Innlent

Hundrað manna hópuppsagnir um mánaðamótin

Karl Sigurðsson, forstöðumaður vinnumálasviðs Vinnumálastofnunar.
Karl Sigurðsson, forstöðumaður vinnumálasviðs Vinnumálastofnunar.

Vinnumálastofnun bárust í gær 4 tilkynningar um hópuppsagnir, allar frá fyrirtækjum í byggingariðnaði, samtals ríflega 100 manns. Allir aðilar nefna samdrátt í verkefnum og viðbrögð við erfiðleikum á markaði sem skýringar á uppsögnum.

Vinnumálastofnun mun greina frá því á morgun hverjir þessir fjórir aðilar eru sem stóðu að hópuppsögnum. En eins og Vísir greindi frá fyrir nokkrum dögum sögðu ÞG verktakar upp tugum starfsmanna. Í fréttatilkynningu sem ÞG hafa sent frá sér segir að þeir séu 31 talsins. Þá sagði BYGG upp 20 manns og Mótás sagði upp 16 manns. Einnig hafa fréttir borist af því að Eykt hafi sagt upp 15 manns.










Tengdar fréttir

Fjölda iðnaðarmanna sagt upp í gær

Byggingarfélag Gunnars og Gylfa sagði upp 20 starfsmönnum um þessi mánaðarmót. „Ég held að það hafi verið í kringum 20 manns," segir Gunnar Þorláksson, annar stofnenda BYGG.

Nokkrum tugum sagt upp hjá Þ.G. verktökum

Þ.G. verktakar hyggjast segja upp nokkrum tugum starfsmanna nú um mánaðamótin og eru uppsagnarbréf að berast starfsmönnum. Davíð Már Sigurðsson starfsmannastjóri Þ.G. verktaka, staðfesti þetta í samtali við Vísi en sagði verið að vinna í málinu. Hann sagði því ekki liggja fyrir hversu mörgum nákvæmlega yrði sagt upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×