Fleiri fréttir

Efast um hæfi Davíðs

Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis, efast um hæfi Davíðs Oddssonar, seðlabankastjóra, þegar kemur að fyrirhugaðri ríkisvæðingu Glitnis

Þing kemur saman við erfiðar aðstæður

Alþingi verður sett á morgun og segir Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri grænna, að þingið leggist ekki sérlega vel í sig. ,,Yfir þessu þinghaldi er eitt stórt spurningamerki."

Jón Ásgeir: Yfirtakan runnin undan rifjum Davíðs

Jón Ásgeir Jóhannesson segir að yfirtaka ríkisins á Glitni sé runnin undan rifjum Davíðs Oddsonar Seðlabankastjóra, og miði að því að koma fyrirtækjum Jóns Ásgeirs illa. Hann segir yfirtöku ríkisins á Glitni vera stærsta bankarán Íslandssögunnar.

Spyr um lagaheimildir fyrir ríkisvæðingu Glitnis

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, segir að ákvörðun um hlutafjárkaup í Glitni verði aðeins tekin á Alþingis sem fari með fjárveitingarvaldið. Ákvörðunin verði ekki tekin af Seðlabanknum né ríkisstjórninni.

Óásættanlegt að gangandi tímasprengjur leiki lausum hala

Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir ófyrirgefanlegt að ekki séu til ákvæði í lögum sem geri mögulegt að fylgst sé með kynferðisbrotamönnum eftir afplánun dóms. Ekki sé ásættanlegt að gangandi tímasprengjur leiki lausum hala án þess að brugðist sé við á einhvern hátt.

Jóhann kvaddur með heiðursverði

Jóhann R. Benediktsson fráfarandi lögreglustjóri vann sinn síðasta vinnudag í embætti í dag og var kvaddur með heiðursverði lögregluþjóna og tollvarða.

Sparifjáreigendur uggandi

Átján þúsund manns eiga peninga í þeim þremur sjóðum Glitnis sem hafa verið lokaðir síðan ríkið tók yfir bankann. Menn sem eiga sparnað í sjóðunum eru uggandi. Gylfi Magnússon dósent í hagfræði segir langlíklegast að sparnaður fólks í þessum sjóðum hafi rýrnað þegar sjóðirnir opna aftur á morgun.

Ekki rætt um sameiningu Glitnis og Landsbankans á leynifundi

Forsætisráðherra og talsmaður Björgólffsfeðga vísa því á bug að rætt hafi verið um sameiningu Glitnis og Landsbankans á leynifundi í stjórnarráðinu í gær. Formaður Framsóknarflokksins segir sjálfstæðismenn ekki hafa heimild til að ræða framtíð Glitnis í reykfylltum bakherbergjum.

Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs í gjörgæslu

Lánshæfiseinkunn íbúðalánasjóðs og allra stóru viðskiptabankanna lækkaði í dag og lánshæfiseinkunn ríkissjóðs sem er nú í gjörgæslu hjá erlendum matsfyrirtækjum. Þau segja ástæðuna vera ríkisvæðingu Glitnis. Viðskiptaráðherra rekur lækkunina til ákvarðana fulltrúadeildar Bandaríkjaþings

Jón Ásgeir í Íslandi í dag

Jón Ásgeir Jóhannesson verður gestur Íslands í dag sem hefst strax að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar mun Jón Ásgeir fara yfir atburði seinustu daga og þá stöðu sem upp er komin í íslensku efnahagslífi.

Sigurður G: Ríkisvæðing Glitnis stenst ekki lög

Sigurður G. Guðjónsson, lögfræðingur og stjórnarmaður í Glitni, segir að yfirtaka ríkisins á 75% hlut í Glitni standist ekki þau lög sem gilda um Seðlabankann og greiðslur úr ríkissjóði. Þetta kom fram í viðtali við Sigurð í þættinum Reykjavík síðdegis fyrr í dag.

Helguvíkurálver fær losunarheimildir

Rio Tinto Alcan, álver Norðuráls í Helguvík og Alcoa Fjarðaál í Reyðarfirði fengu í dag úthlutað losunarheimildum fyrir gróðurhúsalofttegundir. Úthlutunarnefnd losunarheimilda lauk í dag fyrstu árlegu endurskoðun á áætlun sinni.

Vinna saman að atvinnuþróun við Keflavíkurflugvöll

Geir H. Haarde forsætisráðherra, Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra, Kristján L. Möller samgönguráðherra og fulltrúar sveitarfélaganna fimm á Suðurnesjum, Grindavíkurbæjar, Reykjanesbæjar, Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga, undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um samstarf um atvinnuþróun í nágrenni Keflavíkurflugvallar.

Tilboðið um stjórnarformennsku stendur ennþá

Þorsteini Má Baldvinssyni, stjórnarformanni Glitnis, var boðið að sitja áfram í stóli formanns eftir að ríkið eignaðist bankann, að sögn Árna Mathiesen fjármálaráðherra.

Hið eina rétta í stöðunni miðað við aðstæður

Þingflokkur Samfylkingarinnar hittist í gærmorgun til þess að ræða yfirtöku ríkisins á Glitni. Að sögn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, varaformanns þingflokks Samfylkingarinnar, gerðu fulltrúar flokksins sem komu að málinu, Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra og Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, grein fyrir aðdraganda þess.

Nefbraut konu eftir að hún sparkaði klof hans

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í fjögurra mánaða skilorðbundið fangelsi fyrir að að hafa nefbrotið konu fyrir utan Sjallann á Akureyri í maí síðastliðnum.

Tímaspursmál hvenær bjarga þarf hinum viðskiptabönkunum

Fyrr eða síðar þarf að fara í björgunaraðgerðir vegna hinna viðskiptabankanna líkt og gert var með Glitni í gær. Þetta sagði Ragnar Önundarson viðskiptafræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri Íslandsbanka, þegar Vísir náði tali af honum í gær.

Hætta á meiri einsleitni á fjölmiðlamarkaði

Birgir Guðmundsson, lektor við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri, telur æskilegast að einhvers konar veggir verði á milli ritstjórna fari svo að Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, kaupi Fréttablaðið. Að öðrum kosti sé hætta á meiri einsleitni í ritstjórnarlegu tilliti.

Mótorkrosshjól í óskilum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú eiganda mótorkrosshjóls sem fannst nýverið við Gufuneskirkjugarð í Grafarvogi. Eigandi hjólsins, sem sést á meðfylgjandi mynd, getur vitjað þess á lögreglustöðinni við Hverfisgötu gegn framvísun staðfestingar á eignarhaldi.

Sigurður G fær ekki að verja Jón Ólafsson

Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Jón Ólafsson athafnamaður fengi ekki Sigurð G. Guðjónsson hæstaréttarlögmann skipaðan sem lögmann sinn.

Björn skipar Ólaf K lögreglustjóra á Suðurnesjum

Ólafur K. Ólafsson, lögreglustjóri og sýslumaður Snæfellinga, hefur verið settur lögreglustjóri á Suðurnesjum frá 1. október til áramóta. Jafnframt hefur Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, verið settur aðstoðarlögreglustjóri embættisins og Halldóri Halldórssyni, fjármálastjóra lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, verið falið að taka að sér fjármálastjórn þess til sama tíma.

Áhyggjufull móðir varar við perra á Álftanesi

„Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann kemur því hann kom líka í fyrra og svo aftur núna þegar það fór að rökkva,“ segir áhyggjufull tveggja barna móðir á Álftanesi en fjölskylda hennar hefur lent í miðaldra feitlögnum perra með gleraugu í tvígang. Maðurinn hefur legið á glugga heimilisins og fyrir skömmu lá hann í runna í garðinum og horfði á dótturina sem lá í heitum potti.

Hælisleitandi ekki í gæsluvarðhald

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að fara fram á gæsluvarðhald yfir manninum sem handtekinn var á Fitjum, dvalarstað hælisleitenda í Reykjanesbæ, í gær. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, fulltrúi hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum, segir aldrei hafa staðið til að fara fram á gæsluvarðhald yfir manninum en lögreglumenn í skotheldum vestum handtóku hann í gær þar sem hann var talinn í miklu andlegu ójafnvægi.

Zimsen-húsið á sinn stað í Kvosinni

Um hundrað og tuttugu ára gamalt hús var í gær flutt á sinn framtíðarstað í hjarta Kvosarinnar. Ferðalag Zimsen hússins frá Grandagarði að Grófartorgi tók hálfa aðra klukkustund og gekk ljómandi vel, segir framkvæmdastjóri Minjaverndar.

Mörður hættir störfum fyrir Samfylkinguna

„Já ég er að hætta þarna og fer í það sem ég kalla sjálfstætt starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður,“ segir Mörður Árnason varaþingmaður og Samfylkingarmaður. Mörður hefur séð um vef Samfylkingarinnar síðasta árið og einnig komið að ýmsum útgáfumálum tengdum flokknum. Hann hverfur nú á braut en viðurkennir að hann sé með svolítinn skjálfta í maganum.

Símarnir rauðglóandi hjá Glitni í morgun

Símarnir í þjónustuveri Glitnis hafa verið rauðglóandi í morgun þar sem fólk hefur verið að forvitnast um stöðu bankans eftir tíðindi gærdagins. Þrír af tíu sjóðum Glitnis verða lokaðir fyrir viðskipti í allan dag.

Bruninn mikið áfall

Ágúst Rúnarsson, bóndi í Vestra-Fíflholti í Landeyjum, segir gríðarlegt tjón hafa orðið þegar um 140 af 200 nautgripum í útihúsum á bænum drápust í bruna í morgun.

Þingsetning í skugga hamfara á fjármálamarkaði

Hundrað þrítugasta og sjötta löggjafarþing Alþingis verður sett á morgun í skugga hamfara á fjármálamarkaði. Þingsetning hefst með guðsþjónustu klukkan hálftvö á morgun í Dómkirkjunni.

Nautgripir drápust í bruna í Landeyjum

Hátt í hundrað nautgripir drápust og mikið fasteignartjón varð þegar eldur kviknaði í stóru nautgripahúsi við bæinn Vestra-Fíflholt í Landeyjum í morgun.

Lögðu hald á 20 grömm af kannabisefnum í Eyjum

Lögreglan í Vestmannaeyjum lagði hald á um 20 grömm af kannabisefnum í þremur fíkniefnamálum í liðinni viku. Fyrsta málið kom upp á fimmtudag þegar hald var lagt á pakka sem kom með flugi.

Veit ekki hvort Glitnir sameinast Landsbankanum

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segist ekki vita hvort að Glitnir sameinast Landsbankanum. ,,Ég veit það ekki. Ég veit að það er hugmynd sem hefur verið í gangi um nokkra hríð," sagði Geir í Kastljósi fyrr í kvöld. Fram kom í þættinum að Kastljós hefur heimildir fyrir því að bankarnir sameinist hugsanlega í vikunni. ,,Ég býst við því að ég myndi vita það," sagði Geir.

Kristinn íhugar stöðu sína

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, íhugar stöðu sína innan flokksins í kjölfar ákvörðunar þingflokksins að gera Jón Magnússon að þingflokksformann í stað Kristins.

Ingibjörg gekkst undir aðgerð í New York

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, gekkst undir aðgerð í New York í dag vegna góðkynja meins í höfði sem hrjáð hefur hana um nokkra hríð.

Sjá næstu 50 fréttir