Innlent

Samtök iðnaðarins: Talið skýrt og markið stefnu

Helgi Magnússon er formaður stjórnar Samtaka iðnaðarins.
Helgi Magnússon er formaður stjórnar Samtaka iðnaðarins.

Stjórn Samtaka iðnaðarins segir brýnt að tryggt eðlilegt flæði gjaldeyris á markaði með öllum tiltækum ráðum. ,,Það er nauðsynlegt til þess að koma fjármagni inn á uppþornaðan íslenskan lánamarkað. Seðlabankar um allan heim keppast við að smyrja hjól atvinnulífsins með lausafé. Það ætti íslenski Seðlabankinn líka að gera," segir í tilkynningu með yfirskriftinni:

Talið skýrt, markið stefnu og greiðið úr lausafjárskorti.

Stjórnin segir að þegar í stað eigi að hefja snarpt vaxtalækkunarferli því atvinnulífið rísi ekki undir núverandi vaxtastigi. ,,Enn ein verðbólguholskefla mun ríða yfir að óbreyttu gengi hvað sem vaxtastigi líður. Hratt minnkandi spenna í atvinnulífinu réttlætir myndarlega lækkun."

Að mati stjórnar Samtaka iðnaðarins á ríkisstjórnin að hafa forgöngu að því að kalla án tafar saman samtök atvinnurekenda, launþega, fjármálafyrirtækja og Seðlabankann til þess að vinna að því að greiða sameiginlega úr þeim vanda sem fyrirtæki og almenningur stendur frammi fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×