Innlent

Stjórn Glitnis ákveður í hádeginu hvenær hluthafafundur verður

Stjórnarfundur hefur verið boðaður hjá Glitni nú klukkan tólf þar sem ákveða á hvenær boða á til hluthafafundar.

Beðið er eftir hluthafafundinum því þar á að taka afstöðu til tilboðs ríkisins í 75 prósenta hlut í bankanum fyrir 84 milljarða króna. Búast má við að hluthafafundurinn verði boðaður á næstu dögum en helstu hluthafar Glitnis vinna nú að því að fá aðra aðila að bankanum í stað ríkisins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×