Innlent

Óvissustig í Ólafsfirði og Siglufirði og á Vestfjörðum

Frá Siglufirði.
Frá Siglufirði.

Snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands í samráði við lögreglustjórann á Akureyri hefur ákveðið að setja á óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfirði og Siglufirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra.

Óvissuástand er enn á norðanverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu, en hús hafa ekki verið rýmd. Mjög slæmt veður er á Vestfjörðum, og á norðaustur og austurlandi. Hvassviðri, snjókoma og skafrenningur. Að sögn Vegageraðrinnar er mikil ófærð og ekkert ferðaveður. Vegagerðarmenn hafa lítið sem ekkert aðhafst í morgun vegna óveðursins.

Ekki er vitað um slys eða óhöpp, sem rakin yrðu til óveðursins, að sögn lögreglu, enda lítil sem enginm umferð þar sem veðrið er sem verst. Björgunarsveitarmenn frá Ísafirði sóttu um miðnætti, mann sem hafði fest jeppa sinn í Súðavíkurhlíð, og var veginum í framhaldinu lokað.

Skólahald hefur víða verið fellt niður og lelst allir fiskibátar eru komnir í land vegna óveðurs á miðunum. Spáð er að vind fari að hægja þegar líður á daginn, fyrst vestan til, en útlit er fyrir snjókomu alveg fram á kvöld. Ekki er vitað um nein snjóflóð, en eftirliltsmenn hafa lítið getað skoðað hlíðar í morgun vegna óveðurs og ófærðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×