Innlent

Dæmdur menntaskólakennari hættur

Menntaskólakennarinn Björgvin Þórisson sem í síðustu viku var dæmdur fyrir að hafa barnaklám í fórum sínum hefur verið veitt lausn frá störfum við skólann. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Margréti Friðriksdóttur skólameistara Menntaskólans í Kópavogi þar sem Björgvin kenndi.

„Í ljósi fréttaflutnings Stöðvar 2 á föstudag og laugardag af einkamáli kennara við Menntaskólann í Kópavogi vil ég koma því á framfæri við fréttastofuna að viðkomandi kennara hefur verið veitt lausn frá störfum við skólann," segir í tilkynningu frá Margréti.

Málið komst upp eftir að lögreglu barst ábending um að barnaklám væri að finna í tölvu Björgvins. Lögregla aflaði sér heimildar og framkvæmdi húsleit á heimil Björgvins í Breiðholti. Þar fundust 80 ljósmyndir og 88 hreyfimyndir sem sýna börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt.

Ríkissaksóknari gaf út ákæru á hendur Björgvini og krafðist fangelsisvistar. Héraðsdómur Reykajvíkur dæmdi hann hins vegar til þess að greiða 250 þúsund krónur í sekt auk þess sem barnaklámið var gert upptækt. Héraðsdómur kvað upp dóm í málinu á föstu dag.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×