Innlent

Mótmælir lokun deildar

„Geðverndarfélag Akureyrar og nágrennis mótmælir harðlega lokun dagdeildar geðdeildar FSA [Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri] og lýsir yfir þungum áhyggjum af afleiðingum þessarar gjörðar fyrir geðsjúka á svæðinu," segir í tilkynningu frá félaginu.

Er þar og skorað á heilbrigðis-yfirvöld að hefja að nýju dagdeildarþjónustu við sjúkrahúsið og minnt á tilmæli landlæknis um að auka skuli þjónustu við geðsjúka í landinu á þrengingartímum. - kóþ






Fleiri fréttir

Sjá meira


×