Innlent

Segir Gunnar hafa brugðist

Gunnar Björnsson.
Gunnar Björnsson.

Æskulýðssamband þjóðkirkjunnar harmar að séra Gunnar Björnsson hafi fengið að snúa aftur til starfa sem prestur á Selfossi, en hann þjónaði ekki sem prestur meðan ákæra um kynferðisbrot hans var fyrir dómstólum. Hann var sýknaður.

„Okkur þykir ljóst að séra Gunnar Björnsson hafi brugðist trausti ungmenna og sóknarbarna sinna og sýnt alvarleg afglöp í starfi og teljum að hann eigi ekki að snúa aftur til starfa," segir í tilkynningu sambandsins. Ella sé grafið undan uppbyggingu æskulýðsstarfs á Selfossi og vegið að æskulýðsstarfi í kirkjunni allri. - kóþ






Fleiri fréttir

Sjá meira


×