Innlent

Ekki rætt um sameiningu Glitnis og Landsbankans á leynifundi

Forsætisráðherra og talsmaður Björgólffsfeðga vísa því á bug að rætt hafi verið um sameiningu Glitnis og Landsbankans á leynifundi í stjórnarráðinu í gær. Formaður Framsóknarflokksins segir sjálfstæðismenn ekki hafa heimild til að ræða framtíð Glitnis í reykfylltum bakherbergjum.

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, fundaði með Björgólfi Thor Björgólfssyni og bankastjórum Landsbankans í stjórnarráðinu í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðins hafa Landsbankamennn áhuga á að sameinast Glitni.

Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, segir að ekki hafi verið rætt um sameiningu bankanna.

Í sama streng tók Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfsfeðga, þegar fréttastofa hafði samband í dag. Forsætisráðherra sagðist eingöngu hafa verið að ræða stöðu mála.

,,Það er ekkert sérstakt sem gekk á. Ég tala mikið við þessa menn og við hittumst í gærkvöldi. Ég nota gjarnan tækifærið og spjalla við Björgólf Thor þegar hann er á landinu," sagði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, í dag.

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, segir ekki eðilegt að rætt sé um framtíð Glitnis áður en Alþingi tekur afstöðu til málsins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×