Innlent

Fundað um skipulagða glæpastarfsemi á Norðurlöndum

Fulltrúar frá tollgæslu og lögreglu í norrænu ríkjunum funduðu um skipulagða glæpastarfsemi á Norðurlöndum í gær og fyrradag hér á landi.

Fram kemur á vef lögreglunnar að fundurinn hafi verið liður í samstarfi greiningardeilda tollgæslu og lögreglu sem hafi staðið frá árinu 2007. Fulltrúar á fundinum fóru yfir stöðu mála í hverju landi fyrir sig og fjölluðu um glæpahópa og aðferðir sem hóparnir beita. Á fundinum var unnið að sameiginlegri skýrslu um skipulagða glæpastarfsemi á Norðurlöndum en skýrslan og niðurstaða fundarins verður síðan kynnt á norrænum fundi yfirmanna miðlægra embætta tollgæslu og lögreglu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×