Innlent

Sigurður G fær ekki að verja Jón Ólafsson

Sigurður G. Guðjónsson lögfræðingur.
Sigurður G. Guðjónsson lögfræðingur.

Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Jón Ólafsson athafnamaður fengi ekki Sigurð G. Guðjónsson hæstaréttarlögmann skipaðan sem lögmann sinn. Jón er, ásamt þremur öðrum mönnum, ákærður fyrir að hafa svikið alls um 360 milljónir króna undan skatti.

Jón Ólafsson hugðist frá bæði Ragnar Aðalsteinsson og Sigurð G. Guðjónsson skipaða verjendur sína í máli ákæruvaldsins á hendur Jóni vegna meintra skattalagabrota. Málið hefur lengi velkst um í réttarkerfinu en nú er komin endaleg niðurstaða. Sigurður fær ekki að verja Jón.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×