Innlent

Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna dópmáls á Seyðisfirði

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 7. október að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Maðurinn sem er erlendur ríkisborgari en búsettur hérlendis var handtekinn í gærkvöld grunaður um aðild að fíkniefnamáli sem kom upp á Seyðisfirði fyrir nokkrum vikum.

Þá fannst verulegt magn fíkniefna eða rúmlega 20 kíló af hassi og 1,7 kíló af amfetamíni. Úrskurðurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×