Innlent

Haft í hótunum við starfsfólk Glitnis

Viðskiptavinir Glitnis höfðu í hótunum við starfsmenn í útibúum bankans í dag. Flestir sýndu þó stillingu, en fjöldi fólks hreyfði innistæður sínar í sjóðum og á reikningum.

Mikið álag var á starfsfólki bankans - síminn var róðglóandi og straumur fólks var stöðugur, alveg fram að lokun útibúa síðdegis. Mest var þó að gera í morgun og voru viðskiptavinir einkum að meta stöðu sína, frá ráðgjöf og færa fjármuni á milli reikninga eða sjóða - en margir þurftu að taka á sig talsverðan fjárhagslegan skell í kjölfar þrenginga bankans.

Á stjórnarfundi í hádeginu var, samkvæmt heimildum fréttastofu, rætt um líflátshótun og aðrar hótanir sem nokkrir starfsmenn urðu fyrir í dag. Már Masson, forstöðumaður samskiptasviðs Glitnis. gerir lítið úr því.

Heimildir fréttastofu herma einnig að öryggisráðstafanir hafi verið hertar í bankanum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×