Innlent

Vilja stofna Efnahagsstofnun

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG.

Vinstri grænir vilja að stofnuð verði Efnahagsstofnun og mun þingflokkur flokksins leggja fram frumvarp þess efnis á Alþingi.

,,Í þeim efnahagsþrengingum sem því miður sér hvergi fyrir endann á verður sífellt mikilvægara að hagstjórn byggist á traustum undirstöðum. Enginn neitar því nú lengur að alvarleg mistök hafi verið gerð á undanförnum árum í hagstjórn landsins sem þjóðin geldur nú fyrir, m.a. með himinhárri verðbólgu, óstöðugu gengi og okurvöxtum," segir í tilkynningu frá þingflokki VG.

Að mati flokksins gefur það auga leið að grundvöllur að góðri hagstjórn felst í hlutlausum og greinargóðum upplýsingum til stjórnvalda, embættismanna og annarra sem fara með efnahagsmál hér á landi.

Samkvæmt frumvarpinu mun stofnunin starfa á vegum Alþingis og fylgjast með með árferði og afkomu þjóðarbúsins, vinna að hagrannsóknum, vera Alþingi og ríkisstjórn til ráðuneytis og sveitarfélögum og

aðilum vinnumarkaðarins.

Eitt af helsu verkefnum Efnhagsstofnunarinnar samkvæmt frumvarpinu er að færa þjóðhagsreikninga og semja þjóðhagsspár og þjóðhagsáætlanir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×