Innlent

Davíð boðaði ekki til fundar án samþykkis hluthafa

Lárus Welding og Davíð Oddsson á fundinum umrædda.
Lárus Welding og Davíð Oddsson á fundinum umrædda.

Þorsteinn Már Baldvinsson stjórnarformaður Glitnis var í viðtali í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Þar fór hann yfir aðdragandann að yfirtöku Ríkisins á 75% hlut í bankanum. Í máli Þorsteins kom meðal annars fram að Davíð Oddsson formaður bankaráðs Seðlabankans hefði boðað til blaðamannafundar á mánudagsmorgun áður en búið var að fá samþykki hjá hluthöfum bankans.

Í tilkynningu frá Seðlabankanum í dag segir að þetta sé ekki rétt.

„Í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöld, þriðjudaginn 30. september, var látið að því liggja að Seðlabanki Íslands hefði boðað fréttamannafund á mánudagsmorgun um málefni Glitnis Banka hf. áður en fyrir lá samþykki hluthafa í bankanum um aðkomu ríkissjóðs að bankanum. Þetta er ekki rétt. Fréttamannfundur var ekki boðaður fyrr en að fengnu samþykki stærstu hluthafa," segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×