Innlent

Rýmingu að ljúka á Siglufirði - hættustig einnig á Ólafsfirði

Enn er hættustig á Ólafsfirði og Siglufirði. Rýming 30 húsa á Siglufirði hefur gengið vel og lýkur innan skamms, að sögn varðstjóra lögreglunnar á Akureyri. Öll eru húsin á reiti 8.

Á Ólafsfirði er um reit 6 að ræða en þar er dvalarheimilið Hornbrekka. Íbúar þar voru fluttir til innan hússins.

Snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands ákvað í samráði við lögreglustjórann á Akureyri að lýsa yfir hættustigi í bæjarfélögunum á áttunda tímanum í kvöld. Í morgun var sett á óvissustig vegna snjóflóðahættu.


Tengdar fréttir

Þrjátíu hús rýmd á Siglufirði

Veðurstofan í samráði við lögreglustjórann á Akureyri hefur ákveðið að lýsa yfir hættustigi á Ólafsfirði og Siglufirði. Á Ólafsfirði er það reitur 6. Á reitnum er dvalarheimilið Hornbrekka og verða íbúar þar fluttir til innan hússins.

Óvissustig í Ólafsfirði og Siglufirði og á Vestfjörðum

Snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands í samráði við lögreglustjórann á Akureyri hefur ákveðið að setja á óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfirði og Siglufirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×