús til að fæða barn. Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að björgunarsveitarbíll frá Eskifirði með lækni innanborðs hafi verið sendur af stað og var hann kominn að bíl konunnar um klukkustund síðar og var ekið með hana áleiðis til Neskaupsstaðar. Eftir þónokkra svaðilför fæddist lítil stúlka á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupsstað. „Við Háhlíðarhorn mætti björgunarsveitin Gerpir þeim með tvo björgunarsveitabíla, sem í voru læknir og ljósmóðir, snjóplóg og snjótroðara frá skíðasvæðinu á Neskaupsstað," segir ennfremur og þess getið að færð hafi verið afar slæm. „Var snjótroðarinn nýttur til að troða svæði í kringum veginn þannig að hægt væri að snúa bílunum við. Snjóplógurinn sat fastur og þurfti að nýta troðarann til að losa hann. Veður var afleitt en vindhraði var um 48 m/sek og allar aðstæður mjög erfiðar." Í Oddskarðsgöngum var konan færð yfir í bíl frá Gerpi og ekið með hana á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupsstað þangað sem hún var komin klukkan 7:15 í morgun. „Var þá afar stutt milli hríða en lítil stúlka fæddist svo klukkan 8:15 í morgun og heilsast þeim mæðgum vel. Svaðilför björgunarsveitarmanna var þó ekki lokið því eftir að fyrri björgunarsveitabíllinn fór af stað með konuna til byggða tók við tómt basl hjá Gerpismönnum þegar jeppinn affelgaðist. „Þar sem veðrið var kolvitlaust var ákveðið að senda fyrri bílinn aftur á Oddskarðið með varadekk í stað þess að freista þess að koma dekkinu á felguna aftur. Er því verki nýlega lokið og hefur gengið á ýmsu, m.a. hefur jeppinn fokið af tjakknum tvívegis. Að lokum var snjótroðarinn notaður til að skýla jeppanum og halda honum föstum með spilinu á meðan skipt var um dekkið," segir í tilkynningunni. Björgunarsveitin mun þegar þetta er skrifað vera á leið til byggða. Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Sjá meira
Björgunarsveitirnar Gerpir frá Neskaupsstað og Brimrún frá Eskifirði voru kallaðar út um klukkan 4:30 í nótt vegna konu sem sat föst í bíl á Oddskarði, Eskifjarðarmegin, en hún var á leið á sjúkrahús til að fæða barn. Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að björgunarsveitarbíll frá Eskifirði með lækni innanborðs hafi verið sendur af stað og var hann kominn að bíl konunnar um klukkustund síðar og var ekið með hana áleiðis til Neskaupsstaðar. Eftir þónokkra svaðilför fæddist lítil stúlka á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupsstað. „Við Háhlíðarhorn mætti björgunarsveitin Gerpir þeim með tvo björgunarsveitabíla, sem í voru læknir og ljósmóðir, snjóplóg og snjótroðara frá skíðasvæðinu á Neskaupsstað," segir ennfremur og þess getið að færð hafi verið afar slæm. „Var snjótroðarinn nýttur til að troða svæði í kringum veginn þannig að hægt væri að snúa bílunum við. Snjóplógurinn sat fastur og þurfti að nýta troðarann til að losa hann. Veður var afleitt en vindhraði var um 48 m/sek og allar aðstæður mjög erfiðar." Í Oddskarðsgöngum var konan færð yfir í bíl frá Gerpi og ekið með hana á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupsstað þangað sem hún var komin klukkan 7:15 í morgun. „Var þá afar stutt milli hríða en lítil stúlka fæddist svo klukkan 8:15 í morgun og heilsast þeim mæðgum vel. Svaðilför björgunarsveitarmanna var þó ekki lokið því eftir að fyrri björgunarsveitabíllinn fór af stað með konuna til byggða tók við tómt basl hjá Gerpismönnum þegar jeppinn affelgaðist. „Þar sem veðrið var kolvitlaust var ákveðið að senda fyrri bílinn aftur á Oddskarðið með varadekk í stað þess að freista þess að koma dekkinu á felguna aftur. Er því verki nýlega lokið og hefur gengið á ýmsu, m.a. hefur jeppinn fokið af tjakknum tvívegis. Að lokum var snjótroðarinn notaður til að skýla jeppanum og halda honum föstum með spilinu á meðan skipt var um dekkið," segir í tilkynningunni. Björgunarsveitin mun þegar þetta er skrifað vera á leið til byggða.
Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Sjá meira