Innlent

Fjárlögin kynnt - Erfiðar tímar framundan

Það eru erfiðir tímar framundan sagði fjármálaráðherra þegar hann kynnti fjárlögin í dag. Gert er ráð fyrir samdrætti á næsta ári og tæpum 60 milljarða króna halla á rekstri ríkissjóð. Framkvæmdum við Sundabraut og Hátæknisjúkrahús hefur verið frestað.

Þetta er fyrsta skipti síðan 1996 sem fjárlagafrumvarp er lagt fram með halla. Síðast var ríkissjóður hins vegar rekinn með halla árið 2003.

Nú er gert ráð fyrir 57 milljarða krónu halla á næsta ári og að hallinn verði 46 milljarðar árið 2010. Viðsnúnings er ekki að vænta fyrr en árið 2012 samkvæmt rammafjárlögum til fjögurra ára sem nú eru lögð fram í fyrsta skipti.

Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, boðaði samdrátt og aukið atvinnuleysi þegar hann kynnti fjárlagafrumvarpið í dag.

Nokkuð dregur úr tekjum ríkissjóðs og þá verður gripið til aðgerða til lækka útgjöld hins opinberra. Meðal annars með því að fresta framkvæmdum á borð við Sundabraut og byggingu Hátæknisjúkrahúss í Reykjavík.

Draga mun hratt úr viðskiptahalla á næstu árum samkvæmt spá ráðuneytisins og verðbólgumarkmið seðlabankans á að nást árið 2010.

Fall krónunnar gæti þó sett strik í reikninginn.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×