Innlent

Mikil aðsókn í sundlaugar Hafnafjarðar

Mikil aðsókn hefur verið að sundlaugum Hafnarfjarðarbæjar það sem af er árinu 2009. Fyrstu tvo mánuði ársins höfðu um 41 þúsund fleiri gestir sótt laugarnar en á sama tíma árið 2008 en alls hafa 69 þúsund gestir synt í laugum bæjarins í janúar og febrúar. Inni í þessum tölum eru ekki skólabörn né sundfólk á vegum Sundfélags Hafnarfjarðar og Fjarðar.

Í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ kemur fram að flestir komu í hina nýju 50 metra Ásvallalaug. Fyrstu tvo mánuði ársins komu hátt í 40 þúsund gestir í laugina. Þrátt fyrir að margir kjósi að heimsækja Ásvallalaug þá hefur jafnframt orðið mikil fjölgun gesta í hinum tveimur sundlaugum bæjarins. Í gömlu Sundhöllinni við Herjólfsgötuna hefur gestum fjölgað um tæplega 1800 á þessu tímabili og í Suðurbæjarlauginni um liðlega 2400.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×