Fleiri fréttir

Samorka leggst gegn auðlindaákvæði í stjórnarskránni

Samorka, samtök orku og veitufyrirtækja, leggst gegn því að tekin verði inn ný ákvæði um auðlindir og umhverfismál í frumvarp til stjórnskipunarlaga sem liggur fyrir þinginu. Í umsögn Samorku um frumvarpið segja þeir að umrædd efnisatriði hafi engan veginn hlotið æskilega umfjöllun í samfélaginu,

Gjaldskrá hækkar fyrir ökupróf

Frumherji mun á morgun hækka gjaldskrá fyrir öll ökupróf um 13 til 15%. Ekki boðlegt á tímum eins og þessum segir frakmvæmdastjóri FÍB.

Efla slysavarnir fyrir aldraða

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Forvarnahúsið hafa undirritað samstarfssamning um að efla slysavarnir aldraðra í Reykjavík. Markmiðið er að eldriborgar geti átt ánægjuleg slysalaus efri ár, að fram kemur í tilkynningu.

Afþakkar ekki ráðherrastól fyrirfram

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra útilokar ekki að hann haldi áfram á ráðherrastól eftir kosningar, fari svo að honum bjóðist stóllinn.

Bikinibomba dæmd í sex mánaða fangelsi

Bikiníbomban Anna Nicole Grayson var dæmd í sex mánaða fangelsi í dag. Meðal þess sem Anna dæmd fyrir er að hafa stolið vörum úr Bónus og sundbol úr versluninni Sportveri við Glerártorg á Akureyri.

Verður án ráðherralauna út árið

Ögmundur Jónasson segir að þegar hann hafi tekið sæti heilbrigðisráðherra hafi hann skrifað fjármáladeild stjórnarráðsins og farið fram á að hann fengi ekki greidd ráðherralaun út árið 2009 að minnsta kosti. Hann ætlar því ekki að þiggja ráðherralaun að loknum kosningum fari svo að hann sitji í

Dauðaslysum barna hefur fækkað um helming á 20 árum

Dauðaslysum og slysum á börnum hefur fækkað um helming á tæpum tveimur áratugum. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu sem gefin var út árið 2007 af heilbrigðisráðuneytinu, en skýrslan var unnin til að skoða stöðu á markmiðum heilbrigðisáætlunar til ársins 2010.

Hættustigi aflétt á Siglufirði og á Ólafsfirði

Hættustigi hefur verið aflétt á Siglufirði og þar með þeim rýmingum sem framkvæmdar voru í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Enn er Óvissustig á Norðurlandi og á norðanverðum Vestfjörðum. Hættustigi hefur einnig verið aflétt á Ólafsfirði.

Kolmunnaskip halda heim á leið

Íslensku kolmunnaskipin tíu, sem verið hafa á kolmunnaveiðum á Rockall-svæðinu vestur af Skotlandi, eru á heimleið og eru djúpt suður af landinu þessa stundina.

Ungur drykkjumaður hætt kominn í Danmörku

Sex ára danskur drengur var fluttur með hraði á sjúkrahús í Slagelse í Danmörku í gær þar sem óttast var að hann fengi áfengiseitrun, enda var hann dauðadrukkinn.

Íbúar 30 húsa á Siglufirði fá enn ekki að snúa heim

Íbúar úr 30 húsum, sem voru rýmd á Siglufirði í gærkvöldi vegna snjóflóðahættu, fá ekki að snúa til síns heima fyrr en snjóflóðaeftirlitsmenn og Veðurstofan hafa metið snjóalög eftir að bjart er orðið.

Milljarðar í súginn vegna aðgerðaleysis

Nefnd um skattsvik lagði til fjölda breytinga á skattalögum árið 2004. Milljarðatugir eða hundruð hafa farið í súginn í erlendu skattaskjóli síðan skýrslan kom fram. Eftirfylgni eftir skýrslunni var lítil segir einn nefndarmanna.

FME var bundið af of þröngri löggjöf

Evrópusambands-aðild og upptaka evru myndi leysa vandann sem fylgir smárri og sveiflukenndri mynt, segir Karlo Jännäri, einn helsti bankasérfræðingur Finna. Hans skoðun sé að Íslandi væri hollast að fara að dæmi Finna í endurreisn. Jännäri kynnti í gær skýrslu um reglur og eftirlit með bankastarfsemi hér.

Hælisleitendur fái lögfræðinga

„Mýmörg dæmi eru um að [hælisleitendum] sé lesin höfnun á dvalarleyfi um leið og þeir eru teknir höndum og sendir úr landi. Við krefjumst þess að hælisleitendum verði gefinn góður tími til að leita lögfræðiaðstoðar vegna slíkrar synjunar,“ segir í tilkynningu hóps, sem stendur að baki hælisleitendunum fimm, sem átti að senda til Grikklands á föstudag á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar.

50 svanir á leið til landsins

Svanurinn Rocky hvíldi sig í gærkvöldi um 30 kílómetra vestur af Glasgow í Skotlandi fyrir fyrirhugaða flugferð til Íslands. Fylgst verður með ferðum Rocky og 49 annarra svana, sem vonir standa til að muni fljúga til Íslands í sumar, með hjálp GPS-tækja á bökum þeirra. Sagt er frá svönunum á vef BBC. Þar kemur fram að bresk fuglaverndarsamtök standi fyrir rannsókninni. Ætlunin er að læra meira um ferðir fuglanna.

Allir tala um verðtrygginguna

Fjallað er um afnám verðtryggingar í ályktunum landsfunda allra flokkanna fimm sem nú eiga fulltrúa á Alþingi. Misjafnt er þó hversu fast menn stíga til jarðar í þeim efnum.

Segir Gunnar hafa brugðist

Æskulýðssamband þjóðkirkjunnar harmar að séra Gunnar Björnsson hafi fengið að snúa aftur til starfa sem prestur á Selfossi, en hann þjónaði ekki sem prestur meðan ákæra um kynferðisbrot hans var fyrir dómstólum. Hann var sýknaður.

Segir upplognarsakir vera meiðyrði

Grétar Berndsen, eigandi Óðals, segir ekki hægt að líða að ráðamenn þjóðarinnar komi í fjölmiðla og rústi mannorði starfsfólks Óðals með fullyrðingum sem eigi ekki við nein rök að styðjast.

Óvíst að nemar fái frítt áfram

Óvíst er hvort nemendum á höfuðborgarsvæðinu verði áfram boðið að ferðast með strætó án þess að borga fyrir það, að sögn Jórunnar Frímannsdóttur, formanns Strætós bs.

Ná til ríflega 25 þúsund launþega

Vinstri hreyfingin - grænt framboð hefur reiknað út að tillögur flokksins um hátekjuskatt nái til 25.600 launþega og skili ríkissjóði um þremur milljörðum króna á ári.

Skynsamlegar tillögur

Skynsamlegt gæti verið að halda inni heimildum Fjármálaeftirlitsins til að grípa inn í rekstur fyrirtækja, eins og Kaarlos Jännäres leggur til í skýrslu sinni, segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra.

Borgarahreyfingin sprettur úr búsáhaldabyltingunni

Borgarahreyfingin kynnti áherslur sínar og frambjóðendur á blaðamannafundi í gær, þar fengu fjórflokkarnir á baukinn. Hreyfingin leggur hart að núverandi stjórn að leggja fram frumvarp um persónukjör.

AGS tortryggir lausn á jöklabréfavanda

Ekki liggur fyrir hversu háar upphæðir liggja í jöklabréfum og öðrum innistæðum erlendra aðila hér á landi. Eigendur mögulega erlendir á pappír en íslenskir í raun segir viðskiptaráðherra. AGS tortryggir skipti á eignum lífeyrissjóða.

Starti frestað vegna rigninga

Íslenski ofurhlauparinn Ágúst Kvaran, sem tekur þátt í Sahara-maraþoninu, hljóp 33 kílómetra í hlaupinu í gær. Hlaupið átti að byrja á sunnudagsmorguninn en startinu var frestað um einn sólarhring vegna rigninga í eyðimörkinni. Fyrsta hlaupið hefur verið fellt niður.

Breyting á dreifingu Fréttablaðsins

Frá og með 1. apríl nk. verða gerðar breytingar á dreifingu Fréttablaðsins. Með breytingunum er fest í sessi dreifing blaðsins til yfir 90 prósenta þjóðarinnar á höfuðborgarsvæðinu og helstu þéttbýlisstöðum á landsbyggðinni. Til þessa hefur dreifing blaðsins verið tryggð til 93 prósenta þjóðarinnar. Fréttablaðið verður borið út til 80 þúsund heimila sem nemur 75 prósentum allra heimila. Að auki verður blaðið aðgengilegt í Fréttablaðskössum, sem finna má í hverfum valinna þéttbýlisstaða eða á völdum dreifingar-stöðum.

Gjaldeyrishöftin halda ekki

Leki virðist vera á gjaldeyrisskilareglum Seðlabankans. Ekki er öllum þeim gjaldeyri skilað sem skila ber til bankans samkvæmt reglum hans sem settar voru á grundvelli laganna um gjaldeyrishöft.

Lokadagur ábendinga í dag

Lokadagur til að senda inn ábendingar og umsagnir um stefnu Reykjavíkurborgar í loftslags- og loftgæðamálum er í dag. Reykjavíkurborg óskar eftir liðsinni borgarbúa varðandi ábendingar um hvernig megi bæta loftgæði í borginni og sporna gegn gróðurhúsaáhrifum af mannavöldum.

Segir Davíð og félaga rógbera

„Það er sama hvað þeir sóða miklum óþverra út í þjóðfélagið. Það er sama hvað þeir atyrða, uppnefna og rógbera marga einstaklinga [...] Þeir endurheimta ekki traust þjóðarinnar á ný með þannig vinnubrögðum,“ ritaði Björgvin G. Sigurðsson, fyrrum viðskiptaráðherra, í pistli á Pressunni.is í gær.

Gagnrýna ríkið fyrir arðinn

Póstmannafélag Íslands gagnrýnir stjórnvöld fyrir að greiða sér arð af starfsemi Íslandspósts á sama tíma og stjórnendur fyrirtækisins telja sig ekki geta staðið við umsamdar launahækkanir til starfsmanna Íslandspósts. Þetta kemur fram á vef Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB).

Metaðsókn í laugarnar

Metaðsókn hefur verið í sundlaugar Hafnarfjarðarbæjar það sem af er árinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ. Í tilkynningunni kemur fram að alls syntu 69.378 gestir í laugum bæjarins fyrstu tvo mánuði þessa árs, sem er 41.310 fleiri en stungu sér til sunds á sama tíma á síðasta ári. Í þeim aðsóknartölum eru ekki talin með skólabörn né sundfólk á vegum Sundfélags Hafnarfjarðar og Fjarðar.

Mótmælir lokun deildar

„Geðverndarfélag Akureyrar og nágrennis mótmælir harðlega lokun dagdeildar geðdeildar FSA [Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri] og lýsir yfir þungum áhyggjum af afleiðingum þessarar gjörðar fyrir geðsjúka á svæðinu," segir í tilkynningu frá félaginu.

Greiðsluaðlögun samþykkt

Alþingi samþykkti í gær frumvarp dómsmálaráðherra um greiðsluaðlögun vegna efnahagsástandsins. Nú verður hægt að gera breytingar á kröfum í eigu Íbúðalánasjóðs eða fjármálafyrirtækja í eigu ríkisins sem tryggðar eru með veði í íbúðarhúsnæði hérlendis sem ætlað er til eigin nota.

Björn gagnrýnir Guðbjart forseta

Björn Bjarnason gagnrýnir Guðbjart Hannesson, forseta Alþingis, og segir hann hafa gleymt sjálfsögðum heillaóskum til nýrra formanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar við upphaf þingfundar í dag. Auk þess hafi Guðbjartur ekki vitað að fyrir 60 árum hafi Alþingi samþykkt aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu.

Borgarafundur um breytingar

„Eftir efnahagshrun og ógöngur síðustu mánuða krefjast kjósendur breyttra vinnuaðferða af hálfu ráðamanna. Vilja frambjóðendur breytingar? Fáum við breytingar eða verður allt við það sama eftir kosningar?" segir í tilkynning um borgarafund sem haldinn verður í Deiglunni á Akureyri næstkomandi fimmtudag.

Víða slæmt ferðaveður

Vegna sjóflóðahættu hefur öllum mokstri verið hætt í Ólafsfjarðarmúla og á Siglufjarðarvegi, að fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. Mjög slæmt veður er á Norðaustur og Austurlandi. Mikil ófærð er og ekkert ferðaveður. Eftir að þjónustu líkur á Vestfjörðum, Norðaustur og Austurlandi má búast við því að vegir verði ófærir.

Lagt til að 19 fái ríkisborgararétt

Allsherjarnefnd Alþingis hefur lagt til að 19 einstaklingar frá 15 löndum verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur á yfirstandi þingi. Elsti einstaklingurinn er fæddur 1965 og sá yngsti 1994.

Bjarni: Við erum ekki frjálshyggjuflokkur

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki frjálshyggjuflokkur, að mati Bjarni Benediktssonar nýkjörins formanns flokksins. „Við erum hægriflokkur. Hægriflokkur vill ekki stjórna með boðum með bönnum. Hann vill treysta á atvinnulífið og vill halda skattheimtu í lágmarki. Við erum hinsvegar enginn frjálshyggjuflokkur,“ sagði Bjarni sem var gestur Íslands í dag fyrr í kvöld.

Þrjátíu hús rýmd á Siglufirði

Veðurstofan í samráði við lögreglustjórann á Akureyri hefur ákveðið að lýsa yfir hættustigi á Ólafsfirði og Siglufirði. Á Ólafsfirði er það reitur 6. Á reitnum er dvalarheimilið Hornbrekka og verða íbúar þar fluttir til innan hússins.

Stefna bankanna réð mestu

Kaarlo Jännäri, fyrrverandi forstjóri finnska Fjármálaeftirlitsins, telur að framganga bankanna hafi ráðið mestu um hrun þeirra síðasta haust. Hann hefur unnið skýrslu fyrir stjórnvöld um hvernig regluverk fjármálakerfisins var hér fyrir hrun og hvernig eftirlitinu var háttað.

Funduðu með Rögnu vegna hælisleitenda

Óvenjulegur fundur átti sér stað í dómsmálaráðuneytinu í morgun þegar þangað mættu hælisleitendur og stuðningsmenn þeirra til að ræða við ráðherra. Fundurinn var nokkuð tilfinningaþrunginn en fólkið krefst mannréttinda fyrir flóttamenn hér á landi.

Spáir því að Íslendingar verði olíuþjóð

Íslendingar eiga eftir að verða olíuþjóð, segir helsti sérfræðingur Noregs í Jan Mayen svæðinu, og líkir því við verðmætustu olíusvæði heims. Nýjustu hljóðbylgjumælingar sem gerðar voru á Drekanum í fyrra lofa góðu og mikill áhugi er meðal olíufélaga að kaupa upplýsingarnar.

Starfsfólki MK veitt áfallahjálp

Starfsfólki Menntaskólans í Kópavogi var veitt áfallahjálp í dag, en mikið uppnám hefur verið í skólanum eftir að kennari var dæmdur fyrir að hafa barnaklám í fórum sínum. Margrét Friðriksdóttir, skólameistari, segist enga vitneskju hafa haft um málið.

Sjá næstu 50 fréttir