Innlent

Eitt prósent ók of hratt í Hvalfjarðargöngum

MYND/Pjetur

Um eitt prósent ökumanna sem fóru um Hvalfjarðargöng frá föstudegi til þriðjudags, á um það bil 100 klukkustundum, ók of hratt samkvæmt mælingum lögreglunnar.

Alls fóru um 11.200 bílar um göngin á þessum tíma og 115 þeirra voru myndaðir við hraðakstur. Hámarkshraði í Hvalfjarðargöngum er 70 kílómetrar á klukkustund en sex ökumannanna óku á yfir 90 kílómetra hraða og sá sem hraðast ók mældist á 99. Þetta er lægra brotahlutfall en við síðustu vöktun á þessum stað en þá var hlutfallið 1,6 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×