Innlent

Þriðjungssamdráttur á vörugjöldum af ökutækjum á milli ára

Gert er ráð fyrir að vörugjöld af ökutækjum dragist mikil saman á milli áranna 2008 og 2009 í takt við minnkandi neyslu landans.

Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir að um tíu þúsund ökutæki verði flutt til landsins á næsta ári og gangi það eftir munu vörugjöld af ökutækjum dragast saman um þriðjung milli ára, úr 8,2 milljörðum í 5,5 milljarða.

Þá gerir fjárlagafrumvarpið ráð fyrir því að bensínsala dragist saman um eitt prósent og verða um 210 milljónir lítra og olíusala dragist saman um tvö prósent og nema um 149 milljónum lítra. Bensín- og olíugjöld munu því nema um 17 milljörðum króna samanlagt á næsta ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×