Innlent

Sjúkratryggingastofnun tekur til starfa

MYND/GVA

Sjúkratryggingar Íslands, sjúkratryggingastofnun, tekur til starfa í dag en hún varð til með samþykkt laga um sjúkratryggingar.

Markmið Sjúkratrygginga Íslands og viðfangsefni er að semja um og kaupa heilbrigðisþjónustu og tekur stofnunin þannig við hlutverki samninganefndar heilbrigðisráðherra ásamt því að taka við samningum við sjúkrahús, heilsugæslustöðvar og aðra aðila sem veita þjónustu á heilbrigðissviði. Þá á stofnunin að hafa gæðaeftirlit með heilbrigðisþjónustu. Í tilkynningu frá stofnuninni segir að ætla megi að umfang þessara samninga nemi um 100 milljörðum króna á árinu 2010. Ekki er búið að skipa forstjóra stofnunarinnar en það verður gert á næstunni.

Stjórn Sjúkratrygginga Íslands er skipuð af heilbrigðisráðherra. Formaður stjórnar er Benedikt Jóhannesson. Aðrir stjórnarmenn eru Magnús Árni Magnússon, varaformaður, Katrín Helga Hallgrímsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir og Þórir Haraldsson. Stjórnin hefur m.a. það hlutverk að marka skipulag og stefnu Sjúkratrygginga Íslands.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×