Innlent

Starfsfólki MK veitt áfallahjálp

Starfsfólki Menntaskólans í Kópavogi var veitt áfallahjálp í dag, en mikið uppnám hefur verið í skólanum eftir að kennari var dæmdur fyrir að hafa barnaklám í fórum sínum. Margrét Friðriksdóttir, skólameistari, segist enga vitneskju hafa haft um málið.

Síðast liðinn föstudag var Björgvin Þórisson, kennari við Menntaskólann í Kópavogi, dæmdur til fjársektar í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna kynferðisbrots, eftir að hafa orðið uppvís að því að vera með tugi ljósmynda og hreyfimynda sem sýna börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt í tölvu á heimili sínu. Rannsókn á málinu hófst í júní í fyrra, en maðurinn hélt áfram að kenna, þrátt fyrir það.

Það var ekki fyrr en í gær, eftir að skólayfirvöld höfðu farið yfir málið með lögmanni, að kennaranum var veitt leyfi frá störfum. Ráðinn hefur verið nýr kennari.

Málið er afar viðkvæmt og starfslið skólans hefur verið í miklu uppnámi vegna þess. Var talið nauðsynlegt að veita starfsfólkinu áfallahjálp.

Margrét Friðriksdóttir, skólameistari, segir að verið sé að vinna að endanlegri lausn málsins í samræmi við reglur um ríkisstarfsmenn í samráði við lögfræðing skólans.










Tengdar fréttir

Dæmdur menntaskólakennari hættur

Menntaskólakennarinn Björgvin Þórisson sem í síðustu viku var dæmdur fyrir að hafa barnaklám í fórum sínum hefur verið veitt lausn frá störfum við skólann. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Margréti Friðriksdóttur skólameistara Menntaskólans í Kópavogi þar sem Björgvin kenndi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×