Innlent

Hreinsun hafin á ný í höfninni

Kap VE-4 Vel gekk að draga nótina í höfninni í gær.mynd/Óskar Pétur friðriksson
Kap VE-4 Vel gekk að draga nótina í höfninni í gær.mynd/Óskar Pétur friðriksson

Síldveiði hófst að nýju í höfninni í Vestmannaeyjum í gær til að hreinsa höfnina. Samkvæmt rannsókn Hafrannsóknastofnunar eru allt að 90 prósent af síldinni sýkt.

Sjávar- og landbúnaðarráðherra lét stöðva veiðarnar í síðustu viku út frá verndunarsjónarmiðum. Eftir mótmæli Elliða Vignissonar, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, ákvað ráðherra að láta rannsaka höfnina.

Nokkuð margmenni var mætt á höfnina til að fylgjast með Nóta- og togveiðiskipinu Kap VE-4 við veiðarnar í gær.- kg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×