Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. september 2025 13:51 Fallegir folar að Fjallabaki sem tengjast efni fréttarinnar ekki að öðru leyti en að um hesta er að ræða. Vísir/Vilhelm Þýsk ferðakona fær ekki bætur frá íslensku tryggingafélagi eftir að hafa slasast á hestbaki hjá íslensku ferðaþjónustufyrirtæki. Ekki þótti sannað að fyrirtækið hefði sýnt af sér saknæma háttsemi. Öllu heldur hefði verið um viðbúið óhappatilvik að ræða. Slysið varð árið 2022 þegar konan dvaldi í tíu daga hjá fyrirtækinu sem sérhæfir sig í ferðaþjónustu, gistingu og hestaferðum. Fjórir hryggjarliðir brotnuðu í konunni sem tognaði auk þess á hné og fékk mar á hné, mjöðm og víðar. Sagðist ítrekað hafa óskað eftir öðrum hesti Konan hélt því fram að hryssan sem henni var úthlutað hefði ekki hentað til útreiðar fyrir hennar getustig. Konan hefði fundið fyrir óöryggi og viðrað þær áhyggjur sínar við eiganda og starfsmann fyrirtækisins en hún hafði áður setið hryssuna í útreiðartúr. Hún hefði ítrekað óskað eftir öðrum hesti. Bóninni hefði verið hafnað og henni sagt að eini kostur hennar væri að sleppa túrnum. Svo hefði hryssan dregist aftur úr hópnum og skyndilega aukið hraða sinn þegar stutt var eftir heima á bæinn. Konan hefði reynt að hægja hraðann en hryssan ekki látið að stjórn. Hún hefði misstigið sig með þeim afleiðingum að konan féll af baki. Konan taldi skipulag reiðtúrsins hafa verið ábótavant þar sem henni hefði hvorki verið leiðbeint né hún fengið að kynnast hryssunni áður en lagt var af stað. Auk þess hefði engin stjórn verið á hópnum. Þá hefði fjöldi starfsmanna verið ónægur. 26 ára reynslubolti Dómurinn horfði til þess að hryssan var 26 vetra, verið í eigu fyrirtækisins í tvo áratugi og alla tíð notuð í útreiðartúra. Konan hefði auk þess setið hryssuna nokkrum dögum fyrir slysið. Forsvarsmaður fyrirtækisins og aðrir starfsmenn sögðu hryssuna henta vel knöpum sem væru ekki algjörir byrjendur. Konan sagðist fyrir dómi hafa nokkra reynslu af reiðmennsku og hefði sótt námskeið í Þýskalandi. Þá kannaðist enginn starfsmanna fyrirtækisins við það fyrir dómi að konan hefði viðrað áhyggjur sínar af hryssunni eða látið vita af óöryggi sínu. Taldi dómurinn að ekki yrði annað ráðið en að hryssan hefði hentað vel til útreiða, verið valin með hliðsjón af getu og reynslu auk þess sem konan hafði setið hryssuna áður án vandræða. Þá féllst dómurinn ekki á að skipulag hefði verið ábótavant en þrír starfsmenn hefðu fylgt fimm ferðamönnum eftir. Myndir sem konan lagði sjálf fram fyrir dómi sýndu að hópnum hefði verið sæmilega vel haldið saman. Auk þess hefðu hinir ferðamennirnir lýst því að hafa verið upplýstir um eiginleika hvers hests og enginn látinn sitja hest sem hann var óöruggur á. Þá minnti fyrirtækið á að í hestamennsku væri fólgin áhætta og vel þekkt að fólk gæti fallið af baki. Var ferðaþjónustufyrirtækið og tryggingafélag þess sýknuð af kröfum konunnar um skaðabætur því um óhappatilvik hefði verið að ræða sem þau bæru ekki ábyrgð á. Dóminn má lesa hér. Tryggingar Hestar Dómsmál Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira
Slysið varð árið 2022 þegar konan dvaldi í tíu daga hjá fyrirtækinu sem sérhæfir sig í ferðaþjónustu, gistingu og hestaferðum. Fjórir hryggjarliðir brotnuðu í konunni sem tognaði auk þess á hné og fékk mar á hné, mjöðm og víðar. Sagðist ítrekað hafa óskað eftir öðrum hesti Konan hélt því fram að hryssan sem henni var úthlutað hefði ekki hentað til útreiðar fyrir hennar getustig. Konan hefði fundið fyrir óöryggi og viðrað þær áhyggjur sínar við eiganda og starfsmann fyrirtækisins en hún hafði áður setið hryssuna í útreiðartúr. Hún hefði ítrekað óskað eftir öðrum hesti. Bóninni hefði verið hafnað og henni sagt að eini kostur hennar væri að sleppa túrnum. Svo hefði hryssan dregist aftur úr hópnum og skyndilega aukið hraða sinn þegar stutt var eftir heima á bæinn. Konan hefði reynt að hægja hraðann en hryssan ekki látið að stjórn. Hún hefði misstigið sig með þeim afleiðingum að konan féll af baki. Konan taldi skipulag reiðtúrsins hafa verið ábótavant þar sem henni hefði hvorki verið leiðbeint né hún fengið að kynnast hryssunni áður en lagt var af stað. Auk þess hefði engin stjórn verið á hópnum. Þá hefði fjöldi starfsmanna verið ónægur. 26 ára reynslubolti Dómurinn horfði til þess að hryssan var 26 vetra, verið í eigu fyrirtækisins í tvo áratugi og alla tíð notuð í útreiðartúra. Konan hefði auk þess setið hryssuna nokkrum dögum fyrir slysið. Forsvarsmaður fyrirtækisins og aðrir starfsmenn sögðu hryssuna henta vel knöpum sem væru ekki algjörir byrjendur. Konan sagðist fyrir dómi hafa nokkra reynslu af reiðmennsku og hefði sótt námskeið í Þýskalandi. Þá kannaðist enginn starfsmanna fyrirtækisins við það fyrir dómi að konan hefði viðrað áhyggjur sínar af hryssunni eða látið vita af óöryggi sínu. Taldi dómurinn að ekki yrði annað ráðið en að hryssan hefði hentað vel til útreiða, verið valin með hliðsjón af getu og reynslu auk þess sem konan hafði setið hryssuna áður án vandræða. Þá féllst dómurinn ekki á að skipulag hefði verið ábótavant en þrír starfsmenn hefðu fylgt fimm ferðamönnum eftir. Myndir sem konan lagði sjálf fram fyrir dómi sýndu að hópnum hefði verið sæmilega vel haldið saman. Auk þess hefðu hinir ferðamennirnir lýst því að hafa verið upplýstir um eiginleika hvers hests og enginn látinn sitja hest sem hann var óöruggur á. Þá minnti fyrirtækið á að í hestamennsku væri fólgin áhætta og vel þekkt að fólk gæti fallið af baki. Var ferðaþjónustufyrirtækið og tryggingafélag þess sýknuð af kröfum konunnar um skaðabætur því um óhappatilvik hefði verið að ræða sem þau bæru ekki ábyrgð á. Dóminn má lesa hér.
Tryggingar Hestar Dómsmál Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira