Innlent

Lokadagur ábendinga í dag

Lokadagur til að senda inn ábendingar og umsagnir um stefnu Reykjavíkurborgar í loftslags- og loftgæðamálum er í dag. Reykjavíkurborg óskar eftir liðsinni borgarbúa varðandi ábendingar um hvernig megi bæta loftgæði í borginni og sporna gegn gróðurhúsaáhrifum af mannavöldum.

Í tilkynningu frá Umhverfis- og samgöngusviði segir að með stefnunni vilji Reykjavíkurborg leggja sitt af mörkum til að sporna gegn hlýnun jarðar og stuðla að því að loftið í borginni sé heilnæmt. Umsagnir má senda á netfangið eygerður.margretardottir@reykjavik.is eða til Umhverfis- og samgöngusviðs, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík.- kg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×