Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Jón Þór Stefánsson skrifar 7. september 2025 22:47 Ljósmynd af Eric Singer. Lögreglan í Ontario Líkamsleifar Bandaríkjamanns sem hjólaði að heiman árið 1973 og sneri aldrei aftur fundust í þjóðgarði í Kanada. Loksins nú hefur verið hægt að bera kennsl á þær. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá þessu. Maðurinn, sem hét Eric Singer, var 22 ára gamall þegar hann lét sig hverfa af heimili sínu í borginni Cleveland í Ohio-ríki. Í aðdraganda þess hafði Singer hætt í háskólanámi. Með því að flýja er hann talinn hafa verið að reyna að forðast herþjónustu í Víetnamstríðinu sem þá geysaði. Fjölskyldan lét lýsa eftir honum og réð einkaspæjara, en ekkert kom í ljós. „Ég vissi að þeir hefðu fundið hann“ Fyrir tveimur árum síðan fékk systir Singers símtal frá rannsóknarlögreglumanni frá Kanada. „Hann sagðist ætla að færa mér erfiðar fréttir og spurði hvort ég hefði tök á því að hlusta,“ er haft eftir systurinni, Ruth Singer, í tilkynningu lögreglunnar. „Um leið byrjuðu tár að renna niður kinnar mínar. Ég vissi að þeir hefðu fundið hann.“ Fyrst 1980 og svo 1995 Í raun höfðu líkamsleifar Singers fundist mörgum árum áður, en það var ekki fyrr en löngu seinna sem hægt var að bera kennsl á þær. Hluti þeirra fannst í Algonquin-garðinum í Ontario árið 1980. Þá fannst jafnframt, stakt stígvél, leðurveski og svefnpoki, auk annarra muna. Rannsakendur þess tíma komust að þeirri niðurstöðu að hinn látni hefði verið ungur hvítur karlmaður sem hefði líklega látist milli 1971 og 1978. Þó þótti þeim ekkert benda til þess að neitt saknæmt hefði átt sér stað. Frekari líkamsleifar fundust í þessum sama þjóðgarði árið 1995. Þá fannst kjálkabein. Í fyrstu var talið að það væri úr dýri, en rannsókn leiddi í ljós að það væri úr manni, en ekki var hægt að segja nánar til um úr hverjum. Léttir fylgdi fregnunum Það var síðan árið 2023 sem erfðarannsóknir sýndu að mögulega væru leifarnar af Eric Singer. Við tók frekari rannsóknarvinna, en til þess að staðfesta að um hann væri að ræða þurfti erfðasýni úr honum sem systur hans fundust. Það var síðan endanlega staðfest á þessu ári að leifarnar væru af Singer. „Mér var létt að hugsa til þess að hann væri ekki vond manneskja sem væri með annarri fjölskyldu og vildi ekki hitta litlu systur sína,“ sagði önnur systir hans, Merry Singer Lugasy. Bandaríkin Kanada Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Leitað að manni með öxi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Fjölmiðlar vestanhafs greina frá þessu. Maðurinn, sem hét Eric Singer, var 22 ára gamall þegar hann lét sig hverfa af heimili sínu í borginni Cleveland í Ohio-ríki. Í aðdraganda þess hafði Singer hætt í háskólanámi. Með því að flýja er hann talinn hafa verið að reyna að forðast herþjónustu í Víetnamstríðinu sem þá geysaði. Fjölskyldan lét lýsa eftir honum og réð einkaspæjara, en ekkert kom í ljós. „Ég vissi að þeir hefðu fundið hann“ Fyrir tveimur árum síðan fékk systir Singers símtal frá rannsóknarlögreglumanni frá Kanada. „Hann sagðist ætla að færa mér erfiðar fréttir og spurði hvort ég hefði tök á því að hlusta,“ er haft eftir systurinni, Ruth Singer, í tilkynningu lögreglunnar. „Um leið byrjuðu tár að renna niður kinnar mínar. Ég vissi að þeir hefðu fundið hann.“ Fyrst 1980 og svo 1995 Í raun höfðu líkamsleifar Singers fundist mörgum árum áður, en það var ekki fyrr en löngu seinna sem hægt var að bera kennsl á þær. Hluti þeirra fannst í Algonquin-garðinum í Ontario árið 1980. Þá fannst jafnframt, stakt stígvél, leðurveski og svefnpoki, auk annarra muna. Rannsakendur þess tíma komust að þeirri niðurstöðu að hinn látni hefði verið ungur hvítur karlmaður sem hefði líklega látist milli 1971 og 1978. Þó þótti þeim ekkert benda til þess að neitt saknæmt hefði átt sér stað. Frekari líkamsleifar fundust í þessum sama þjóðgarði árið 1995. Þá fannst kjálkabein. Í fyrstu var talið að það væri úr dýri, en rannsókn leiddi í ljós að það væri úr manni, en ekki var hægt að segja nánar til um úr hverjum. Léttir fylgdi fregnunum Það var síðan árið 2023 sem erfðarannsóknir sýndu að mögulega væru leifarnar af Eric Singer. Við tók frekari rannsóknarvinna, en til þess að staðfesta að um hann væri að ræða þurfti erfðasýni úr honum sem systur hans fundust. Það var síðan endanlega staðfest á þessu ári að leifarnar væru af Singer. „Mér var létt að hugsa til þess að hann væri ekki vond manneskja sem væri með annarri fjölskyldu og vildi ekki hitta litlu systur sína,“ sagði önnur systir hans, Merry Singer Lugasy.
Bandaríkin Kanada Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Leitað að manni með öxi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira