Innlent

Fimmtug kona beit lögregluþjón

Aðalmeðferð í máli löggubíts fór fram í dag.
Aðalmeðferð í máli löggubíts fór fram í dag.

Fimmtug kona hefur verið ákærð fyrir að bíta í vinstri þumal lögreglumanns og klórað hann í andlitið í ágúst 2007. Konan hafði verið handtekinn og var færð í fangamóttöku lögreglunnar við Hverfisgötuna í Reykjavík.

Þar brást konan hin versta við og beit lögregluþjóninn í þumalinn og klóraði hann.

Konan neitaði sök við þingfestingu málsins. Aðalmeðferð fór fram í dag og var málið lagt í dóm. Niðurstöðu er að vænta innan þriggja vikna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×