Innlent

Tveir skjálftar austur af Grímsey

Tveir snarpir jarðskjálftar urðu austur af Grímsey um klukkan sex í morgun, sá fyrri 3 á Richter og sá síðari 3,2. Síðan hafa vægari eftirskjálftar mælst. Þeir urðu á þekktu skjálftasvæði þar sem tveir jarðskorpuflekar mætast og eru skjálftarnir ekki taldir fyrirborðar eldsumbrota.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×